Saturday, January 31, 2004

Merkið þennan dag inn á dagatalið hjá ykkur. Þetta er merkisdagur. Í dag var mér bent á fyrsta gráa hárið á mínu annars lýtalausa höfði. Verð að viðurkenna að mér brá minna en ég hefði búist við. Það er kannski vegna þess að ég hef fordæmi sem hafa sýnt að við gránum hægt í minni fjölskyldu, hvort sem við byrjum snemma eður ei. Ég hljóp ekki til og keypti mér fyrsta pakkann af háralit. Það er alltaf gaman þegar manni tekst að halda mottóin sín. Ég hafði samt alltaf hugsað mér að klippa af mér makkann þegar að grái liturinn yrði ríkjandi. Nú í seinni tíð hef hins vegar íhugað að halda í makkann þótt hann verði grár. Svona peysufatafljéttur eins og var talað um í gamla daga. Framtíðarsýn mín er fögur. Kjaftfor lítil kerling, með sítt grátt hár, keyrandi um á stórum trukk, búandi með hundrað köttum, æpandi á börn og unglinga. Jahá, allt þetta eftir svona fimm ár.

|

Thursday, January 29, 2004

Extrem makeover.
Ég skil ekki þennan þátt og enn síður afhverju ég horfi á hann. Mér finnst reyndar forvitnilegt hvað er hægt að gera. Held samt að ástæðan fyrir því að ég horfi á þetta sé lágkúrulegri. Það er þessi hnýsniþörf sem virðist vera allt um koll að keyra í sjónvarpsþáttagerð. Horfa á venjulegt fólk í hinum og þessum aðstæðum. En þetta skil ég ekki. Ég getið skilið að fólk geri ýmislegt til að vinna milljón dollara. En eini ávinningurinn er breytt útlit. Fólk er þarna grenjandi af ánægju yfir því að fá að fara í einhverja ógeðslega aðgerð til að breyta útlitinu. Allt væri miklu betra ef það liti betur út??? Vá hvað er að??? Hvernig væri að verða sér út um betri vinnu, meiri menntun, losa sig við ömurleg viðheng, taka ábyrgð á eigin lífi og hafa snefil af sjálfsáliti. "Mér var alltaf strítt af útlitinu og nú ætla ég að verða æðisleg áður en ég fer á bekkjarmót". Með öðrum orðum þá ætla ég að sýna þessum fíflum að þau hafi haft svo mikil áhrif á mig að ég hafi látið þau eyðileggja líf mitt og ég hafi hlaupið til og farið í rótæka aðgerð til þess að þeim geðjist að mér því samþykki óþroskaðra fávita skiptir mig mestu máli þar sem ég hef ekkert sjálfsálit. Aaaarrrrg... Ég myndi aldrei fara í lýtaaðgerð til að hafa áhrif á eðlilegt útlit hvort sem það væri komið til að erfðum eða aldri. Merkileg kona sagði eitt sinn þegar hún var spurð um hrukkur sínar: "Ég hef unnið fyrir hverri einni og einustu". Haldið höfðinu hátt og verið stolt af aldri ykkar og útliti. Það vita allir sem horfa framan í aflitaða, ofstrekkta barbídúkku að þar fer ekki merkilegur pappír.

|

Sunday, January 25, 2004

Það er undarlegt hvað þjónusta hefur breyst með árunum.
Ég get farið í matvöruverslun hvernær sem er sólarhringsins og keypt pott af mjólk og ýsuflök en ég get ekki lengur pantað mér pizzu eftir miðnætti á virkum degi.
Ég get farið á videoleigu og fundið mér eitthvað heilalaust til að fylla upp í langar nætur en ég get ekki farið í apótek eftir miðnætti til að fá svefnlyfin sem ég gleymdi að ná í til að geta sofið.
Ég hef ekki fengið heimsenda pizzu í mörg ár því það er fljótlegra og ódýrara að sækja sjálfur.
Er þetta bætt þjónusta? Það er fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.

|

Friday, January 23, 2004

Hummm...
Þetta er undarleg veröld. Og í ljósi þess var ekki hægt að ætla annað en að þessi vefveröld væri það líka. Ég hef nú fengið það staðfest.
Ég ákvað að slást í hóp bloggara mér til skemmtunar. Eftir að hafa skoðað nokkrar bloggsíður sá ég að fólk leggur oft á tíðum mikinn metnað í að hafa síðurnar góðar bæði í útliti og efni. Ég er ekki mikill tölvugúrú svo ég ákvað að hafa mína einfaldari í sniðum og reyna þá frekar að höfða til fólks efnislega og auðvitað fylgir að hafa síðuna í ákveðnum stíl. Ég ákvað að hafa þemað í minni síðu helvíti. Kannski undarlegt val en rökrétt að mínu mati. Ég hef á minni lífstíð farið til helvítis og baka nokkrum sinnum. Svo þegar þemað var komið þurfti að vinna úr því. Ég hef reyndar lítið kynnt mér fyrirbærið helvíti nema í kristinni trú og svo í goðafræði. Og þar kreppir skóinn. Sá sem drottnar í helvíti kristinna manna heitir Satan og er alltaf talað um í karlkyni. Í grískri goðafræði ríkir Hades í undirheimum og kemur klárlega fram að hann er karlkyns líka. Aftur á móti ber svo undir að í norrænni goðafræði er það Hel sem ræður ríkjum og er hún klárlega kvenkyns. Svona í ljósi þess að ég er kvenkyns fannst mér heiðarlegast að kenna mig við kvennveru.
...Og þá erum við að nálgast merg málsins. Mér varð það svo á að tjá mig á kommentakerfi á annari síðu undir þessu nýja "nicki". Þá kom í ljós að það er einhver önnur sem skrifar undir sama "nicki". Sú er víst eitthvað svekkt yfir því að ég hafi valið mér þetta "nick". Ég bauð það nú reyndar fram um leið og ég komst að þessu að kalla mig Hel II. Það er víst ekki nógu gott. Ég ætla nú samt ekki að skifta um "nick" þótt ég hafi komist að þessu frekar en ég skifti um nafn þegar ég hafði aldur til að skilja að það hefðu verið hundruðir kvenna með sama nafni áður en ég kom til. Ég vil hins vegar alls ekki að okkur sé ruglað saman og til að fyrirbyggja frekari misskilning er ég að hugsa um að hafa aðra undirskrift ef ég kommenta á öðrum bloggsíðum, Hel-víti.

|

Andleg ládeyða er viðkvæðið í dag. Rigning og kalt. Langar bara ekki út fyrir húsins dyr í dag. Langar að vera heima, upp í sófa, undir sæng og horfa á endursýningar á heilalausri amerískri þvælu. Afhverju er það ekki tekin sem löggilt afsökun. Mæli með því við vinnuveitendur. Það endist hvort sem er enginn í því í marga daga. Í staðinn fyrir veikindadaga má taka nokkra "Andleg ládeyðadaga" á ári. Fín hugmynd, þessu er hér með komið á framfæri.

|

Wednesday, January 21, 2004

Ég fór í bakaríið í dag. Ég hafði hugsað mér eins og svo oft áður að kaupa mér snúð með súkkulaði. Ég hef bara ekki enn þroskast upp í vínarbrauð. Það hefur hins vegar borið á því nú í seinni tíð að þegar ég bið um snúð með súkkulaði þá er ég spurð hvort ég vilji með hörðu eða ekki. Nú bregður svo við að ef ég tek ekki fram að ég vilji þennann með gamla góða mjúka súkkulaðinu þá fæ ég snúð með hörðu súkkulaði. Ég kann ekki við þetta. Þetta er sveitalubbasiður af verstu gerð. Í gamla daga voru allir snúðar annað hvort með súkkulaði eða glassúr. Núna tala þeir um súkkulaðiglassúr. Ég veit reyndar að þetta hefur verið algengt fyrirbæri á landsbyggðinni í mörg ár en ekki í höfuðborginni. Ég er fædd og uppalin í höfuðborginni og þegar ég geng inn í bakarí og bið um snúð með súkkulaði þá vil ég fá reykvískann snúð með súkkulaði. Ég get alveg skilið að það þurfi að bregðast við aðfluttum sveitalubbum með því að bjóða upp á þetta harða súkkulaði en í alvöru.

|

Tuesday, January 20, 2004

Þriðjudagur til þrautar.
Það eru orð að sönnu í dag. Gvöööð hvað þetta er búinn að vera þreytandi. Svona dagur þegar mig langar bara að skjóta mig hausinn. Búin að hafa allt á hornum mér í dag.

|

Saturday, January 17, 2004

Jæja, ákvað bara að bregðast við þessu stressi með vímugjafa of my choise. Virkar ágætlega. Er búin að vera afslappaðri. Ákvað að eyða bara helginni fyrir framan kassann. Föstudagur var ágætur til að byrja með. Var auðvitað glápt úrslitin í Idol. Ég var mjög sátt. En þar með var það búið. Það var ekkert í kassanum eftir það. Ég fór bara fljótlega að sofa og var vöknuð vel fyrir hádegi. Svo ég ákvað að búa mig betur undir kvöldið og straujaði á leiguna. Tók tvær nýjar fyrir familiuna í kvöld og svo The world according to Garp fyrir mig í fyrramálið. Alltaf gaman að rifja upp gömul kynni við góða klassíkera.

|

Thursday, January 15, 2004

Hvað er í gangi???
Ég finn hann, þennann pirring. Afhverju, hvað er að pirra mig? Þoli ekki svona. Einhver innri óróleiki. Mér finnst ég skjálfa þó að ég geri það ekki, allavega ekki þannig að aðrir sjái. Bíð eftir að missa stjórn á mér þótt ég hafi ekki gert það enn. Svo er ég þreytt. Endalaust þreytt. Ég sef alveg nóg. Sofnuð fyrir miðnætti og vöknuð fyrir átta. Er samt þreytt. Það er eitthvað að sem ég átta mig ekki á. Just hate that. Langar helst að sitja heima allann daginn og horfa á sjónvarpið. Það bara er ekkert í sjónvarpinu. Svo ég fer út en nenni samt ekki að gera neitt. I have to think about this.

|

Ég skil ekki hvað er í gangi. Ég er farin að keyra eins og geðsjúklingur. Í mörg ár er ég búin að vera fyrirmyndar bílstjóri og ég er ekki að grínast. Mjög tilitsöm, gef alltaf stefnuljós, keyri ekki aftan í fólk, held mátulegum hraða, hleypi gangandi vegfarendum yfir götuna og hef bara almennt lagt metnað minn í að láta umferðina ganga greiðlega og slysalaust. En núna síðustu daga hef ég keyrt mjög hratt, sveiflast milli akreina til þess að komast eitthvað aðeins hraðar, nauðhemla fyrir aftan fólk, hræði farþega mína, stoppa ekki fyrir gangandi vegfarnendum og það sem verra að oft á tíðum sé ég þá hreinleg ekki fyrr en ég er næstum búin að keyra yfir tærnar á þeim. Ég skynja að þetta er einhver undirliggjandi pirringur en get ekki alveg staðsett hann. Virðist ekki brjótast út á öðrum sviðum, allavega enn. I don't like it.
Einhverjir hnjóta kannski um það að ég sé að leggja metnað í akstur. Ég hef allavega heyrt það áður þegar ég er að "leiðbeina" öðru fólki (ég er óþolandi farþegi í bíl) að það skilur ekki afhverju þetta skiptir svona miklu máli hjá mér. Ég er bara skrítin, ég legg metnað í flest sem ég geri. Ekki allt, ég er ekki fullkomnunarsinni. En það eru víst 16 óhöpp í umferðinni á hverjum degi í henni Reykjavík og ég vil ekki vera eitt af þeim. I love my car, ég vil ekki að það komi neitt fyrir hann.

|

Wednesday, January 14, 2004

Hingað til hef ég verið mjög hrifin af dr. Phil. Svo vildi til að um daginn var hann að ræða við fólk sem þjáðist af stjórnsemi. Ég get víst ekki neitað að ég er pínu tendensa í þá átt en bara pínu, ekki mikla. Það var hins vegar bryddað upp á þessu í vinahópi nokkrum dögum seinna og virtust allir vera sammála um að ég þjáðist af stjórnsemi. Ég skil það nú ekki alveg. Ég er mun almennilegri þegar ég er að "leiðbeina" fólki í kringum mig en þessar dömur sem voru sýndar. En ég hef hins vegar eina spurningu. Hvar finnur maður menn sem láta fara svona með sig? I'd really like one.

|

Tuesday, January 13, 2004

Þetta er nú meira helvítis rokrassgatið sem er búið að vera á landinu síðasta sólarhring, brrrrrrr. Kuldinn smýgur allsstaðar inn. Eina vitið er að vera vel pakkaður undir sæng upp í sófa helst með kveikt á kassanum og nammi í skál. Afhverju hef ég ekki verið að gera þetta? Vesen að þurfa að vera sinna hversdagslegum hlutum.

|

Saturday, January 10, 2004

Líkamshár. Hvers vegna eru allir svona mikið á móti líkamshári. Af hverju megum við ekki vera eins og við erum frá náttúrunnar hendi? Konur mega ekki einu sinni hafa hár í friði á viðkvæmasta stað líkamans. Þótt það sé staðreynd að ef hárið er rakað þá er bæði hætta á inngrónum hárum og bólum því raksturinn opnar leið fyrir óhreinindi inn í húðina. Og samkvæmt leiðbeiningum þá er mjög eðlilegt að það blæði úr húðinni á þessum viðkvæma stað ef vax er notað. Samt er stór hluti kvenna sem gerir þetta, masókistar. Síðan er það þessi augnabrúnaplokkun. Konur reita hárin hvert af fætur öðrum, eitt í einu, ááááá. Það eina sem þær hafa upp úr þessu er í besta falli að verða hálf sviplausar og svo eru það hinar sem líta stöðugt út fyrir að vera hissa vegna ofplokkunnar. Það er ekki skrítið að enginn taki mark á konum sem annað hvort geta ekki sett í brýnnar til að leggja áherslu á mál sitt eða eru á svipinn eins og þær séu fæddar í gær og allt komi þeim á óvart.

|

Eitt það undarlegasta sem hefur bæði náð útbreiðslu og vinsældum á síðustu árum eru sjálfskeinarar. Mér er alveg fyrirmunað að skilja þetta fyrirbæri. Flestir kannast við óþægindin þegar nærbuxurnar skríða upp í skoruna en svo koma þeir með þetta fyrirbæri sem er hannað til að skerast upp í skoruna??? Ein útskýring sem ég hef fengið á vinsældum sjálfskeinara sé að þeir séu svo "sexy". En það stenst ekki því by the time að einhver sér sjálfskeinarann þá er leikurinn löngu unninn. Svo sagði reyndar einhver að það væri svo smart að láta sjálfskeinarann sjást upp úr buxunum. En mikið hryllilega finnst mér ósmekklegt að nota föt til að skeina sér.

|

Það liggur beinast við að tjá sig um Idolið í dag.
Ég er í sjálfu sér ekki ósátt við að Ardís hafi dottið út. Stúlkugreyið er álíka hlýleg og marmarastytta. Hún verður aldrei poppstjarna. Ekki það tæknilega syngur hún mjög vel en það er bara ekki nóg.
Anna Katrín átti að vera löngu dottin út. Hefur sungið hræðileg síðustu þrjú skipti. Ræður engan veginn við háu tónana og röddin brestur í hvert einasta skipti. Bubbi drulla hefur endalaust haldið henni inni. Sjarmatröll er hún ekki, lukkutröll kannski. Guð hvað stúlkan er líka leiðinleg. Ætti ekki að opna munninn. Og hver fer til Amsterdam og borðar þorsk???
Jón finnst mér bara hreint út sagt æði. Auðvitað ekki besti söngvarinn og á ekki að vinna en hann er samt æði. Þessar dómaradruslur hefðu átt drullast til að koma með uppbyggilega gagnrýni fyrr í staðin fyrir að dæma hann endalaust úr leik. Það er ekki hægt að bæta sig nema að vita hvað er að.
Kalli er auðvitað eins og ég hef sagt frá því ég sá hann í fyrsta þættinum, íslenska Idolið. Um það þarf ekkert að hafa fleiri orð.
Verst finnst mér þó að Tinna Marína hafi dottið út. Ég hefði viljað sjá hana í loka þremur. En hún verður söngkona hvort sem er, hún þarf ekki svona keppni til að komast áfram. Hún er bara það góð.

|

Thursday, January 08, 2004

ESTJ - "Administrator". Much in touch with the external environment. Very responsible. Pillar of strength. 8.7% of total population.
Take Free Myers-Briggs Personality Test

|

Blóðþrýstingurin fór upp úr öllu valdi í gær. Það er hart þegar maður fær ekki einu sinni frið inn á sínu eigin heimili. Það liggur við að maður krossi sig áður en maður tekur upp símann. Ég er mun rólegri í dag eftir að hafa náð að tala við viðeigandi aðila.
Ég verð þó að segja að eitt hefur komið í ljós út af þessari vitleysu allri saman. Það er hetja á mínu heimili. Það fer ekki mikið fyrir henni, hvernig sem á það er litið, en hún er samt stærst af okkur öllum. Ég er stolt af minni stelpu í dag.

|

Wednesday, January 07, 2004

Fór með fyrrverandi í "barnaleiðangur" í gær. Vinkona mín var með svo að það var blessunarlega ekki hægt að brydda upp á neinum persónulegum málefnum. Þetta er frekar slæmt í ljósi þess að einhverjar framandi hvatir hafa verið í gangi undanfarna mánuði. Nokkra daga í mánuði hef ég verið leiðinlega væmin og finnst eins og ég eigi að vera gera eitthvað annað en þetta venjulega. Svo mætir fyrrverandi allt í einu á svæðið, almennilegur og heillandi. Got his shit together, so to speak. Þoli ekki svona truflun á daglegum venjum. Just hate it.

|

Monday, January 05, 2004

Nýji vonbiðilinn minn er ekki jafn öruggur með sig í eigin persónu og hann var með sms í jólafríinu. Það er svo sem ágætt. Er ekki alveg í stuði fyrir svona vesen núna. Síðan þarf ég aðstoða fyrrverandi með "börnin" á morgun. Það er eins og einhver Hollywood karakter sagði: "Maður skilur við maka ekki börn". Og það er einmitt það sem ég þarf núna, að eyða meiri tíma með mister wonderful. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Hann er allavega ansi blár einmitt núna. Helvítis. Það er líka svo miklu auðveldara en að byrja á nýrri vitleysu.

|

Sunday, January 04, 2004

Helvítis djöfull.
Fyrrverandi þurfti voða mikið að tala við mig um daginn. Kemur í ljós að minn er búinn að vera voða duglegur í AA og búinn að vera vinna sporin. Auðvitað kominn í níunda sporið og er að biðja allt og alla afsökunar, mig líka. Sem ætti að vera gott nema núna minnir hann mig á manninn sem ég þekkti og féll fyrir en ekki skítinn sem ég var komin svo vel á veg með að komast yfir. Helvítis, djöfulsins andskoti.

|

Jólin voru þau verstu frá upphafi. Get ekki sagt annað en ég sé guðs fegin að lífið fari aftur að ganga sinn vanagang. Ótrúlegt að það sé til fólk sem getur lagst svo lágt að eyðileggja jólin fyrir sér, börnunum sínum og öllum sem tengjast öðru hvoru á einhvern hátt.

|