Sunday, October 31, 2004

Of-sofin
Var kalt og þreytt í gær svo ég skreið upp í rúm, svona aðeins til að hlýja mér. Þetta var milli níu og tíu. Ég auðvitað sofnaði. Ég skreið hins vegar ekki fram úr rúminu í morgun fyrr en klukkan var langt gengin í ellefu. Var með öðrum orðum í rúminu í 13 klukkutíma. Man ekki eftir að hafa tekist það síðan ég var unglingur, þá eru ekki meðtalin skipti sem ég hef verið veik og legið rænulaus í rúminu í nokkra sólarhringa.

Ætla að reyna að skríða í föt og rúlla á Kjalarnesið og snyrta hófa á tveimur hrossum. Svo ætla ég að fara í kofann og halda áfram að púsla saman skápunum og ganga frá plastparketinu. Djöfull eru allar svona fíniseringar leiðinlegar. Er leiðinda kantur sem ég þarf að klæða. Hann er auðvitað mishár og svona gaman. Held að það sé ekki til hús á landinu sem er hornrétt. Gjörsamlega óþolandi.

|

Saturday, October 30, 2004

Hvað er með þetta verslunaræði íslendinga?
Ég þurfti að fara í tvær verslanir í dag. Rúmfatalagerinn og Húsasmiðjuna.
Áður en ég færi að eyða peningum ákvað ég að staðfesta að ég ætti einhverja. Svo ég rúllaði að bankaútibúinu í hverfinu. Þar var allt bara lokað og læst og ekki hægt að komast í hraðbankann. Svo ég neyddist til að fara í næstu verslunarmiðstöð. Ég ætlaði ekkert að gera nema prenta út stöðuna. Það tók tíma. Þegar ég kem stendur ein kona við hraðbankann og er að tala í símann. "Hvað er aftur pin númerið. Ég ætlaði að setja inneign á símann þinn, hvað er aftur númerið? En á mínum síma? Já svo þarf ég að fara í ríkið og..." Ok, geðslagið var ekkert til að hrópa húrra fyrir áður en ég kom inn. Ég komst loks í hraðbankann og náði að staðfesta inneign.
Síðan brunaði ég í Rúmfatalagerinn í Skeifunni, enn þokkalega tímaleg. Þar hitti ég fyrir ágætan afgreiðslumann sem gat afgreitt mig með vaskaskápinn og tilheyrandi fyrir kaffistofuna. En auðvitað var hængur á. Ég þurfti að sækja þetta á lagerinn sem er í smáranum. Þá var eiginlega búið útiloka að ég færi í Húsasmiðjuna í Súðavogi þar sem ég gat ekki farið þangað fyrir en ég var búin í Rúmfatalagernum. Ok, það er Húsasmiðjuverslun í Smáranum. Svo ég brunaði í Kópavoginn, sem bara svo í leiðinni þegar þú ert að fara úr Vogunum í Mosfellsbæinn.
Þegar ég kem á lagerinn þarf ég að bíða eftir afgreiðslu. Þegar blessaður drengurinn kemur skilur hann ekkert í miðanum sem ég er með og þarf að hringja eitthvað og eitthvað og eitthvað. Þá þarf auðvitað að bíða aðeins meira meðan hann er að finna vörurnar. Loksins þegar hann kemur með þær vantar auðvitað eitt. Þá þarf bíða pínu ponsu lítið meira.
Þá rúlla ég aftur fram fyrir hús til að fara í Húsasmiðjuna. Fékk stæði út í rassgati en það er allt í lagi, ég er þokkalega heilbrigð. Höfum það á hreinu að útibúið í Smáranum er ekki byggingavöruverslun heldur glorifide búsáhaldaverslun. Ég versla almennt ekki í svoleiðis. Hitti samt á mjög hjálplegan dreng í skrúfunum sem bjargaði miklu. Síðan fer ég á kassann. Oh, my god. Það var verið að afgreiða á tveimur kössum en það er ekki mikið að gera. Ég stilli mér upp við annan og allt í einu myndast langar biðraðir við báða out of nowhere. Það rennur upp fyrir mér að ég hef gert hræðileg mistök. Konan á undan mér er að láta stúlkuna á kassanum fletta upp einhverju húsfélagi sem er reyndar skráð á kennitölu einhvers manns sem býr í húsinu en hún man hana auðvitað ekki. Þegar þetta er búið að taka einar tíu mínútur eru hinar raðirnar farnar að styttast svo ég gefst upp og fer í röðina á næsta kassa. Þegar ég er komin þangað er heldur ekkert að gerast þar. Þar stendur karl með smáaurabudduna sína og er að telja upp úr henni. Ég verð ekki eldri. Þegar ég loksins kemst út á bílastæði sé húsfélagskerlinguna vafrandi fram og til baka að leita að bílnum sínum. Gott á þig asshole.
Nú er klukkan að verða tvö og ég þarf að komast úr Smáranum. Ég sver það. Það mátti ekki muna miklu muna að hausar myndu fljúga.

|

...þegar maður á svona vini
Ok. Kannski varð einhver misskilningur í gær.
Vinkona hringdi í mig í dag. Var pínu sár yfir færslunni hér að neðan. Ég er mun sáttari núna en í gær. Samstuð þurfa ekki endilega að vera slæm.
Ef það fór framhjá einhverjum, þá reif símtalið í gær ofan af sári sem er búið að vera ígerð í síðan í sumar. Mér sárnaði pínu lítið. Ég er mun sáttari núna. Takk vinkona.
Just for the record. Þá er litli bróðir enn á skilorði.

|

Friday, October 29, 2004

Það þarf ekki óvini...
Klukkan 17:25 á föstudegi, símtal.
Vinkona: Heyrðu, við litli bróðir erum að fara á sýninguna fyrir austan fjall. Vilt þú koma með?
Ég: Hvenær ákváðu þið það? Ég fékk aldrei neitt svar við sms-inu sem ég sendi ykkur. Hélt að þið hefðuð ekki áhuga?
Vinkona: Eeee, bara uuu.
Ég: Var nú alveg búin að gefa þetta upp á bátinn. Ætlaði bara að vera heima með mæðgunum og horfa á Idol.
Vinkona: Við ætlum að leggja af stað rúmlega sex, ef þú vilt koma með.
Ég: Ég er nú reyndar upp í hesthúsi núna. Geri ekki ráð fyrir að koma með.
Vinkona: Ok, hringir bara ef þú ætlar að koma.
?????????????

Var svo sem við öðru að búast? Eftirfarandi er smá saga frá því í sumar.

Það var ákveðið strax síðasta vetur að ég, vinkona og litli bróðir ætluðum að fara á Landsmót. Við ætluðum að vera þrjú saman í trausta 20 ára tjaldvagninum sem vinkona á.
Síðan líður að vori og þá kemur í ljós að dönsk vinkona vinkonu ætlaði að koma til landsins og koma með. Allt í góðu með það, fín stelpa. En þá er komið vandamál. Við komumst ekki fjögur í tjaldvagninn. Mér finnst það nú ekki mikið mál. Ég á líka þetta fína kúlutjald sem er hægt að sofa í og tjaldvagninn er alveg nógu stór til að rýma okkur fjögur í sæti til að borða ofl. En nei. Það er ómögulegt. Litli bróðir vill það ekki. Hann vill hafa stærra tjald. Alveg ómögulegt að vera svona mörg í tjaldvagni og kúlutjaldi. Svo upphófst mikil leit að viðeigandi tjaldi. Litli bróðir fékk svo lánað gamalt tjald sem var nægilega stórt að hans mati og varð úr að það var tekið með.
Þegar nær dregur blessaðri útilegunni þá bætist við fimmta manneskjan. Sænsk vinkona vinkonu og ætlar hún að vera með í tjaldvagninum. Ok, þekkti hana voða lítið en þetta litla var allt í lagi.
Síðan upphefst ævintýrið mikla. Þriðju nóttina kemur þessi yndislega slagveðurs rigning. Allt rennandi blautt. Vinkona algjörlega svefnlaus um nóttina svo hún sefur fram undir miðjan dag. Litli bróðir illa fúll yfir að hafa ekki komist í milliriðil svo hann stingur af með einhverju fólki á Selfoss. Svo þarna er ég ein með dönsku og sænsku vinkonunum. Þær voru alveg fínar en við höfðum bara ekki alveg áhuga á sömu hlutunum.
Til að gera langa sögu stutta þá endar með því að litli bróður er boðið að gista í einhverju fellihýsi sem hann þiggur, því það er alveg ómögulegt að sofa í þessu tjaldi, sem hann fékk lánað, og ég á nú að sofa í ein því það komast jú ekki nema þrír í tjaldvagninn.
Þegar hér var komið var ég nú bara orðin þreytt og svekkt á öllu saman, svo ég fór heim. Eftir á skildu svo vinkona og litli bróðir ekkert í því hvað ég hefði verið fúl og erfið á Landsmótinu.

|

Thursday, October 28, 2004

Dú dú dú
Notaði þumalskrúfurnar og dró litla bróður, sem er reyndar hærri en allir aðrir, með mér í kofann til að hjálpa mér að setja upp plötuna í loftið. Mundi eftir stiganum líka. "Þú ert biluð" og "Ég get ekki haldið þessu" hljómaði nokkrum sinnum en ég lét það sem vind um eyru þjóta og hélt áfram. Nú er platan komin í loftið og mjög lítið eftir áður en ég get farið að mála. Þá er stóra spurningin hvort ég eiga að mála allt upp á nýtt þannig að það verði samlitt og smart eða á ég bara að kaupa svipaðan lit og er á helmingnum og mála nýja hlutan? Það er minni vinna en ekki alveg jafn smart. Og það verður jú að vera smart. Svo er hausinn á mér farinn að hringsnúast því ég veit ekki alveg hvort ég hafi efni á þessu öllu. Málningin er ekki vandamálið heldur allt hitt. Látum oss sjá. Það eru krossviðarplöturnar á alla veggi, nýju gluggarnir, bárujárnið á framhliðina, milligerðin í stíurnar og ef ég klára kaffistofuna, sem ég verð eiginlega að gera, þá bætist við eldhússkápar, vaskur, plastparketið, kannski panell, loftljós og ég ætlaði að sauma nýjar gardýnur. Þetta hljómar pínu mikið. Og ég sem ætla að taka inn í desember.

|

Wednesday, October 27, 2004

Aðgangur að gróðurhúsi óskast
Skilst að það getur hjálpað við skammdegisþunglyndi.

Er ekki að koma neinu í verk að ráði. Gerði reyndar heiðarlega tilraun til að drepa "tvibbann" í gær, það vakti ekki mikla lukku. Var að reyna að troða spónaplötu í loftið á kaffistofunni sem ég er að stækka, út af því að það var bara ekki nóg að gera kofann fokheldan. Málið var hins vegar að ég hafði gleymt að taka með mér stiga. Svo ég stóð upp í ræfilslegum tréstiga sem ég lagði upp við vegginn. Stillti "tvibbanum upp á valtan plastkoll úr Ikea og sagði henni að ýta plötunni upp með kúbeininu. "Tvibbinn" reyndar fullyrti að þetta væri ekki hægt en lét samt hafa sig út í prófa. "Jú jú, lyftu bara". Vel þekkt orð sem ég læt oft falla. Svo var aumingja "tvibbinn" að reyna að ballisera plötunni á kúbeininu meðan að ég stóð með hendur upp í loft og var að reyna stýra. Þetta var allt að koma þar til að mér varð það ljóst að það væri ekki séns að ég gæti haldið þessu lengur, hvað þá nelgt líka. Ég varð því að játa mig sigraða að sinni. Það eru reyndar viðbrögð sem ég fæ oft þegar ég er að gera eitthvað, "Þú ert biluð!!!". Ég verð nú bara að segja að það er engin afsökun. Öllum er það fullljóst að ég er löglega geggjuð and they know that going in.

Litlu er vöggur feginn. Ég varð mjög ánægð að heyra að stjúppabbavibbinn sem misnotaði stjúpdóttur sína skildi í alvöru fá alveg heil þrjú ár. Sem er bara með hæstu dómum sem hafa fallið í kynferðisglæpum. Helvítis auminginn framdi svo sjálfsmorð. Mín fyrstu viðbrögð voru að fagna þegar ég heyrði það. Það væri munur ef þessi ógeð myndu bara gera það. Svo rann allt í einu upp fyrir mér að stúlku greyið eigi líklega eftir að fá enn meiri sálræn vandamál í kjölfarið. En það er auðvitað það sem þessi viðbjóður hefur ætlað sér. Langar helst að vekja hann upp frá dauðum, pína aðeins og drepa hann svo aftur.

|

Monday, October 25, 2004

Andleg ládeyða, vesen og volæði
Skammdegisþunglyndi er alveg að fara með mig, það getur ekki verið neitt annað. Hef ekki orku né áhuga til gera neitt. Allt fer í taugarnar á mér.
Veðrið er alveg upplagt til að fara að gera eitthvað í fokhelda kofanum en ég sit hér með dregið fyrir til að loka úti sólina og blogga um ekki neitt.

Reyndi að horfa á Troy um helgina en hélt ekki fullum áhuga og var á stöðugum þönum fram og til baka. Svo fannst mér Hollywood ganga svívirðilega langt í rangfærslum. Hvernig er hægt að fara svona með jafn þekkta sögu? Agamemnon og Menelás komust báðir lífs af. Akkiles hins vegar lifði ekki að komast inn fyrir múra Tróju. Stóru hlutverki guðanna var algjörlega sleppt úr. Stríðið tók tíu ár en í myndinni er ekki gott að sjá hvort þetta á að gerast á nokkrum dögum eða vikum. Ambáttin sem Akkiles heldur við er með sama sárið á nefinu alla myndina sem hefði nú átt að gróa á tíu árum. Hektor var svo virtur af guðunum að þegar Akkiles dró hann þrjá hringi í kringum Tróju þá vernduðu guðirnir líkið til að faðir hans gæti veitt honum viðeigandi útför. Í lok myndarinnar lætur París svo ungan dreng að nafni Eneas fá sverð Tróju og það ekkert útskýrt nánar. Eneas þessi var hins vegar sonur Afródítu og Trójubúa og kemur til með að halda uppi merki Tróju. En hey! Afhverju ætti nokkru máli að skipta hvernig NOKKUR ÞÚSUND ÁRA SAGA ER.

Svo er umferðin alveg að drepa mig. Allt fullt af fíflum út um allt. Það er miklu betra að negla niður því að þú sérð ekki neitt og láta svo næsta bíl fyrir aftan keyra á þig. Keyra á báðum akreinum því við höfum enga hugmynd um hvert við erum að fara. Og svo mitt persónulega uppáhald þegar fólk lullar yfir á vinstri akrein þar sem ég er að koma á leyfilegum hámarkshraða, 80 km/kls, svo ég þurfi að snarnegla niður. Hér er gott viðmið. Ef þú ert almennt að skíta á þig þegar þú ferð út í umferðina þá ættir þú ekki að vera að keyra.

Læt þetta duga í bili. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað maður getur spúð miklu eitri yfir heiminn í einu.

|

Saturday, October 23, 2004

Smáfuglar
Ég er orðin svo meir með aldrinum. Ég tók mig til í gær og hennti út öllum brauðafgöngum. Í morgun voru hópar af smáfuglum að gæða sér á brauði.

Munið eftir smáfuglunum. Það er farið að kólna og erfitt fyrir þá að finna æti.

|

Wednesday, October 20, 2004

Það var eitthvað
You are too annoying to have a boyfriend. Whenever a guy asks you out you glare, or walk away, or yell at him for being a stupid jackass. Calm down and try to see the guys good
You are too annoying to have a boyfriend. Whenever
a guy asks you out you glare, or walk away, or
yell at him for being a stupid jackass. Calm
down and try to see the guys good sides, they
can't be demons sent to eat your head.

What kind of boyfriend would you have?(with pics and obviously for girls^^)
brought to you by

|

Urrr...
Vér erum ekki ánægð. Veit raunar að skattar og skyldur vorar eru að íþyngja oss. Síðan er drungalegt haustið með myrkri sínu og kulda að gera út af við oss. Það er ekki búið að vera heilbrigt veður á þessu skíta skeri undanfarið.
Ég fór loksins á Kjalarnesið þar sem meirihlutinn af hrossunum mínum er. Þar eru bara búnir að vera 52m/sek í hviðunum síðustu daga. Svo það var nokkuð ljóst að ég þyrfti að kíkja á liðið. Allt gott að frétta á þeim vígstöðvum. Geldinga bjánarnir sem eru búnir að vera að slást um yfirráðin í "stóðinu" eru búnir að ná sáttum. Ekki að það hafi verið mikil hætta að þessar hlussur myndu fjúka eitt eða neitt. Þrjár dömur þyrftu nauðsynlega að komast inn til að hefja þjálfun ef þær eiga að vera komnar í einhverskonar form næsta vor. En það er auðvitað ekki hægt. Það er yndislegt að koma í kofann sem er ekkert nema bárujárnið sem vindurinn hefur lamið miskunarlaust í blíðunni síðustu daga. Ég er búin að rífa allt sem hægt er að rífa út úr kotinu. Nú bíð ég bara eftir að sæti smiðurinn hafi tíma til að koma að hjálpa mér. Ef hann hefur ekki samband fyrir mánaðamót þá hringi ég í hann og sýni honum verri hliðina þótt hann sé sætur.
Nú er ég alveg að komast að point-inu. Á leiðinni heim lennti ég í fífli. Þegar ég kom í gegnum Mosfellsbæinn kemur eitthvað fífl aftan í skottið á mér og hangir þar. Þetta var milli fimm og sex og umferðin eftir því. Ekkert hægt að fara fram úr og það eina sem var hægt að gera að fylgja umferðinni. En nei. Það verður að keyra alveg upp í rassgatinu á mér. Einhver karlmannsasni á fertugsaldri líklega nýbúinn að fá jeppa og er samt enn með lítið undir sér og verður auðvitað að keyra eftir því. Ok, ekki keyri ég í gegnum bílana fyrir framan mig og þar sem litli burrinn minn er næstum tvö tonn þá hef ég smá pláss fyrir framan, bara svona ef ég skyldi þurfa að NAUÐHEMLA eða eitthvað álíka smáræði. Þegar hér er komið er ég farin að verða frekar mikið pirruð. Litli bróðir voða hissa í framsætinu yfir þessum pirring og keyrslunni. Svo rétt áður en gatan verður tvíbreið, þegar komið er undir brúnna sem tengir Grafarholt og Grafarvog, ætlar fíflið að fara vinstra megin við mig. HALLÓ!!! Þegar gatan verður tvöföld þá bætist hægri akreinin við og ég kem á vinstri. En þegar hér er komið er gatan ekki orðin tvöföld og hvert í andskotanum á ég að fara? Síðan fer ég yfir á hægri því allt hitt liðið heldur áfram að lulla á vinstri. Fíflið kemur loks á eftir mér á öðru hundraðinu. Síðan þegar hann fer loks fram úr er hann með kerru í eftirdragi. Það síðasta sem ég sá af fíflinu var þegar ég fór fram úr honum því hann var að beygja til hægri en ég hélt áfram. Öll þessi læti og fór svo ekkert hraðar.

Rúsínan í pylsuenda dagsins er svo auðvitað dómarasnillingurinn sem var að gefa út barsmíðaleyfi á sambýlis- og eiginkonur. Alltaf gaman af því. Svo ef ég fer í sambúð og fer eitthvað í taugarnar á sambýlingnum þá getur hann bara lamið mig þar til ég er meðvitundarlaus og svo þegar aðspurður þá segir hann: "Ég HÉLT að hún væri að halda framhjá mér." Það er svona get out of jail freecard. Þá segir dómarinn að ég hafi kallað yfir mig barsmíðarnar og þar af leiðandi þurfi ekki að refsa manninum.

OG SVO ER FÓLK HISSA AÐ ÉG SÉ EKKI Í SAMBÚÐ!!!

|

Tuesday, October 19, 2004

Kennitölur
Fólk virðist voðalega viðkvæmt fyrir kennitölunni sinni. Mörgum er meinilla við að gefa hana upp. Svo heyrði ég í dag í útvarpinu í manni sem vildi taka upp gömlu nafnnúmerin. Af hverju? Jú honum var svo illa við að gefa upp hvað hann væri gamall.
Mér finnst mjög þægilegt þetta kennitölufyrirkomulag. Það er auðvelt að muna kennitöluna sína. Það eru í raun bara þrír tölustafir sem þarf að leggja sérstaklega á minnið. Ég þarf að muna nóg af öðrum tölum án þess að þurfa að muna nafnnr. líka. Það eru ótal pinnr. sem þarf að muna og auðvitað má ekki hafa skrifuð hjá sér. Svo eru bankanúmer og leyninúmer og guð má vita hvað fleira. Ég legg mjög fá símanúmer orðið á minnið. Flest eru geymd í gsm símanum. Þau sem ég nota oftast man ég reyndar en ég væri illa stödd ef týndi gemsanum.
Alltaf eru að heyrast háværari raddir sem væla yfir persónuvernd. Á sama tíma er verið að gefa út debetkort sem ganga sérstaklega út á það að skrá allt sem þú kaupir. Er ekki lagi með fólk?
Mér er reyndar alveg sama þótt allt sé skráð sem ég geri. Og allt sem ég geri er meira og minna skráð einhversstaðar og líka allt sem allir aðrir gera. Ég geng með gsm daglega. Það kom í ljós fyrir nokkru að morð upplýstist að stórum hluta vegna þess að hægt var að sjá að morðinginn og fórnarlambið voru staddir á sama stað á þeim tíma sem fórnarlambið hvarf. Þetta var gert með að staðsetja gsm síma beggja aðila eftir á. Já gott fólk, það er hægt að rekja ferðir ykkar eftir á með því að athuga á hvaða mótökusvæði gsm síminn ykkar var. Svo skráist hjá bankanum í hvert skipti sem ég nota debetkortið mitt og hjá kreditkortafyrirtækinum í hvert sinn sem ég nota kreditkortið. Ofan á þetta eru næstum allar verslanir komnar með tölvuvædda kassa sem gerir það að verkum að þegar ég borga með korti sést nákvæmlega hvað ég kaupi. Á videoleigunni þarf ég að gefa upp kennitölu og í tölvuna þar skrást allar myndir sem ég tek. Ef ég er með bókasafnskort þá er hægt að fletta upp öllum bókum sem ég tek. Það er meira að segja hægt að taka tölvuna mína og athuga hvaða síður ég skoða á netinu. Að ógleymdum hraðamyndavélum á gatnamótum. Öryggismyndavélum í verslunum og á ákveðnum stöðum í miðbænum. Fyrir stuttu var gerð könnun á því hvað fólki fyndist um að gefa lögreglunni leyfi til að hlera síma þótt að heimild hefði ekki fengist. Hugmyndin var þá að nota upptökutæki og ekki mætti nota hlerunina án heimildar en þetta kæmi í veg fyrir að lögreglan missti af mikilvægum upplýsingum á meðan hún væri að útvega heimild. Yfirgnæfandi meirihluta þótti þetta í góðu lagi.
Hins vegar var kennitala maka tekin út úr þjóðskrá. Þú mátt ekki lengur sjá hvort viðkomandi sé giftur eða ekki. Af hverju í ósköpunum ætti það að vera leyndarmál hvort einhver sé giftur eða ekki?
Síðan var því breytt að hægt væri að hafa frjálsan aðgang að þjóðskrá á netinu. Þeir sem hafa heimabanka td. geta hins vegar enn komist í þjóðskrá á netinu.
Er það bara mér sem finnst þetta vera þversögn?

|

Thursday, October 14, 2004

Vort daglega væl...
Mál málanna í gær var Durex könnunin. Áður en ég tjái mig frekar er vert að taka fram að talsmaður Durex á Íslandi tók fram að könnunin uppfyllti ekki vísindaleg skilyrði og því bæri frekar að taka hana sem vísbendingu en staðreynd.
Samkvæmt könnuninni gera íslendingar það 120 sinnum á ári. Ég þyrfti að vera dugleg næstu vikurnar ef ég ætlaði að ná því meðaltali þetta árið. Reyndar næ ég engu meðaltali í þessari blessuðu könnun. Ég vissi svo sem alltaf að ég væri ekki normal en það er alltaf gaman að fá það sannað með könnun. Ég svaf sem sagt ekki hjá í fyrsta skipti fyrir 15 ára aldur, hef ekki átt tólf rekkjunauta og á ekki titrara. Titrara??? Samkvæmt könnuninni þá á helmingur þjóðarinnar titrara. Why? Svona í fyrsta lagi miðað við þessa tölfræði ætti hver einasta kona á landinu að eiga titrara. Ég veit að ég á ekki einn og ætla gefa mér að ég sé ekki svo furðuleg að vera eina konan á landinu sem á ekki slíkan. Ef við gefum okkur það þá ættu eitthvað af þessum 50% að vera karlmenn. Til hvers eiga karlmenn titrara? Hversu lítill eða lélegur er hægt að vera? Í öðru lagi hef ég aldrei skilið þetta titrara dæmi. Hvað á maður að fá út úr þessu nákvæmlega? Hart plasttæki sem titrar. Minnir mig ekki á neitt sem ég kannast við. Held að sjálfs sé höndin hollust í þessu dæmi. Svona þar fyrir utan er það vinsæl pyntingaraðferð gefa fólki raflost í kynfærin. Myndi aldrei sjálf viljug setja neitt sem gæti gefið rafstraum nálægt þessu viðkvæma svæði. Hélt líka að rafmagn og bleyta færu aldrei vel saman.
Þessu tengt.
Var að glápa á kassann í kvöld (aldrei þessu vant). Þar á meðal King of Queens. Þátturinn snérist um einhvern æðislegan kvensjúkdómalækni sem mátti ekki missa. OK, samkvæmt bandarísku sjónvarpsefni þá virðast bandarískar konur fara mjög oft til kvensjúkdómalæknis. Why? Ég persónulega hef farið einu sinni og gæti ekki fyrir mitt litla líf munað nafnið á manninum (kalla bara gott að muna að það var maður). Ég hef heimilislækni og tannlækni en ekki kvensjúkdómalækni. Til hvers? Hvað gerir þetta lið svona merkilegt að það þarf að hafa fastan kvensjúkdómalækni? Ég meina ef það er allt normal, þurfa konur þá nokkuð að fara svo oft?
Það skal reyndar viðurkennast að ég greinilega úti að aka þegar kemur að þessum málum eins og svo mörgu öðru. Sat opinmynnt eins og asni þegar vinkonur mínar voru að ræða sveppasýkingar og jógúrt á sama tíma. Who knew?

|

Tuesday, October 12, 2004

Ég er svooo þreytt
Ég er að deyja. Þegar ég kom í kofann langaði mig bara að setjast niður og stara út í loftið. Það verður að viðurkennast að bjartsýnisdugnaðurinn sem keyrði mig áfram er eiginlega á þrotum. Það er skrokkurinn á mér líka. Ég er komin með svo mikið af harðsperrum eða einhverju í bakið og axlirnar að það er sárt að anda. Ég er ekki að grínast. Ég sef varla á nóttinni því það er engin stelling nógu góð. Svo er ég auðvitað enn þreytt þegar ég vakna. Í kvöld tók ég fjórar 400mg íbúfen (já ég veit að það er of mikið) og sat með hitapoka við bakið en fann samt til. Verð að reyna að hringja í þennan þumba lækni sem ég er með. Eini kosturinn við hann er að er yfirleitt alltaf tilbúinn til að skrifa upp á lyf. Ég get samt ekki beðið eftir að hann drullist á eftirlaun svo ég geti fengið nýjan heimilislækni.
Ég er samt langt komin í niðurrifinu, mikið meira en hálfnuð. "Tvibbinn" kom í dag til að hjálpa mér. Ekki það að við kæmum neinu rosalegu í verk, ég talaði svo mikið. En það er óneitanlega skemmtilegra að hafa mannlegan félagsskap. Ekki það að kettirnir séu ekki rosa ánægðir með viðveru mína og nota tækifærið óspart að láta klappa sér. Það létti bara einhvern veginn lundina mjög mikið bara að hafa hana á staðnum. Hefði verið sama þótt hún hefði bara setið þarna (sem gerði auðvitað ekki) það jók strax vinnugleðina hjá mér.

Ég hef reyndar ekki orku til að tala um það almennilega en ætla samt að hafa orð á tvennu sem er að ergja mig.

Fíflið sem er framan á DV. Ætlar að stofna nasistaflokk. Verðum að losa okkur við nýbúana. Það er einmitt það sem við þurfum. Ég veit að það er málfrelsi í landinu en um leið og það kemur einhver fram til að leiða hópinn þá allt eins víst að fávitarnir sameinist. Ég er nefnilega dálítið hrædd um að það séu nokkuð margir á sömu skoðun og hann. Veit að ég sjálf er ekki alveg sátt hvernig staðið er að innflytjenda málum. En ég vil nú samt fá einhvern skynsamari til að sjá um þetta. Finnst allt í lagi að fólk flytji til landsins en ég er íslendingur og vil búa í íslensku samfélagi, ekki fjölþjóðasamfélagi. Er ekki að segja að neinn þurfi að ganga í þjóðkirkjuna og heita Guðríður um leið og viðkomandi flytur til landsins en það hlýtur að vera einhver millivegur. Tjái betur um þetta þegar ég er hressari.

Svo er það auglýsingin frá Hellmans majónesi. Þessi með hallærislegu kvenmannsröddinni í útvarpinu. "Ég heiti Linda. Ég er vel vaxin með stór brjóst og grannt mitti o.s.frv." Karlmannsröddin á hins vegar veitingastað og notar aðeins besta hráefnið. Reynið að taka eftir þessari auglýsingu og þá skiljið þið (vonandi) af hverju ég mun aldrei versla Hellmans majónes.

|

Monday, October 11, 2004

My babypictures
"Tvibbinn" komst í skanna og er það uppáhaldsiðjan þessa dagana. Svo ég trítlaði með nokkrar myndir af "börnunum" mínum. Þið getið skoðað þær hér til hliðar.

|

Superman dáinn
Það kom að því að við misstum Superman. Christopher Reeve er dáinn. Fannst það alveg hræðilegt þegar hann lamaðist á sínum tíma. Kannski of nærtækt fyrir mig. Ekki það að ég stundi hindrunarstökk af miklum móð. Ég er ein af þessum bjánum sem á svo erfitt með að nota hjálm, fer bara í taugarnar á mér. En staðreyndin er að ég hef miklu meiri áhyggjur af því að brjóta á mér hryggin en hausinn. Góðar líkur á því að drepast bara ef ég brýt á mér hausinn sem kemur ekki til með að skipta mig miklu máli því ég væri dauð. Aftur á móti finnst mér það hræðileg hugsun að mænuskaðast og lifa það af. Svo ég vitni nú í eina hetjuna mína, "Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að lifa af." Það hræðir mig miklu meira. Ég hef kynnst sársauka og er ekkert voða spennt fyrir þeirri upplifun.
Svo ég snúi mér að öðru. Heyrði bara seinni hlutan af fréttinni um dauða Supermans svo ég fór inn á mbl.is til að staðfesta fréttina. Ég er EKKI hrifin af breytingunum á þeirri síðu. Er þetta fréttasíða eða auglýsingasíða? Það pínu erfitt að lesa fréttirnar þegar rauðir póstbílar keyra yfir textann. Það er allt of mikil hreyfing á síðunni. Ég veit að þetta er gert viljandi til að draga athyglina að auglýsingunni en COME ON! Það er allt á fullri ferð. Mótmæli þessu hástöfum og hafa heimsóknir mínar á þessa síðu stór minnkað. mylja.mbl.is getur kannski komið þessu á framfæri.

|

Sunday, October 10, 2004

Á ég eða á ég ekki?
Að setja link á "tvibbann"? "Tvibbinn" bloggar undir nafni og er þar að auki búinn að setja inn mynd af mér. Það væri náttúrulega lokaskrefið út nafnleysisbloggskápnum. Have to think about this. Big step, big step.

|

DV
Núna áðan trillaði ég mér inn á uppáhalds matsölustaðinn minn eftir langan dag. Meðan ég var að bíða notaði ég tækifærið og fletti í gegnum DV frá því á laugardaginn. Þar var sagt frá því að Stefán Karl væri að selja húsið á Suðurgötunni sem hann er búinn að sýna þrisvar í Innlitútlit. Hann er að flytja til Hollywood í kjölfar vinsælda Latabæjar. Raunar var fréttin ekki alveg svona. Í fréttinni voru Stefán Karl OG Steinunn Ólína að selja húsið SITT og flytja út. Auðvitað á Steinunn Ólína eftir að eiga góða möguleika á að slá í gegn líka samkvæmt DV. Jehh right.
Það er ekki það að ég taki ekki ofan fyrir Steinunni fyrir að stinga undan yngri konu og ná sér í yngri mann sem þar að auki er nýbúinn að fá verkefni sem hann fær borgað 100 milljónir fyrir. En höfum það alveg á hreinu að það var Stefán sem keypti og borgaði húsið þótt hann hafi svo algjörlega leyft Steinunni að innrétta og eyða peningum að vild. Ekki það að Stefán eigi ekki alveg séns á að slá í gegn úti en ekki Steinunn. Sorry sweatheart. Hún er bæði of gömul og frekjuleg fyrir Hollywood. Það er líka spurning hversu lengi hún heldur í Stefán ef hann slær í gegn.
I just don't like her. She's too bitchy for my taste.

|

Saturday, October 09, 2004

Je dúddi minn
Eins og allt annað sé ekki alveg að drepa mig þá þarf ég að vakna í fyrramálið til að vera ókeypis vinnuafl fyrir múttuna. Smiðurinn er að fara vinna fyrir hana og ég á að þjóna sem handlangari. Bjarta hliðin er nú samt að smiðurinn er ekkert ómyndarlegur og við erum búin að koma upp svona skemmtiflört sambandi.
Hei! "Tvibbinn" sagði að ég ætti að fara að leika við stóru börnin.

|

Kofinn er að hrynja
Smiðurinn kom að kíkja á kofann. Jú, jú. Þetta er allt fúið og morkið og illa farið. Það þarf að skipta um skósætið ofl. Hefði betur ekkert verið að rífa þetta af. Hefði bara átt að klæða yfir fúann og drulluna eins og allir aðrir. Svei mér ef kofinn hefur ekki stækkað um nokkra fermetra eftir að ég reif allar þessar klæðningar af. Hann er reyndar fokheldur núna en hva!
Það hefði ekki einu sinni borgað sig að kveikja í kofanum því tryggingin er lægri en það sem ég borgaði fyrir kofann. Allt þetta yndislega uppsprengda góðæri. Ekki það, helvítið er svo gegnum blautt að það hefði sennilega ekki logað nógu lengi.
Það er víst ekkert að gera annað en að bíta á jaxlinn, setja undir sig hausinn og keyra áfram eins og venjulega. Dugar skammt að sitja og barma sér. Annað hvort það eða fara í heitt bað og opna á sér úlnliðina. Ég er bara meiri sturtu manneskja.

|

Vinátta
Það tekur langan tíma að eignast gamla vini.
Mér þóttu þetta flott orð. Ég hef séð fólk sem á gamla vini. Pabbi gamli átti gamla vini, vini frá barnæsku. Kannski er ég ekki orðin nógu gömul. Kannski þarf gömul vinátta að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég á ekki gamla vini. Einhverra hluta vegna þynnist vinskapurinn alltaf út. Kannski er það mér að kenna. Líklega er það ég. Það eina hef þessi sambönd hafa átt sameiginlegt er ég.
Er ég vonlaus vinur? Ég hélt ekki. Veit ekki hvað það er sem ég geri rangt. Ég hélt að það væri eðli vinasambands að þróast áfram og breytast. En ég lendi alltaf á vegg. Þegar ég lendi á veggnum er yfirleitt allt búið. Ég verð eftir á veggnum meðan aðrir halda áfram. Allir bera mér góða sögu, það vantar ekki. En þeir gera það úr fjarska.
Í vor lennti ég á vegg. Höggið var svo mikið að þessu sinni að ég varð hálf vönkuð og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Reyndar var ég svo vönkuð að ég er búin að vera vönkuð í allt sumar. Ég hreinlega skildi þetta ekki. Hvað gerðist nú? Hvað fór framhjá mér núna? Það er að koma vetur og ég er engu nær. Það eina sem ég er búin að átta mig á er að ég sit föst á veggnum og allir aðrir eru löngu farnir.
Það er víst tími til kominn að sætta sig við orðinn hlut. Life's a bitch and then you die.

|

Friday, October 08, 2004

Kofinn er að hrynja
Ég er bólgin, blá og blóðug á höndunum eftir niðurrifið. Sýnist á öllu að ég hefði ekki átt að leggja þetta á hendurnar á mér. Hefði verið auðveldara leigja bara gröfu og ryðja kofanum niður. Þetta hafa verið snillingar sem áttu kofann á undan mér. Ég eyddi deginum í að rífa niður NOKKUR lög af rakaskemmdum veggklæðningum. Hefði kannski verið gáfulegra að komast í veg fyrir rakann í staðinn fyrir að setja bara nýja veggklæðningu til að fela rakaskemmdirnar.
Vinurinn minn hinu megin við götuna kom að kíkja á þetta allt saman. Sagði að ég ætti að fá fagmann til að líta á kofann. Væri spurning hvort ég þyrfti ekki að skipta um allt veggsætið. Ó vei. Veggsætið liggur undir veggnum endilöngum. Þarf ég þá ekki að rífa niður allan vegginn? Ég orkaði ekki einu sinni að spyrja. Ég vildi ekki heyra svarið. Ég vissi að ég hefði bara átt að sitja heima í dag. Núna er það of seint. Buhuhuhu.

|

Andleg ládeyða
Vá, það hefur ekki komið frumleg hugsun inn í hausinn á mér í nokkra daga núna. Ég eyði auðvitað öllum frítíma í að sveifla kúbeini af miklum móð. Fíla það reyndar alveg í botn. Kúbeinið það er að segja. Var að spá í að fara að ganga um með það svona almennt. Það er samt líklega ekki góð hugmynd.
"Tvibbinn" var spyrja hvort það væri ekki allt í lagi. Fannst þetta með lifrina eitthvað to much. What do you mean??? Flash Gordon has landed. Ég ákvað að setja þetta inn með skáldaleyfi og stílfært svona til að fólk færi ekki á taugum. "Já sko. Það er aldrei vita þegar þú átt í hlut." Huhh! Vona bara að hún bíði með að gefa úr mér heilann til rannsókna þar til ég er dauð, ég gæti þurft að nota hann í millitíðinni. Mér var sem sagt tilkynnt það fyrir nokkrum árum að ef ég myndi deyja á undan þá ætlaði hún að gefa úr mér heilann til rannsókna. "Hann hlýtur að vera að stórfurðulegur."
En ég hef verið að lenda í því að vinir og kunningjar hafa trítlað léttfættir upp að mér og spurt blíðróma hvort ég hafi það ekki gott og hvort allt sé ekki í lagi. "Ég var að lesa bloggið þitt og ..." Take a chillpill, I do. Og ég hef oft þurkað út helminginn áður en ég posta. Það er eins gott, annars væru búnir að banka upp á hvítklæddir menn með spennitreyju.

|

Wednesday, October 06, 2004

Fáviti!!!
Ef þú ákvaðst að leita af skrifum um þig á netinu, fórst á Google og slóst inn fáviti og endaðir svo hér er það ekki mér að kenna.

|

Monday, October 04, 2004

Af gefnu tilefni...
...vil ég taka fram að þótt 99,99999% prósent af frásögnunum hér á síðunni eigi sér stoð í raunveruleikanum, þá tek ég mér skáldaleyfi og færi í stílinn.
Mér leiðast kvenlegir varnaglar alveg ógurlega en í þessu tilfelli er brennt barn að forðast eldinn.

|

Vertu bara róleg, það er ekki gott fyrir þig að verða svona æst.
Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér er það þegar fólk segir mér að vera róleg. Þú gætir alveg eins notað olíu til að slökkva eld. You wanna raging inferno? Just tell me to calm down.
Þoli ekki þegar horfir á mig með þennan ömurlega vorkunnar svip. "Reyndu bara að slaka á. Það er ekki gott fyrir þig að æsa þig svona." M.ö.o. Það er ekki hollt fyrir fólk eins og ÞIG að skipta skapi eins og eðlilegt fólk. Það er sjúklegt þegar þú skiptir skapi. Guð má vita hvað þér dettur í að gera ef þú ferð að æsa þig eitthvað svo vertu bara RRRRÓÓÓÓÓÓÓLLLLLLEEEEEGGG.
Næst þegar einhver segir mér að vera róleg þá ríf ég úr honum lifrina og ét hana á meðan viðkomandi horfir á mig skelfingu í augum meðan hann finnur lífið fjara út með hverjum hjartslætti. Than we'll see who's upset.

|