Friday, November 26, 2004

Fannstu allt sem þig vantaði?
Einhver skítbuxni sem situr á skrifstofu allan daginn og fær allt of mikið borgað fékk hugmynd. Hann ákvað að það sem ætti að skapa 10-11 verslunarkeðjunni sérstöðu á markaðnum væri einstök þjónusta. Einkunarorð þessa frábæra framtaks yrði: "Fannstu allt sem þig vantaði?". Með þessi FRÁBÆRU orð að leiðarljósi var svo hafist handa. Fyrst sérðu þetta standa á skilti við kassann. Síðan sérðu þetta á barmerki á starfsmönnunum. Eins og það sé ekki nóg þá spyrja starfsmennirnir hvern einasta viðskiptavin "Fannstu allt sem þig vantaði?"
Ég tel mig nú alveg ná meðalgreind. Og það er töluvert langt síðan ég áttaði mig á því að ef ég fyndi ekki eitthvað þá gæti ég spurt starfsfólkið. En jafnvel þótt ég hefði ekki áttað mig á því þá er ég búin að vera læs síðan í fyrsta bekk svo skiltið við kassann hefði dugað. Ég get líka fyrirgefið barmmerkið þar sem ég gæti verið fattlaus og verið að leita að einhverju í búðinni og rekist á starfsmann á rölti og þar sem ég er vonandi læs þótt ég sé fattlaus og þar með séð að ég geti spurt starfsmann. En að láta vandræðalegan starfsmann spyrja mig að þessu í hvert einasta skipti sem ég slysast á kassann er gjörsamlega óþolandi. Hvað þá þegar þetta tefur röðina út af heyrnadaufum gamalmennum sem hvá í sífellu undrandi á svipinn. Ég er ekki fúl út í gamla fólkið, það er jafn saklaust fórnarlamb og ég.
En þetta er sú versta hugmynd ég hef kynnst þegar það kemur að markaðssetningu. Tökum höndum saman og látum tölvupósti rigna yfir stjórnendur 10-11 þar sem við hvetjum þá til að láta af þessari vitleysu.

|

Thursday, November 25, 2004

Bara eymd og volæði
Lá í tannlæknastólnum í rúman klukkutíma með fæturna hærra en höfuðið. Er ekki viss hvort það hafi verið ástæðan, deyfingin, misþyrmingin eða allt þrennt sem olli því að ég var meira en lítið light headed þegar ég kom út. Tók mig annan eins tíma að ná upp eðlilegu rakastigi í kjaftinum eftir að hafa haft hann opinn í allan þennan tíma. Fyrsta máltíðin og raunar allar máltíðir síðan hafa verið kvöl og pína. Ég var farin að leita uppi mat sem væri mjúkur undir tönn eins og eitthvað aflóga gamalmenni. Þetta er nú reyndar eitthvað skömminni skárra í dag. Veinaði ekki eins aumingi þegar eitthvað lennti óvart undir aumu tönninni. Þá á ég bara eftir að fara einu sinni enn, næsta þriðjudag, og láta klára dæmið. Og láta hirða af mér síðustu ellefu þúsund krónurnar.
Eins og það sé ekki nógu slæmt þá er blessaður litli fingurinn að bögga mig líka. Tók saumana úr á þriðjudagskvöldið. Sá að þetta væri ekki alveg að gróa eins vel og vonur stóðu til. Var svona leiðinda roði í kringum helminginn af skurðinum sem benti eindregið til þess að þar væri sýking. Sem og það var. Rétt rak fingurinn í upp í hesthúsi og helvítis skurðurinn opnaðist til hálfs og fór að blæða. Var sem betur fer búin að kaupa viðeigandi umbúðir og gat reddað þessu. Síðan fór ég í apotekið í dag og keypti massa af sótthreinsandi og reif up plásturinn og þar með hluta af skurðinum. Kreisti út pínu graftarógeð. Dúndraði svo saltvatnslausn og sótthreinsispritti ofan í vibbann og límdi svo skurðinn saman með mjóum plástri. Þessi athöfn verður svo endurtekin eftir þörfum þar til þessu þóknast að gróa. Það er greinilegt að pencilínið sem ég þarf að taka út af tönninni dugar ekki á þetta líka. Djöfulsins dónaskapur. Iðrahreinsandi svo um munar en getur ekki losað mann við minniháttar sýkingu í litla putta. Djöfulsins drasl.
Svo ég horfi grettin og grá fram á veginn og bíð spennt eftir hvaða hörmungar dynji yfir næst. Það borgar sig ekki að vera með einhverjar vonir undir svona kringumstæðum. Engin von, engin vonbrigði.

|

Saturday, November 20, 2004

Getur einhver lánað mér haglara...verður aðeins notaður einu sinni?
Fór til tannlæknisins, það var gaman. Tönnin er svo illa skemmd að það þarf að rótfylla hana. Þetta kemur til með að taka þrjú skipti (tvö í viðbót) og kosta 35.000, jibbí. Fyrst hélt hann að ég þyrfti að fara til tannrótarsérfræðings því þetta er jaxl með þrískiptri rót en svo leit þetta víst eitthvað betur út svo hann getur séð um þetta. Mental note to self: Be thankful for small favours.

|

Það getur ALLTAF versnað
Andleg ládeyða, þreyta, kvíði og almennt ömurlegt ástand hefur þjakað mig undanfarið. Það koma annað slagið svona tímabil. Þau líða hjá, sem betur fer, en þau eru þreytandi meðan á þeim stendur.
Það er einhvern veginn allt á síðasta snúning hjá mér. Meira að segja veðrið er á móti mér. Það er gjörsamlega glatað að það sé haglaust í nóvember og hesthúsið tilbúið undir tréverk. Ætti að vera fegin að það sé ekki bara fokhellt lengur en það huggar mig ekki mikið einmitt núna. Ég næ nefnilega ekki að undirbúa tréverkið meðan það er svona kallt.
Þessi litli skurður á litla fingri er alveg ótrúlega hamlandi, hann er alltaf fyrir mér. Fór loksins í sturtu. Það átti ekki að vera mikið mál, "Reyndu bara að halda fingrinum fyrir utan." Jehh right. Það er hægara sagt en gert að þvo á sér hárið án þess að bleyta á sér fingurna. Gerði heiðarlega tilraun með plasthanska en það fór svona fyrir ofan garð og neðan. Ég er í það minnsta hrein, ætti að vera þakklát fyrir litla greiða.
Svo er einhver voða fýla í gangi. Bara get ekki staðið í því ofan á allt annað. Hef enga andlega orku til þess.
Til þess að kóróna allt saman, sem er ástæða þessarar færslu er sú að klukkan 4.45 í nótt vaknaði ég með þennan netta tannverk. Reyndi tannþráð, tannburstun, sem ég hafði einnig framkvæmt áður en ég fór að sofa, munnskol og loks verkjatöflur. Það voru svo verkjatöflurnar sem dugðu til þess að ég gat sofið með hléum fram að kristilegri tíma. Svo þegar töflurnar hættu að virka kom verkurinn aftur. Tók fleiri verkjatöflur sem eru farnar að virka núna en það gengur ekki til lengri tíma. Svo ég hringdi á neyðarvakt tannlækna og á tíma klukkan 13.30. Það er vonandi að það virki. Ef ég hefði átt hann hefði ég náð mér í haglara og afgreitt þetta sjálf í nótt.

|

Friday, November 19, 2004

If I don't die soon I'm going to kill my self
Oj, oj,oj. Þetta er gjörsamlega ömurlegt ástand.
Þetta er ekki heilbrigður kuldi enda hefur ekki verið svona kalt í nóvember síðan 1893. Og ég bara varð að lifa það.
Þessi kuldi gerir það að verkum að ég get ekkert gert í hesthúsinu. Það sem liggur fyrir meðan smiðurinn er að leika sér í Noregi, þar sem er miklu hlýjara en hér, er að byrja að bæsa og lakka krossviðarplöturnar sem ég fjárfesti í - í gær. Lakkið myndi bara leka af, ef það frysi ekki áður.
Svo er vinkona mín frá Noregi á landinu. Fór með henni austur í dag. Ég er í ömurlegu skapi og varð að reyna að vera með bros á vör í næstum sjö klukkutíma. Mig langaði helst að vera upp í rúmi undir sæng en það er svolítið erfitt þegar fólk er bara á landinu í nokkra daga. "Því miður, ég er að deyja úr þunglyndi og vil bara vera heima. Geturðu ekki bara komið aftur í sumar?" Það gengur ekki alveg svo ég verð með sparibrosið fram á miðnætti sunnudag.
Ég ætla samt að nota hvert tækifæri til að liggja í þunglyndi upp í rúmi undir sæng. I just hate this shit.

|

Wednesday, November 17, 2004

Dagurinn í dag
Fór í Húsasmiðjuna að gá hvort krossviðarplöturnar væru komnar, þær voru það ekki. Það er komið fullt af jólaskrauti og byrjað að spila jólalög á fullu. Ekki ánægð.
Síðan brunaði ég upp á Kjalarnes. Á leiðinni sá ég lítinn skýjastrók þyrla upp snjónum. Heyrði einhvern tímann að þetta fyrirbæri væri ekki til hér á landi. Hef nú nokkrum sinnum séð þetta. Alltaf mjög sérstakt.
Var mjög ánægð að vera á litla, fjórhjóladrifna, tæplega tveggja tonna burranum mínum á 33" dekkjunum. Verð það alltaf þegar ég er að keyra á Kjalarnesið í snjó, hálku og vindhviðum. Fyrir nokkrum árum flaug ég út af veginum við sömu aðstæður með hestakerru með tveimur hestum. Í kjölfarið á því var fjárfest í litla burra. Það var eins gott að ég var á honum. Það var ekki búið að ryðja nema þjóðveginn svo um leið og ég kom út af honum var fólksbíl fastur í vegkantinum. Ég komst hins vegar leiðar minnar án tafa.
Það var eins gott að ég var einmitt búin að biðja bóndann um að koma með stórbagga fyrir mig því ég hafði áhyggjur af hryssuni sem folaldið gengur enn undir og er fylfull aftur. Hann kom með baggann í gær en nú þurfti ég að fara og skera utan af honum. Gerði það og leyfði bara öllu liðinu að komast í hann. Það er eiginlega engin beit, það er búið að snjóa svo mikið. Þarf að fara að berja kofann saman svo ég geti farið að taka greyin inn og koma þeim sem eiga að vera á útigang á réttan stað. Þegar ég var svo að fara til baka var lítil rúta búin að festa sig við hliðin á fólksbílnum. Ég snéri bara við og fór hringinn.
Síðan fór ég í hesthúsið. Ætlaði að vera búin að gera eitthvað áður en smiðurinn kæmi klukkan sex. Það tókst svona stórkostlega að ég var að rífa niður spýtu sem brotnaði og hrundi niður með viðkomu á litla putta. Blæddi skemmtilega mikið svo það varð eitthvað að sinna þessu. Þegar ég fór svo að skoða þetta þá gapti þetta frekar mikið, sérstaklega þegar ég beygði puttann. Djöfull. Það var nokkuð ljóst að það þyrfti að kíkja á þetta. En þetta var rétt eftir fimm og smiðurinn líklega á leiðinni. Svo ég varð mér út um steril grisju og heftiplástur og reyndi að teypa þetta saman. Svo þegar klukkan var að verða sex hringir smiðurinn. Hann kemst ekki. Er að fara erlendis í fyrramálið. Þurfti að skilja vinnubílinn eftir og er bíllaus. Ég var að verða fúl þegar hann segir allt í einu. "Ég ætla að taka frí í vinnunni þegar ég kem til baka eftir helgi til að hjálpa þér að klára þetta." WHAT WHAT!!! Nú skammaðist ég mín niður í tær og sagði að það væri allt í lagi að hann kæmist ekki ég þyrfti að fara á slysavarðstofuna hvort sem er og og og...
Svo ég brunaði bara á slysavarðstofuna. Þurfti nú ekki að bíða neitt voða lengi. Fyrst kemur yndæl hjúkka að ná í mig og fylgd með henni er voða myndarlegur ungur maður. Mér datt fyrst í hug að þetta væri læknaneminn. Hjúkkan skoðar skurðinn og segist ætla að ná í lækninn. Eftir smá tíma kemur læknirinn, ung kona sem er greinilega læknanemi og ungi maðurinn. Eftir stutta skoðun eru allir sammála um að það sé best að setja tvö spor í þetta. Læknaneminn á að sjá um þetta og læknirinn fer. Nú get ég ekki orða bundist lengur og spyr unga manninn hver hann sé eiginlega. Hann er sem sagt slökkviliðsmaður sem var að ljúka einhverju námi og á að vera þrjár vaktir á slysó. Það er erfitt fyrir töffara eins og mig að viðurkenna það, hehe, en það líður yfir mig í 90% tilvika þegar ég fer inn á spítala. Ég sagði frá þessu, eins og alltaf, og slökkviliðsmaðurinn sagði að það væri þá best að hann yrði inni hjá mér. Og svo brosti hann svo sætt. Það leið ekki yfir mig.

|

Er gjörsamlega að gefast upp á að finna titla
Þegar ég kom út í morgun þá var eldri maður að skafa snjó af bíl. Þetta er auðvitað strangt til tekið bílinn hans líka en það er konan hans sem keyrir alltaf. Mér finnst eitthvað sætt við þetta. Ekki það, ég er svo mikil kvenremba að ég myndi aldrei taka í mál að maðurinn minn, ef ég ætti hann, myndi skafa bílinn fyrir mig.
Nú er ég í þversögn við sjálfa mig. Það fer í taugarnar á mér hvað margar konur eru ósjálfbjarga. Hvað samfélagið er búið að ákveða að suma hluti eigi karlmenn að sjá um og aðra hluti eigi konur að sjá um. Nú er ég ekki endilega að tala stóru málin sem er marg búið að rífast um og sanna að kyn kemur því ekki við hvort fólk geti sinnt þeim eða ekki. Það eru litlu hlutirnir. Ef ég held opinni hurð fyrir karlmann þá finnst mér hann yfirleitt verða hálf vandræðalegur. Oftar en ekki þá eru það karlarnir sem keyra þegar pör eru saman í bíl, þetta er reyndar aðeins að breytast. Það eru yfirleitt karlarnir sem eiga verkfærin og sjá um hluti sem tengjast notkun þeirra. Bílinn er oftast líka í umsjón karlanna. Konur sjá svo aftur á móti um saumvélina, bökun, þvott ofl.
Það er yfirleitt ekki talað um þetta þegar er verið að tala um jafnrétti. Þessari skiptingu tökum við yfirleitt sem sjálfsagðri. Hvers vegna?
Ég hef reynt að verða sjálfbjarga á sem flestum sviðum. Kannski vegna þess að ég hef aldrei gert ráð fyrir að giftast og þar með myndi ég ekki hafa neinn sem sæi um hinn helmingin. Mér finns líka óþægileg tilhugsun að vera algjörlega upp á einhvern annan komin. Ég hef líka komist að því að margt að því sem heyrir undir karlana er bara mjög skemmtilegt. Samt finnst mér sætt að sjá manninn skafa bílinn fyrir konuna sína.
Hér kemur önnur frásögn sem er í þversögn. Konan sem á hesthúsið við hliðiná mínu er rúmlega fimmtug. Ekki alveg í besta líkamlega formi. Maðurinn hennar hefur ekki áhuga á hestum. Stundum hef ég orðið vitni að því að hann keyrir hana upp eftir en situr svo út í bíl meðan hún mokar undan hestunum og gefur. Þetta fer alveg ógurlega í taugarnar á mér. Fyrst hann er að fara með henni upp eftir á annað borð afhverju getur hann ekki hjálpað henni að moka? Nú finnst mér ekki tiltökumál að moka í mínu húsi og kannski finnst henni þetta ekki mál heldur.
Kannski er ég alls ekki í neinni þversögn við sjálfa mig. Mér finnst bara alveg sjálfsagt að gera sem mest sjálf og ef ég get hjálpað einhverjum öðrum við eitthvað, hvort sem það er að sauma á tölu eða setja upp ljós eða hvað annað þá finnst mér það bara alveg sjálfsagt. Það skiptir mig ekki máli hvort viðkomandi sé karlkyns eða kvenkyns.
Ég get alveg fyrirgefið eldra fókinu sem var alið upp við önnur gildi og önnur viðhorf að vera aðeins fast í þessum gömlu hlutverkum. En í guðana bænum, viljið þið hin fara að sjá að þetta er alveg fáránlegt. Fólk á bara að fá að sinna því sem það hefur áhuga á, af hvoru kyninu sem það er. Það er alveg jafn eðlilegt að kona hafi áhuga á bakstri og bifvélaverkjun og karl má alveg hafa áhuga á fatasaum eða fiskveiðum. Viðkomandi er ekkert minni eða meiri karl eða kona fyrir vikið. Ég vildi að við gætum hætt að skilgreina okkur endalaust út frá kyni og gætum farið að skilgreina okkur sem persónur.

|

Tuesday, November 16, 2004

Life's a bitch and then you die
Er farin að vera svo morgunhress að það er bara ekki hemja. Bara vöknuð fyrir allar aldir og borða morgunmat og allt saman. Hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að verða manneskja sem fílar að vakna á morgnana. Var alltaf svona sofa helst til hádegis týpa. Ef þetta er ekki merki um að ég sé að verða gömul þá veit ég ekki hvað. Finnst alveg ömurlegt að vera vakandi fram eftir á kvöldin. Ef ég er vakandi eitthvað fram yfir miðnætti þá verð ég fúl.

Einhver ónefndur er hefur greinilega miklar áhyggjur að fari að fara mér eitthvað á voða þegar það kemur að karlamálum.
"Hver er þessi Sívar sem er alltaf að kommenta á síðuna hjá þér?"
"Það veit ég ekki. Hann les bara síðuna mína og ég hans. Svo tölum við saman í gegnum kommentakerfið."
Jæja, það er búið að komast að því hver ÞESSI Sívar er. Hann er víst nokkuð heiðarlegur á síðunni sinni.
"Nú, kom smiðurinn með börnin sín með sér? Er þetta eitthvað skilnaðar dæmi? Hann er kannski ekki jafn æðislegur og þér finnst?"
Mér er alveg sama þótt smiðurinn sé eitthvað "skilnaðardæmi", mér finnst hann samt æðislegur. Geri heldur ekki ráð fyrir að það verði neitt meira en það. En það er gott að einhver hafi áhyggjur af manni.

Ætlaði að vera ógjó dugleg í gær og kaupa krossviðarplötur. Þær voru auðvitað ekki til í þeirri stærð sem ég vildi fá. Koma á miðvikudaginn. Þetta er auðvitað hluti af alheimssamsærinu gegn mér. Var samt voða dugleg og setti upp bekk á kaffistofunni. Og EF ég verð alveg rosalega dugleg þá set ég upp hinn bekkinn í dag. En nú er ég að renna út á tíma. Þarf að taka inn fyrstu hrossin í byrjun desember. Vona að sæti, æðislegi smiðurinn komi að hjálpa mér í kvöld, haha.

|

Sunday, November 14, 2004

I was freezing my nuts off
Druslaðist með hálfum hug í kofann í dag. Meira með það í huga að ef ég færi ekki eitthvað út úr húsi þá myndi ég vera gjörsamlega mygluð undir kvöld. Kom nú ekki miklu í verk en eitthvað þó.
Var alvarlega að íhuga að kalla þetta gott þegar smiðurinn kemur keyrandi. What!
Var gjörsamlega búin að afskrifa hann í þessu veðri. Hann var líka búinn að segja að hann ætlaði ekki að koma um helgina. Það var bara út af því að hann kom með glerið í gluggana á föstudaginn og sá að ég var búin að einangra að hann sagði að hann ætlaði að reyna að koma á sunnudeginum en það væri nú reyndar pabbahelgi og eitthvað blabla. Leiðist ógurlega þegar fólk segist að ætla að reyna að koma og kemur svo aldrei. Finnst bara betra ef það segist ekki ætla að koma. En þarna var hann kominn...með börnin með sér.
Þetta reyndust nú annars vera ágætis stelpur og styttu sér stundir með því að klappa og kela við kettina. Smiðurinn gekk frá í kringum gluggana og nú er þetta voða smart. Finnst alveg rosalega gaman að horfa á hann vinna. Hann er svo nákvæmur og vandvirkur að ég er gjörsamlega heilluð. Liggur við að ég kikni í hjánum, haha. Amazing what turns one on.
"Pabbi. Ég hélt að þú hefðir sagt að við ætluðum ekki að vera lengi?"
"Ég ætlaði ekki að vera lengi. Bjóst ekki við að það væri neinn hérna og ég ætlaði bara aðeins að líta við til að geta sagst hafa komið."
Ég stóð úti í lengri og skemmri tíma að halda undir hitt og þetta í þessum líka skítakulda. Var bara guðs fegin þegar hann sagðist ætla að fara að koma sér heim.

|

Smá kattarblogg
Ég hef nú minnst á hana Jósefínu hér áður (hægt að sjá mynd á myndarsíðunni). En svona til upprifjunar þá er það kötturinn minn sem er orðinn 14 ára, verður 15 ára 3. febrúar næstkomandi. Þessi dama er því búin að fylgja mér í gegnum súrt og sætt meira en helming ævi minnar og er því skiljanlega búin að öðlast ákveðinn virðingarsess.
Daman er nú ótrúlega hress miðað við háan aldur og hafa fengið krabbamein og þurft að fara í stóra aðgerð þar sem var fjarlægt æxli á stærð við hnefann á mér sem var í leginu. Þegar kemur að þessari dömu er ég því tilbúin að leggja ýmislegt á mig til að tryggja að henni líði sem best.
Svo var það einn morgun fyrir u.þ.b. viku að ég kom fram og fann fremur ósmekklega klessu á gólfinu. Ég ætla hlífa ykkur við frekari lýsingum en læt nægja að hún gaf til kynna að einhver væri kannski ekki góður í maganum. Þótt fleiri ferfættlingar séu á heimilinu þá lá samt beinast við að álykta að þetta tengdist gömlu konunni. Það er þekkt að gamlir kettir og raunar flest dýr sem ná háum aldri geti orðið viðkvæm í meltingunni. Ég trillaði mér því út í búð og keypti fisk og sauð við mikinn fögnuð allra viðstaddra.
Í vikunni átti ég svo erindi á Dýraspítalann og notaði tækifærið að fá smá leiðbeiningar um hvað væri best að gera fyrir drottninguna. En hér er það sem málin fara að vandast. Það er til töluvert úrval af sérþróuðum þurrmat fyrir næstum hvaða vandamál sem getur hrjáð ketti. Uppistaðan í fæði drottningarinnar síðastliðin 14 ár hefur hins vegar verið dósamatur. Ofan á það lætur hún ekki bjóða sér hvað sem er. Ef maturinn er ekki að hennar skapi er horft á mann ásökunnar augum og svo gengið í burtu án þess að snerta á matnum. Ég keypti nú samt sérhannaðann ellismellamat fyrir dömuna, sem hún vildi ekki.
Vandamálið er samt ekki þurrmaturinn. Það er dósamaturinn sem fer verr í maga. Það er því miður þrautin þyngri að nálgast sérhannaðan ellismella dósamat, þótt hann sé til. Það er líklega ekki mikið um ketti á þessum aldri á landinu. Ellismella maturinn miðast við eldri en sjö ára.
Mér var bennt á að ég gæti líka bara lagað handa henni ýmist kjötmeti sem er mildara í magann en niðursoðni, vítamínbætti dósamaturinn. Aha!
Fiskur í miklu mæli er ekki æskilegur því hann veldur hárlosi. En ég prufaði að steikja hamborgara sem voru búnir að vera í frystinum í lengri tíma og féll í góðan jarðveg. Og svo var kjúklingur alveg kjörinn. Svo ég fór auðvitað og keypti kjúkling.
Þar sem þessar fínu kjúklingabringur eru alveg fáránlega dýrar þá ákvað ég að vera hagsýn húsmóðir og keypti heilan kjúkling. Hélt að það yrði nú ekki mikið vandamál. Var alveg staðráðin í að úrbeina bara helvítið og sjóða svo. Þannig gæti ég svo geymt hann í litlum skömmtum sem væri hægt að grípa til. Síðan hófst ég handa alveg galvösk. Ég var ekki hálfnuð þegar ég komst að því að það væri þrautin þyngri að úrbeina kjúkling. Gafst hreinlega upp á að vera að rembast þetta með fína hnífnum og endaði á að grípa til eldhússkæranna. Það var mun auðveldara að klippa bara helvítið niður. Eftir langa mæðu var ég svo búin að pilla allt kjöt af beinunum og henda í pott. Skellti honum svo á hlóðir og hóf suðu. Þvílíkur viðbjóður. Fyrst myndaðist þessi líka ógeðslega fitubrák ofan á vatninu. Svo verður að segjast að soðinn kjúklingur er álíka geðslegur og annað soðið kjöt. Svona hálf grár eitthvað og óspennandi. En látum það vera, þetta var ekki handa mér.
Þetta var sem sagt í gær og vakti nokkra lukku meðal ferfættlinga heimilisins. Svo kom ég fram í morgun og gamla var mætt og beið eftir sínum mat. Ég auðvitað stökk til og náði í meiri kjúkling. "Á að bjóða manni upp á þetta aftur? Ég át þetta í gær. Nei þakka þér fyrir." Að því búnu rölti hún í burtu.

|

Saturday, November 13, 2004

Fullt af familydæmi
Í gær var vikulegt Idol kvöld fjölskyldunar. Ég notaði tækifærið og réðst á saumavélina hjá múttu. Ég var svo öflug að sauma gluggatjöld og púðaver fyrir kaffistofuna. Þetta vakti mikla kátínu hjá mæðgunum. Það væri aldeilis að það ætti að vera flott í kofanum. Mér fannst þetta nú bara ekkert fyndið. Keypti púða í Ikea og efni í Rúmfatalagernum, ætlaði bara aðeins að gera kósý á kaffistofunni. "Tvibbinn" sagði að ég skyldi ekki halda að ég fengi að vera með svona stæla þegar við myndum flytja í Spinstercity apartments. Fengi ekki að fylla allt af gluggatjöldum og púðum. Skil bara ekkert í þessu.
Svo erum við að fara í útskrift núna á eftir og það þýðir að ég þarf að hitta stórfjölskylduna. Finnst það alltaf eitthvað sceary, veit ekki afhverju, það er ekki eins og þau bíti.

Annars er ég orðin alveg hryllilega kölkuð. Ætli ég sé ekki komin með sag í hausinn eftir allar þessar framkvæmdir. Fullt af hlutum sem ég búin að ætla tjá mig um en gleymi svo jafn óðum.
Eitt sem ég man, eða rifjaðist upp fyrir mér, var frétt sem var í stórmenningarblaðinu DV. Það er rithöfundur hér í bæ sem er með lifrarbólgu C og segist, líkt og Pamela Anderson, hafa fengið hana af tattonál. Mér finnst það alveg merkilegt. Hef nú alltaf heyrt að algengustu smitleiðirnar væru af því að deila öðruvísi nál en það. En það er auðvitað ekki hægt að viðurkenna svoleiðis. Gott að vera með tatto undir svona kringumstæðum.

|

Thursday, November 11, 2004

Arafat - Jólin - Dalandi vinsældir
Er þá Arafat örugglega dauður? Sýnist það miðað við fréttir á mbl.is en það er aldrei að vita.

Fer ógurlega í taugarnar á mér að allt þetta jólastand sé byrjað. Getum við ekki beðið fram í desember? Það er ekki hægt að fara orðið í eina einustu búð án þess að það sé jóladrasl út um allt. Það er líka orðin meiri umferð og hún á bara eftir að aukast. Er farin að þurfa að standa í löngum röðum í byggingavöruverslunum því allt í einu er fullt af fólki að kaupa alls konar drasl, líklega allir að koma sér í stand fyrir jólin. Í alvöru, er ekki nóg að maxa kreditkortin fyrir einhverjum jólagjöfum sem enginn þarf? Þarf að setja sig algjörlega á hausinn með því að standsetja heimilið líka?

Ég hef tekið eftir dalandi vinsældum mínum í blogg heimum. Farin að fá færri heimsóknir og nær engin komment. Bjóst ekki við að ég tæki þetta nærri mér but I do. Er ég allt í einu orðin svona leiðinleg? What am I doing wrong? Það er svona þegar maður er búinn að bragða á vinsældum, there is just no going back. Kannski ég ætti að fara að scandilæsera til að fá athygli. Það eina sem er verra en slæm umfjöllun er engin umfjöllun, hehe.
Nei, ég held mínu striki og mun halda áfram að senda skoðanir mínar út í heiminn þótt enginn hafi áhuga á þeim. You can't keep me down!

|

Wednesday, November 10, 2004

Æ, bara röfl um hitt og þetta
Það er ekki alveg á hreinu hvort Arafat er lifandi eða ekki??? Sem er mjög skrítið því ég hélt að það væri bara hægt að vera annað hvort. Svo var einhver palestínugæji og sagði að það gengi gegn múslimskri trú, og raunar öllum trúarbrögðum, að taka öndunarvél Arafats úr sambandi. Ok, correct me if I'm wrong en voru til öndunarvélar þegar Kóraninn og fleiri trúarrit voru skrifuð? Ég hélt ekki. Svo hvernig getur það gengið gegn vilja "guðs", eða hvað þið viljið kalla ykkar trúartákn, að taka vélina úr sambandi?

Samkvæmt mjög óvísindalegri könnun Íslands í dag eru yfir 70% óánægð með nýja borgarstjóraefnið. Akkurru? Er þetta ekki bara allt í lagi kostur? Skil nú bara orðið ekki hvað það er sem fólk vill. Mér fannst Þórólfur raunar ekkert þurfa að segja af sér en hann gerði það nú samt.

Kom engu í verk í dag. Líklega andlega ládeyðan sem er að drepa mig, by the way, var ég búin að nefna það að ég er að deyja úr andlegri ládeyðu? Gæti líka verið út af smiðnum. Upplifi mig sem algjöran bjána þegar hann er á staðnum. Maðurinn er bara allt of handlaginn og nákvæmur. Svo líður mér eins og ég sé vængbrotin þegar hann er ekki á staðnum. Vil helst ekki láta hann koma og sjá hverju ég er búin að klúðra meðan ég var ein. Þoli ekki svona. Hef alltaf verið svo sjálfstæð og sjálfbjarga. Þarf að hrista þetta af mér sem fyrst. Er vön að gera hlutina ein og ætla sko ekki að fara verða einhver kerling.

Svo var ég að horfa á uppáhalds þáttinn minn, extreme makeover. Sameinaði tvö af mínum helstu áhugamálum í kvöld, fegrunaraðgerðir og brúðkaup. Barbie og Ken giftust í Disney World, ÆÐISLEGT. Ef það væri eitthvað sem ég myndi enn síður gera en að fara í fegrunaraðgerð þá væri það að gifta mig í hvítum brúðarkjól. I would just die.

|

Fúl núna
Það er spáð brjáluðu veðri og smiðurinn sveik mig í gær. Þegar ég kíkti á kofann í dag var vindpappinn byrjaður að losna. Ég stökk til með heftibyssuna og skellti honum upp aftur. Er samt drulluhrædd um að hann fjúki út í veður og vind. Hann sagðist ætla að koma á morgun. Það er eins gott annars fer ég og næ í hann. I know where he lives.

|

Tuesday, November 09, 2004

Annars...
er ég bara eitthvað voðalega misserable. Meira en mín venjulega andlega ládeyða. Bara skilur þetta ekki, hvað er um að vera? Kannski er þetta bara skammdegið. Allavega voðalega orkulítil og framtakslaus. Kannski ef ég ligg upp í rúmi með sængina upp fyrir haus líður þetta hjá, á nokkrum vikum.

|

Veit bara ekki hvað mér á að finnast
Eru tvö og hálft ár hæfilegur tími fyrir það að koma ekki alvarlega veikum manni til hjálpar?
Það er ekki eins og þeir hafi neitt eiturlyfin ofan í manninn. Mér finnst líklegt, þótt ég viti auðvitað ekkert um það, að hinn látni hafi ekki viljað fara á spítala meðan hann hafði rænu til að tjá sig um málið til að lenda ekki í klandri. Auðvitað er það forheimska að dumpa ekki bara manninum einhversstaðar og hringja á sjúkrabíl. Forheimska er reyndar ekki lögleg afsökun fyrir því að láta mann deyja. Hin hliðin er auðvitað sú hversu náskylt þetta er morði. En miðað við aðra dóma sem hafa verið að falla er þetta kannski mikið. Ég bara hreinlega veit ekki hvað mér á að finnast.

|

Monday, November 08, 2004

Hva!!! Er eitthvað um að vera í þjóðfélaginu?
Ég er búin að vera svo gjörsamlega á kafi í mínum eigin málum að ég hef ekki spáð mikið í þjóðfélagsmálin hvað þá tjáð mig um þau. Ég ætla aðeins að bæta úr því.

Finnst þetta fjaðrafok í kringum borgarstjórann hálf asnalegt. Síðan hvenær er hægt að reka mann fyrir eitthvað sem maður gerði í síðasta starfi? Menn hafa gert margt miklu verra án þess að segja af sér. Raunar segir Sverrir á sinni síðu að þetta sé einmitt munurinn á Vinstri Grænum og íhaldinu. Hann hefur kannski eitthvað til síns máls.

Svo fara kennararnir aftur í verkfall í fyrramálið. Þetta var nú meiri vitleysan þessi miðlunartillaga. Gaman samt að sjá hvað kennararnir standa vel saman. 93% felldu tillöguna. Það mætti vera svona samstaða á fleiri sviðum. Á ekkert að fara bara að láta þetta fólk fá almennileg laun og hætta þessu rugli?

Áfram Esso. Eina félagið sem biðst bara afsökunar án þess að vera með stæla við aðferðir samkeppnisráðs. Gott hjá þeim. Ég ætla að versla við Esso. Því miður eru ódýru stöðvarnar svo langt úr leið fyrir mig að ég spara ekkert á því að keyra þangað.

Humm...er ekki eitthvað fleira um að vera? Hreinlega man ekki eftir neinu. Oh well.

|

Saturday, November 06, 2004

Ég ætti að vera ánægð en ég er bara þreytt
Það var mæting klukkan níu. NÍU!!! Þessi maður á ekkert líf eða er bara allt of duglegur, smiðurinn það er að segja. Ég druslaðist á lappir klukka 8.15 í morgun, ÞAÐ ER LAUGARDAGUR!!! og ég að drepast úr skammdegisþunglyndi. Hann er samt voða duglegur þessi elska. Ég er voða hrifinn af smiðnum mínum, það breytist líklega þegar ég fæ reikninginn en hva!
Talandi um það. Það eru allir miðaldra karlmenn í hverfinu (hesthúsahverfinu), svona næstum allir, búnir að stinga inn nefinu að forvitnast. Hvað ég sé að gera og hvað hafi verið að. Hvort þetta sé ekki dýrt og aumingja, aumingja litla ég að þurfa ráða iðnaðarmann. En hvað á ég að gera? Það verður bara að bjarga sér. Ég þarf að vísu líklega að fara á hnéin og biðja um hagstætt greiðslufyrirkomulag. Kannski ég geti brosað og blikkað augunum líka.
Svo á ég að mæta klukkan tíu í fyrramálið. Ég ætti að vera ánægð með hvað hann er duglegur og samviskusamur en ég er bara drulluþreytt. Maður er bara aldrei ánægður er það?

|

Friday, November 05, 2004

Góður dagur í gær-slæmur dagur í dag
Átti bara býsna góðan dag í gær.
Smiðurinn er rosa duglegur. Reyndar er ég að hugsa um að láta nágrannann hinum megin við götuna borga helminginn af reikningnum því hann er alltaf að tefja smiðinn með spurningum. Svo er sæti smiðurinn ekki nema nokkrum árum eldri en ég, gvööð.
Síðan fór ég í saumaklúbb og það var bara rosa fjör. Kom heim seint og síðar meir. Dömurnar búnar að stofna bloggsíðu fyrir klúbbinn og læti.

Dagurinn í dag var annað mál.
Ég var inni í allan dag og það hefur ekki góð áhrif. Var ekki hress þegar ég loksins druslaðist út. Fór svo á dominos til að sækja pizzur fyrir Idol kvöldið. Ég ætla aldrei aftur að versla þar. Allt í einu eiga allir að bíða í röð. Jú, það væri voða sniðugt ef það hefði alltaf verið gert en það er ekki raunin. Svo mér var skipað aftast í röðina þótt pizzan mín stæði þarna og kólnað og stór hluti af liðinu í röðinni var að panta. Svo er loksins komið að mér og ég auðvitað hundfúl. Hefði komist yfir það ef... Það kom inn gamall karl, tróðst fremst og heimtaði sína pizzu, hann var jú búinn að panta. Þá fór stúlkan eyða tíma í að útskýra og eitthvað kjaftæði og ætlaði svo að gefast upp og afgreiða karlinn. Þessi sama stúlka veigraði sér ekki við að reka mig aftast. Svo ég nokkuð illa fúl, greip fram í og sagði að það kæmi ekki til greina að hann fengi að ryðjast fremst og fengi svo bara afgreiðslu. Þá gat stúlkan allt í einu ekki staðið á sínu og rauk úr afgreiðslunni. Ok, viðurkenni fúslega að var ég algjört bitch en hei, þetta var ekki sangjarnt.

|

Tuesday, November 02, 2004

Oh what a wonderful day
Smiðurinn kom í dag. Það þarf ekki mikið til að gleðja mig.
Þetta var farið að verða hálf vandræðalegt. Karlar í hverfinu voru farnir að banka upp á og spyrja hvort mig vantaði smið í vinnu. Ég auðvitað neitaði og sagði að ég hefði smið, væri bara að bíða eftir að hann hefði tíma til að koma. Sá það fyrir mér að karlanir væru farnir að stinga saman nefjum og "Þarna er hún greyið. Þessi sem er að bíða eftir smiðnum sem er ekki til. Synd..." En nú er hann búinn að koma og búinn að skipta um helminginn af fótstykkinu oooog hann ætlar að koma aftur á morgun. Ég er bara brosandi allan hringinn.
Þetta var minna mál en ég hélt. Tók auðvitað tíma en hva! Ógjó sneddý. Lyfti hliðinni í húsinu með vogarafli til að hægt væri að koma nýja fótstykkinu fyrir. Auðvitað bara nokkra sentímetra en það var samt dáldið töff.

|

Monday, November 01, 2004

"Hún reitti mig til reiði"
Það tók ekki langan tíma.
Ein fyrsta fréttin sem ég heyrði í dag var sú að maður væri grunaður um að eiga aðild að dauða konu sinnar.
Í kvöld kom svo í ljós að maðurinn, 29 ára, hafi játað að hafa valdið dauða konu sinnar, 25 ára. Hann sagði einnig að þetta hafi verið slys en konan hafði reitt hann til reiði.
En það er auðvitað ástæða til sýknu eins og við höfum nú nýlegt fordæmi um.
Sorglegast af öllu er nú samt sú að þessi ólánsömu ungu hjón áttu tvö börn, 1 árs og 4 ára, sem eiga eftir að alast upp við þá vitneskju að pabbi þeirra drap mömmu þeirra.

|