Ég er nú ekki alveg sammála þessu.

You are Linus!
Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla
Daglegar orustur Heljar
Ég er nú ekki alveg sammála þessu.
Það er brúðkaupssýning í Garðheimum. Það er óþarfi að taka fram að ég kem þar hvergi nærri. En ég minnist á þetta því ég skil ekki þetta brúðkaupsæði sem hefur heltekið landann og raunar hinn vestræna heim. Heyrði eitt sinn í útvarpinu að svona meðal brúðkaup í dag kostaði lágmark 1.2milljónir. Er ekki í lagi með fólk? Hvernig dettur fólki að eyða svona upphæðum í aðra eins vitleysu. Ef er að marka umræðuna og allar bíómyndir og sjónvarpsþætti þá dreymir ungar stúlkur um brúðkaupið sitt frá barnsaldri. What? Þetta hefur bara alveg farið framhjá mér. Heyrði líka að allar ungar stúlkur dreymdi um að vera "prinsessur einn dag". Líf riddarans heillaði mig alltaf meira.
Það er svo margt sem ég þarf að tjá mig um núna:
Næst þegar ég á einhvern auka pening þá ætla ég að fjárfesta í geislaspilara í bílinn. Er búin að fá alveg nóg af þessum fávitum í útvarpinu. Nú ákvað fíflið sem er með "meiri tónlist, minna á milli eyrnana" að vera með rasistabrandara. Karlrembusvín með kynþáttafordóma, ég nenni nú ekki að hlusta á það á morgnana. Skilst að þessi snillingur hafi áður verið á kristilegri útvarpsstöð, það útskýrir margt.
Alltaf kemst maður af einhverju nýju. Hef alltaf talið að ég væri hræðileg í vélritun. Reyndar ekki mjög góð, þarf nú ekki annað en að skoða ásláttarvillurnar hér að neðan + einhverjar stafsetningarvillur. En hef komist að því að ég get gert mig skiljanleg á takkaborðinu þótt ég liggji upp í sófa með fartölvu í fanginu og kött í andlitinu þannig að ég sé ekki lykklaborðið.
Það er öskudagur í dag. Mér hafði alveg tekist að gleyma þessu þar til ég trítlaði inn í búð og nokkur hryllileg börn tróðust inn, enn hræðilegri en venjulega og byrjuðu að syngja. Er til eitthvað verra en börn í hóp að syngja? Hef heyrt að starfsfólk í verslunum sé með tremma fyrir þennan dag.
Eruð þið tvíburar?
Gvöð minn góður!!! Kommentakerfið er dottið út hjá Nornunum. Ég dey!!!
Jæja, ég var svo hrædd um að ég væri Charlotte.
![]() |
You Are Most Like Miranda!While you've had your fair share of romance, men don't come first Guys are a distant third to your friends and career. And this independence *is* attractive to some men, in measured doses. Remember that if you imagine the best outcome, it might just happen. Romantic prediction: Someone from your past is waiting to reconnect... But you'll have to think of him differently, if you want things to work. Which Sex and the City Vixen Are You Most Like? Take This Quiz Right Now! Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance. |
Var að horfa á einn af holgervingum karlmennskunar í kassanum í gær. Það er alltaf gaman að horfa á þessa gæja. Fyrir þá sem ekki vita þá eru í það minnsta tveir Hollywood leikarar sem eru ímynd karlmennskunar:
Það er konudagurinn í dag. Ég komst að því þegar ég hætti mér inn í bakarí í morgun. Vaknaði auðvitað snemma. Fyrst ég vakanaði snemma í gær þá auðvitað sofnaði ég á mjög kristilegum tíma í gærkvöldi sem leiddi til þess að ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun. Og þarna stóð ég í bakaríinu inn um öll viðhengin sem voru búin að rífa sig upp til að færa konuni bakkelsi í rúmið. Jæja, ef þetta færir þessum greyjum einhverja ánægju.
Gvöð hvað það er erfitt að þurfa að vakna um helgar. Mér leið eins og ég væri tonn að þyngd. Klukkan hringdi og ég rétt hafði það að slökkva á henni. Svo lá ég eins og skata á bakinu og gat mig hvergi hreyft. Meðan ég var að reyna að hreyfa þennan ógurlega þunga skrokk fóru undarlegustu hlutir í gegnum hausinn á mér. Skil ekki alveg hvernig hausinn á mér er víraður stundum.
Haldiði að mín hafi ekki bara verið í Háskólabíói í gær með hinu fína fólkinu. Það var verið að frumsýna tvær íslenskar myndir. Annars vegar kvikmynd og hins vegar heimildarmynd. Ég var á heimildarmyndinni. Guðni Ágústsson hélt stutta ræðu til heiðurs kvikmyndagerðarmanninum. Mann greyinu hefur ekki mikið farið fram í ræðuhöldum síðan ég varð þess vafasama heiðurs aðhljótandi fyrst að heyra hann tala.
"Guð sendi mig í lýtaraðgerð."
Var að átta mig á því að morgunrúnturinn minn tekur meira en klukkutíma. Á þessum tíma hlusta ég á útvarpið. Verð að hætta því eða finna nýjar útvarpsstöðvar. Það gæti reyndar orðið erfitt þar skjárinn á útvarpinu í bílnum ákvað að detta út um daginn. En semsagt eftir að ég gafst endanlega upp á einum útvarpsmanninum um daginn, meiri tónlist minna af öllu öðru, þá stilti ég aftur á Ísland í bítið. Ég held reyndar að fólk almennt sé bara farið að fara alvarlega í taugarnar á mér.
Viðbót við veiðileyfalistann:
Fólk sem ætti að veita veiðileyfi á:
Ok, hamingjustuðullinn hefur eitthvað lækkað undanfarna daga. Ég veit ekki hvað er í gangi. Maybe I'm going over to the darkside. Svo er veðrið svo skrítið. Finn fyrir undarlegri löngun til að flytja í kofa undir klettum með hálf-dauðum trjám í kring. Sé reykinn liðaðast upp úr skorsteininum upp í þungbúinn og rigningarlegan himininn. Kettirinir skjóttast í kring og hrafn situr á mæninium og krunkar.
Var auðvitað vöknuð löngu fyrir hádegi, eins og alltaf (ég er orðin svo gömul). Svo Ég ákvað að glápa á kassann og hvað haldiðið að ég hafi séð? Það eru komnir nýjir þættir með He-man. JIBBÍÍÍ!!!
Ok, ég missti mig í sjálfsprófum. Ég er samt ósátt við niðurstöðuna úr þessu síðasta. Alveg dæmigert eftir öll leiðindin undanfarið. Er búin að verða fyrir þvílíkum ofsóknum af hendi einhvers ofsatrúarpakks. Alveg merkilegt hvað þetta ofsatrúaða lið er ókristilegt í hugsun og hegðun. Þið megið vera trúuð fyrir mér, leyfið mér bara að vera trúlaus í friði.
Jæja, það var og...ég trúi samt ekki að allir þessir vitleysingar hafi rétt fyrir sér.
Ok, ég hélt að ég ætti ekki að komast að því að mér líkaði best við mig:-/
Ég hef áhyggjur af peningunum mínum.
Daggæsla...fyrir ketti.
Fegrunarráð ´ala Hel
Sé að fleiri en ég hafa fengið æði fyrir sjálfsprófum. Veit ekki afhverju ég hef gaman af þessu en ég geri það.
Gott gengur barninu til að berja hann föður sinn.
Einhver ládeyða að drepa mig bara svona almennt og yfir höfuð. Finn fyrir mikilli löngun til að liggja heima. Just hate that I do.
Ég er í fúlu skapi.
Hún er snillingur hún Sirrý.
Stundaskráin í dag er frekar brengluð og þess vegna er tvö ólík en tengd málefni sem hafa náð athygli minni.