Thursday, April 29, 2004

Litla babe-ið mitt fór í litla aðgerð á mánudaginn þar sem var fjarlægt æxli við spena. Það er ótrúleg harka í gömlu. Þið sem eigið ketti vitið að það er algengt að þau missi þvag eftir aðgerðir út af svæfingunni. Ekki gamla. Hún var búin að liggja alveg bakk í þrjá tíma þegar hún fór að brölta. Ég var með hana inn í stofu hjá mér svo ég gæti fylgst með henni. Jæja, svo byrjar daman að skrölta fram. Stóð ekki í lappirnar, ég varð að ganga með henni og styðja við hana. Daman hafði ekki orku til að komast lengra en fram á gang þar sem hún datt niður og lá flöt. Ég tók hana auðvitað upp og hélt á henni inn aftur því ekki gat hún legið á köldu gólfinu. Þetta endurtókum við þrisvar sinnum þar ég loksins kveikti á perunni. Tók gömlu upp og fór fram á bað þar sem ég settist niður með gömlu fanginu og beið. Og mikið rétt gamla skreiddist á lappir og með mínum stuðningi fór hún í kassann og pissaði. Síðan skreiddist hún úr kassanum og hneig niður. Mín ætlaði sko ekki að fara míga undir á gamals aldri, ooonei.
Núna þarf hún að vera með skerm í viku, ekki ánægð. Finnst upplagt að minna mig á það um miðjar nætur með því skella honum í andlitið á mér. Besti tími dagsins er þegar ég tek af henni skerminn og held um sárið á meðan hún þvær sér. Þið verðið að afsaka viðkvæmnina en ég er búin að hafa þessa elsku tveimur árum lengur en gert var ráð fyrir núna.

|

Update af heilsuátakinu.
Það verður bara að segjast að ég er búin að standa mig býsna vel í heilsuátakinu. Er alveg mega dugleg að fara út að ganga. Hef ekki fundið til verkja sökum beinhimnubólgu, enda farið varlega. Líka dugleg að lyfta og þyrfti að fara að verða mér út um þyngri lóð. Finn orðið greinilegan mun á styrk. Gengur þokkalega að borða heilsusamlegrifæðu. Er meira að segja búin að léttast pínu lítið líka. Verður bara að viðurkennast að ég bjóst ekki við að endast svona lengi. Held bara að þetta sé í fyrsta skipti sem ég endist nógu lengi til að verða vör við framfarir, hehe.

|

Wednesday, April 28, 2004

Sárafá post undanfarið koma til af því að þráðlausa nettengingin er eitthvað biluð heima svo að ég verð að klessa mér fram við símann til að komast á netið. Það er auðvitað gjörsamlega glatað.

|

Tvær fréttir sem ég heyrði í morgun og vöktu mesta athygli mína eru eftirfarandi:

Elton John telur að kynþáttafordómar ráði vali almennings í Bandaríkjunum í símakosningum í American Idol þáttunum. Ég gæti ekki verið meira sammála eftir að hafa horft á síðasta þátt þar sem þrjár bestu söngkonurnar, hörundsdökkar by the way, lentu í þremur neðstu sætunum. Ég var reyndar búin að viðra þessa skoðun mína áður en ég heyrði þessa frétt og getur litli bróðir staðfest það.

Valdimar storkur í Danmörku hefur beðið staðfastur í þrjár vikur eftir að frúin myndi skila sér. Hún hefur nú gert það og liggur nú á þremur eggjum. Vona að þessi grey sem eru í útrýmingarhættu nái að koma öllum ungunum á legg.

Auðvitað verður að taka þessum fréttum með fyrirvara. Þær gætu jú verið uppspuni frá rótum frá hinum illu fyrirtækjum sem eru ráðandi á markaðnum.

|

Thursday, April 22, 2004

Gleðilegt sumar
Það er tilbreyting að það sé sól á sumardaginn fyrsta. Held að það eigi reyndar að rigna seinni partinn, kemur í ljós. Ætli það sé að hækka hitastigið sökum gróðurhúsaáhrifa? Jæja, það verður þá yndælt að búa hér í nokkur ár þangað Golfstraumurinn fer og landið verður að frosnum ísklump á hjara veraldar. Ég hugsa að ég flytji í lítið sveitaþorp á Bretlandi.

|

Tuesday, April 20, 2004

Getur það verið að íslendingar séu fordómafullir?
Nú hefur nýja innflytjendafrumvarpið verið mikið til umræðu. Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið það til hlýtar en það er eitthvað við það sem mér líkar bara ekki. Reyndar sagði einhver gaur hjá innflytjendaráði að þetta myndi veita þeim úrræði til að aðstoða konur sem er verið að þvinga í hjónaband. Get bara ekki ímyndað mér að það komi neitt af viti frá litla wannabe herforingjanum. Það fer líka í mig að hlusta á fólk hringja inn á útvarpstöðvar til að lýsa yfir stuðningi við þetta frumvarp. "Ég hef ekkert á móti ÞESSU fólki en ... (bætið við hvaða kynþáttafordómasögu sem þið hafið heyrt)"
Ég viðurkenni að það fer í taugarnar á mér að þurfa tala annað en íslensku á Íslandi. Ég hef engann áhuga á að búa í fjölþjóðasamfélagi, ég vil búa í íslensku samfélagi og þeir sem flytja hingað ættu að vilja það líka. Þoli heldur ekki karlrembusvín sem flytja hingað og halda að þeir geti haldið áfram að haga sér eins og þeir séu í gamla heimalandinu EN... Við hljótum að geta gert það án þess að brjóta á mannréttindum fólks.

|

Saturday, April 17, 2004

Ég á ekkert líf. En í alvöru? Það er bara ömurlegt sjónvarp um helgar. Ekki fer á djammið, edrú og hölt.

|

Lestat loves you with all his heart and can't wait
to turn you! He loves you too much to sit and
whatch you grow old and eventually die. You
will soon be his Queen. nothing can stop you
from being away from him.watch out for part 5
coming soon! Please rate


how would a vampire react after meeting you part4(girls only) Finished
brought to you by Quizilla

|

alt tag
KEEP IT UP GIRL! he just loves every part of you.
From your body to your personality. You are
just SO lucky! my im about to cry. i envy you
so much. The lucky butt u are!lol please rate


how would a vampire react after meeting u part 3(girls only) finished
brought to you by Quizilla

|

?
keep it up. with ur beauty and charm he is sure to
ask u to marry him. your so lucky. not only do
u have the hottest guy in the world but u have
the hottest dead guy in the world. keep up your
charm and never ever ever break Lestat's heart
or u will severly pay! please rate!!!!


how would a vampire react after meeting u part 2(girls only)
brought to you by Quizilla

|

HASH(0x8907d6c)
well well well arent u lucky.lestat loves u with
all his black little heart and would never want
to leave u.he is divoted to pleasing u and
would do anything just to be with u. he loves
ur looks persinality and ur voice. and he loves
taping into ur mind. he finds it a very odd but
wonderful place. he see that u have very great
intelligence and are way past ur time. check
out the sequel to the quiz and PLEASE PLEASE
PLEASE RATE


how would a vampire react after meeting u?(girls only)
brought to you by Quizilla

|

Alone
Lonliness dominates you. You can hide it well, but
its there, and your friends can see it. You
constantly feel alone, and need to do things to
fill your time. Your afraid to tell people
this, but sooner or later it gets out in a bad
way, and you think you screwed up everything.
And when you are in love is when you are sad
the most. (Please Vote)


What Emotion Dominates you?
brought to you by Quizilla

|

White Dragon
You are a white dragon, pure and noble, you would
help humans if they desprately need you. YOu
are kind and wise with a heart of gold.


Which Dragon resides in your soul? (cool pictures!)
brought to you by Quizilla

|

magic
Your a Magical Angel!Out of all the angels, you are
the one most afflicted with magic. You can do
many enchantments as well as sorcery. You cant
do black magic, because even though your not so
"pure" your still an angel. A very
kind and curious one at that. Magical Angels
are always very easy-going with humans, but
intrestingly enough, like to expirement with
them with their spells.


What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla

|

taf
You're taffy!! You're a clever and kind person,
but you tend to hold grudges. You are not big
on dishing out forgiveness.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla

|

tomboy
Tomboy


What's your sexual appeal?
brought to you by Quizilla

|

Ja, hver andskotinn. Aldrei hafa þessi próf komist nær sannleikanum. Ég er ekki með persónuleikaröskun en ég er með tendensa í þá átt, undir vissum kringumstæðum.
HASH(0x893b1a0)
schizoid


Which Personality Disorder Do You Have?
brought to you by Quizilla

|

Aua Marine Mermaid
You are the Aqua Marine Mermaid. You are pure and
brave. Strong and True. Your best freind is
your seahorse, your steed. You have fought many
battles in your own life and in the sea. No
matter what challenge you overcome it.
Congratulations there are very few of you.
Would you rate my quiz for I am brave too?


What kind of mermaid are you? (Gorgeous Pics)
brought to you by Quizilla

|

Now, this one I like:-)
Will Turner is the caring young man from pirates of the caribbean. he will adore you till the day that he dies
You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla

|

Ég rétt náði að sjá Care bears seinni hluta æsku minnar. Ég man ekki eftir þessum.

Gay Bear
Gay Bear


Which Dysfunctional Care Bear Are You?
brought to you by Quizilla

|

Ok, þetta er allavega ekki Easy rider. Ég er samt ekki viss um að þetta sé skárra. Ég held að ég hefði frekar viljað vera Easy rider en þetta.
CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

|

Í alvöru!!! Fyrst te, svo berfætt og síðan þetta???
nothing
You're addicted to.....

Nothing!
Your addicted to nothing at all? Well..... ok I
guess thats a good thing but come on just think
of the possibilities!


What are you addicted to? (pics!)
brought to you by Quizilla

|

Friday, April 16, 2004

Ok, fékk pínu tilfelli. Það var bara glatað sjónvarp og ekki nennti ég út úr húsi. Ég meina í alvöru!!! Föstudagskvöld, hvað á single female að gera annað en að liggja í tölvunni? Allavega fer ég ekki að dansa með beinhimnubólguna. (Það er nefnilega það sem ég geri almennt á föstudagskvöldum, eða þannig.)

|

I can live with that.
You Are Romans
You are Romans.


Which book of the Bible are you?
brought to you by Quizilla

|

GAME BOY - Born to Play
A GAME-BOY. Youre like a tomboy without the love of
sports. Reality sucks, but as long as you have
your electronics you feel you can cope. Time
goes unnoticed when youre locked in your room
hooked up to your Nintendo, rocking to your
favourite collection of guitar-driven albums.
Your virtues: Intelligence, sense-of-humour,
individuality.
Your flaws: Inability to cope with real life,
action-freak spirit, reclusive nature.



Your Personality type is the only type that would
like this cool Vampire Game:

www.life-blood.vze.com


What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla

|

Ok. Þetta er eins og þegar ég tók prófið "what coffee are you" og ég var te!!!






You are Barefoot!


You're a total free spirit, go with the flow girl

You can't be restricted by shoes for very long

And unsuprisingly, the same goes for men

Your match is out there - and he's as carefree as you are




What Shoe Are You? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.




|

Úúúúúú. Þýðir þetta að ég get farið að leita mér að lambakjöti?




You Are Not a Gold Digger


You go out of your way to take care of everything in your life.

Including money - which you've got plenty of, thank you very much.

And you have no intentions of being a trophy girlfriend for some bald guy.

Just make sure that hottie you met isn't scheming to be your boy toy!

As a successful woman like you knows, gold digging goes both ways these days.





Are You A Gold Digger? Take This Quiz :-)




Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

|

Thursday, April 15, 2004

Aftur og enn einu sinni hefur "tvibbinn" minn komið mér til bjargar. Og í þetta sinn vissi hún ekki einu sinni hvað hún var að gera mér stóran greiða þegar hún gerði hann.
Þannig er mál með vexti að "tvibbinn" er með nett shoe-fedish. Því miður þá á hún það sammerkt með Akkelesi að hafa mjög viðkvæma hæla. Hún kaupir skó í stórum stíl en getur ekki gengið í mörgum þeirra sökum viðkvæmra hælana. Og nú um daginn kom hún með tvenn pör af skóm handa mér. Annars vegar nike air skó sem hún sagði að ég gæti notað til að druslast í, þeir eru nú í mjög góðu ástandi og hafa nú þegar verið teknir í notkun. Hinir voru lítið sem ekkert notaðir og hafa nú verið í að vera settir sem aðal gönguskórnir. Það kemur sér vel að við notum sama númer af skóm, en við erum nú einu sinni "tvibbar".
Kannski að snúa sér aðal málefninu. Það er sem sagt mjög mikilvægt fyrir fólk með beinhimnubólgu að vera í góðum skóm. Eins og sést hér fyrir neðan þá hef ég átt í miklum skóvandræðum og þar sem ég er að spara til að geta hætt að lifa á kreditkortinu í lok mánaðarins eins og ég hef þurft að gera síðan litli burrinn fór á verkstæði þá hef ég ekki tímt að kaupa mér góða skó. Fjúúh, þetta var löng málsgrein.

|

Það var aldrei að ég byrjaði að hreyfa mig.
Var hjá lækni áðan út af kýlinu á handarbakinu sem er reyndar orðið að pínulitlu þykkyldi aftur. Notaði tækifærið til að spyrja um verk sem ég fæ framan á legginn þegar ég fer í göngutúra. Ég fékk reyndar slæmt högg framan á legginn fyrir tveimur árum. Síðan þá er ég með beinhnút á leggnum. Þetta gæti verið tengt honum eða bara beinhimnubólga sem er samkvæmt netdoctor.is mjög algeng hjá fólki sem byrjar að æfa aftur eftir langt hlé. Ef þetta er ekki ástæða til að halda bara áfram að liggja í sófanum og glápa á sjónvarpið. Þarf að stilla áreynslu í hóf og ef þetta lagast ekki á mánuði þá þarf ég að fara til bæklunarlæknis og líklega fara í sjúkraþjálfun ofl. ofl.
Ef ég væri hundur eða hross þá væri búið að lóga mér.

|

Dæmigert. Þurfti að fara með tölvuna í viðgerð á miðvikudeginum fyrir páska. Var þar með tölvulaus alla páskana. Var með grátstafina í kverkunum þegar ég skildi barnið eftir á verkstæðinu og kveið fyrir tölvulausum páskum.
Þetta fór samt allt á besta veg. Þegar uppi var staðið var ágætt að klippa á naflastrenginn. Svo settist ég meira segja niður með bók sem ég hafði ekki gert allt of lengi.
Málið var að ég og "tvibbinn" sáum að það var alveg kominn tími til að láta litla femínistann í fjölskyldunni fá nokkrar bækur sem ættu að vera skyldulesning fyrir allar konur. Það eru: Góðar stelpur fara til himna- slæmar hvert sem er, Ekki klúðra lífi þínu kona (hræðilegur titill, góð bók), Valkyrjur og varkvendi og Lady killers. Fyrri tvær segja konum að hætta þessum endalausa fórnarlambsleik og taka stjórn á eigin lífi og hinar tvær eru sannar sögur af konum sem sanna að þessi steríótýpa, góða, umhyggjusama, fórnfúsa ímynd af konum er algjört kjaftæði. Ég tætti í gegnum, Ekki klúðra lífi þínu kona, djöfulli góð bók.
Ég reyndar mæli líka með að karlmenn lesi þessar bækur. Held að öllum liði betur ef við losnuðum við þessar stöðnuðu ímyndir og leyfðum fólki að vera það sjálft.

|

Sunday, April 04, 2004

Skammgóður vermir
Ég hélt ég hefði himinn höndum tekið þegar ég fann næstum ónotaða skó inn í skáp. Það var rangt. Gúmmí geymist ekki vel.
Í gær fannst mér skórnir eitthvað undarlegir þegar ég gekk út. Eins og það vantaði eitthvað undir tábergið þar sem mesta spyrnan er. Svo þegar ég var sest upp í bíl hjá vinkonu minni á leið í skreppitúr austur fyrir fjall þá ákvað ég að kíkja undir skósólana hjá mér. Sólarnir á skónum voru byrjaðir að morkna af. Auðvitað byrjaði það undir táberginu og þegar dagurinn var liðinn þá var meirihlutinn af sólunum farinn. Ég var gráti næst. Ónotaðir skór sem sér ekki á, nema það vantar sólana. Næsta skref er að gá hvað kostar að sóla skó og athuga hvort siliconið haldist á gömlu gönguskónum við notkun. Buhuhu.

|

Friday, April 02, 2004

Aftur og enn einu sinni er ég búin að slátra skóm sem eiga að endast ævilangt. Það byrjaði þannig að ég fjárfesti í gönguskóm. Alvöru gönguskór úr þessu voða fína gore tex efni. Kostuðu sitt á sínum tíma, um 15 þúsund. Nú hef ég alltaf heyrt að góðir gönguskór geti enst manni ævilangt. Þessir fyrstu entust í fjögur ár. Ég var mjög sátt við það. Þreif þá aldrei og bar aldrei á þá. Þá var eitthvað hart í ári hjá mér svo næst keypti ég ódýrari skó, ekki úr gore tex, voru að hluta til eitthvað tauefni. Voru mjög þægilegir til að vera í og liprari en hinir en þeir entust ekki nema tæp tvö ár og voru hættir að vera vatnsheldir eftir eitt. Þá var ég í betri álnum og keypti aftur samskonar gönguskó og ég hafði átt áður. Þeir hefðu hækkað aðeins í verði en ekki of mikið. Í þetta sinn var ég "voða dugleg" að þrífa og bera á. Samt sem áður entust þeir ekki í nema tvö ár. Frekar ósátt við þessa endingu ákvað ég að að prófa aðra gerð af útivistarskóm. Fékk gefins leðurskó sem ég var alveg þokkalega dugleg að þrífa og bera á. Samt sem áður varð ég að viðurkenna að þeir væru hreinlega "dauðir" á miðvikudaginn. Ég var þá búin að eiga þá í tvö ár. Nú er frekar þröngt í búi og ég að spara. Þurfti að borga kreditkortareikninginn í gær sem innhélt viðgerð á litla burranum, ÁÁÁIII. En "nýja" útivistarkó varð að útvega. Þar sem ég sat með gömlu gönguskónna í annari og siliconið í hinni og var að gera tilraunir með að loka loftgötunum kviknaði á lítilli ljóstíru. Gore tex. Ég átti einhverja aðra skó sem þetta stóð á. Svo næsta skref var auðvitað að fleygja sér inn í alla skápa og róta í gömlum, mismikið notuðum og mis vel lyktandi skóm. En í þetta sinn uppskar ég fyrir erfiðið. Ég fann gamla en næstum ónotaða skó, Ecco no less, reyndar ekki upp á ökkla en með þessu litla Gore tex merki á hliðinni. Og þar sem ég er haldin alzheimer light þá mundi ég að ég hafði keypt þessa skó á 5 þúsund fyrir nokkrum árum en ekki notað þá þar sem þeir höfðu meitt mig í hælinn, ég annars man t.d. ekki hvar ég lagði bílnum kvöldið áður. Ég hafði gert það þegar vel áraði og því bara hennt þeim inn í skáp og í gleymskunar dá. Svo í gær skellti ég sérhannaðri hælgervihúð á hælana á mér, tróð mér í skónna og arkaði út. Kom svo heim með ósærða hæla og þurrar tær, sem var vel af sér vikið miðað við færðina í gær, og er því stoltur eigandi af "nýjum" útivistarskóm.

|