Friday, February 25, 2005

Blessuð blíðan
Það er merkilegt hvað veðurfarið hefur mikil áhrif geðslagið. Þegar ég sá að það var komin sól þá lifnaði eitthvað yfir mér. Eins og það sé ávísun á betri dag þótt sólin láti sjá sig.
Verð þó að viðurkenna að mér fannst einhver skítalykt liggja yfir borginni þegar ég kom út. Kannski það sé eitthvað tengt því að það var fullt tungl í gæt og því líklega stórstreymi. Sjórinn kannski að skila hluta af því sem við höfum verið að henda í hann.
Það má samt færa rök fyrir því að þegar lagt er upp með bjartsýni þá gangi hlutirnir yfirleitt betur og þannig verði dagurinn betri. Ætla að hafa það bakvið eyrað í dag og gá hvort að dagurinn verði betri.

|

Wednesday, February 23, 2005

Dagur dauða og djöfuls
Fólkið bakvið fyrirsagnirnar.
Fólk sem ég umgengst á reglulegum basis er almennt ekki í fréttum. Það kom því ekki til af góðu að sambýlingur vinkonu minnar komst í fréttirnar síðasta sumar. Hann komst aftur í fréttirnar í dag. Fréttirnar voru ekki góðar í dag.
Sambýlingur vinkonu minnar er leigubílstjórinn sem var skorinn á háls síðasta sumar. Í dag var maðurinn sem reyndi að drepa hann sýknaður í héraðsdómi.
Skurðurinn er 18cm langur. Held að ég muni rétt að það hafi þurft að sauma ein 50 spor. Það munaði hársbreidd að slagæðin hefði farið í sundur. Það sem bjargaði honum frá meiri skaða var að hann var með undirhöku.
Árásarmaðurinn sagðist ekki muna eftir neinu. Enginn sá þegar hann skar en enginn annar var á svæðinu. Það vita allir hver gerði þetta. Þökk sé lögreglunni tókst ekki að sanna það.
Vinkona mín var búin að segja mér það eftir að búið var að flytja málið að henni litist ekki á þetta. Auðvitað vonuðu þau samt það besta.
Hann er búinn að standa sig vel þrátt fyrir það sem gerðist. Auðvitað hefur þetta haft neikvæð áhrif en hann hefur gert sitt besta. Ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður núna.
Ég sendi vinkonu minni sms í dag. Sagði að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja annað en mér þætti þetta ömurlegt. Treysti mér ekki til að hringja. Hvað getur maður sagt undir svona kringumstæðum? Hvað getur maður sagt til að hughreysta fólk eftir að sá sem reyndi að drepa það er sýknaður? Aldrei þessu vant er ég orðlaus. Ég er bara gjörsamlega miður mín.

Eins og þetta eitt og sér hafi nú ekki verið nóg til að eyðileggja daginn.
Þá dreif ég mig með hana Kólgu til dýralæknis. Hann staðfesti það sem mig grunaði. Hún er það sem við köllum búin í fótunum. Hún hefur verið að hnjóta með mig þetta litla sem ég hef hreyft hana. Sinarnar eru búnar. Það finnast ekki sinaskil þegar framfæturnir eru þreifaðir. Hún kveinkar sér þegar þrýst er á ákveðnum stöðum. Það er ekkert að gera annað en að senda hana á fund forfeðrana.

Svona sem bónus.
Þá ætlaði ég að fara með litlu beljuna (Röskvu) í gerðið. Reyna að temja hana eitthvað. Var búin að leggja á og allan pakkann. Fór með hana í hringgerðið. Setti tauminn yfir hausinn á henni og ætlaði að láta hana hlaupa nokkra hringi og losa spennu áður en ég færi á bak. Hún þarf auðvitað alltaf að hafa hausinn í jörðinni. Svo taumurinn datt fram á eyru. Þá hékk hann þannig að hún náði að stíga í hann og flækja sig. Við það steig hún aðra framfótarskeifuna af sér. Ég komst aldrei á bak og hún hljóp ekki nema hálfan hring.

Ég ætla bara að vera heima í kvöld og eta nammi.

|

Monday, February 21, 2005

Mánudagur til mæðu
Hverju orði sannara í dag. Stundum þá vinna aðstæður saman til að gera hlutina enn ömurlegri. Það gerðist í dag.

Það þarf smá set up til að frásögnin skili sér.
Ég var með drenmottur í stíunum. Þetta eru þykkar mottur og til að þær virki rétt þarf að hafa skol-kerfi. Þá liggur rör neðst eftir gólfinu sem er búið að bora lítil göt í. Kraninn er svo staðsettur ofarlega inn í stíunni. Þegar motturnar eru í stíunum þá rennur vatnið undir motturnar þegar skrúfað er frá. Ég var sem sagt búin að taka motturnar en ekki kranann. Ég var bara búin að setja band á hann til bráðabirgða.

Svo eru niðurföllin búin að vera hálf stífluð í allan vetur. Búin að setja nokkrum sinnum iðnaðarstíflueyði í þau en allt kemur fyrir ekki. Það rennur niður, bara mjög hægt.

Eruð þið búin að fatta hvað gerðist?
Eitt hrossið hefur náð að skrúfa lítilega frá krananum. Vatnið hefur verið búið að renna í nokkurn tíma þegar ég kom. Þetta var í tveimur innri stíunum. Ok, nokkuð ljóst. Tvær stíur fullar af hrossaskít og vatni. Það eitt hefði verið nóg. En þar sem niðurfallið er bilað þá gat vatnið ekki runnið niður og út skólplögnina út í götu. Svo það flaut upp um niðurföllin í fremri stíunum. Svo ég var með fjórar stíur fullar af hrossaskít og vatni. Það tók þrjá og hálfan tíma að ausa út vatninu og moka út skítnum. Þar sem engin niðurföll virka vel, þá varð ég að bera vatnið út í götu og hella því þar.

Mér tókst auðvitað að snúa aðeins upp á vinstri úlnliðinn á mér eða eitthvað. Anyway, it hurts. Þetta var heldur ekki mjög gott fyrir bakið og nú er ég með mjóbaksverki. Ég var, með öðrum orðum, blaut, skítug og stór slösuð eftir daginn. Buhu.

|

Sunday, February 20, 2005

Konudagurinn
Já, það var víst konudagurinn í dag. Og nei, það var enginn sem gaf mér blóm eða neitt annað.

Múttan hafði orð á því í gær að sig langaði í tertu með kaffinu og steik í kvöldmatinn.
Ég var því góð dóttir og trítlaði í bakaríið að kaupa tertu. Hélt að mér væri orðið óhætt að fara út rétt rúmlega þrjú. Jú, mikil ósköp. Það var mjög lítið um eiginmenn og önnur viðhengi á þeim tíma. Það var líka mjög lítið um tertur. Það eina sem var til var terta ársins. Ég ákvað að kaupa hana með semingi. Keypti svona tertu ársins einhvern tímann og hún var með fishermans friend og einhverju, ekki góð. Þessi var nú betri.
Lennti í því síðasta konudag að koma við í bakaríinu á leið heim úr hesthúsinu eftir að hafa gefið morgungjöf. Bakaríið var fullt út úr dyrum af karlmönnum að versla. Mátti þakka fyrir að vera ekki troðin niður.

Fór að rifja upp síðasta konudaginn sem minn fyrrverandi gaf mér blóm. Hann kom með blómvönd úr matvörubúðinni. Hann var alveg hrikaleg nánös. Það var ekki það að ég hefði viljað stærsta og dýrasta blómvöndinn úr blómabúðinni. Ég hefði samt frekar viljað eina rós úr blómabúðinni en blómvönd úr matvöruversluninni. Það er þetta "það er hugurinn sem gildir". Það að fara í blómabúðina að kaupa eina rós segir að hann hafi munað eftir mér. Ekki staðið í röðinni í matvörubúðinni og allt í einu séð skiltið og "Já, það er konudagurinn í dag." Blómin í matvörubúðinni og á bensínstöðinni eru til að grípa með sér hversdags til að lífga upp á daginn.

Annars er ég ekkert mikið fyrir svona daga. Færi ekki í einhverja geggjaða fýlu þótt ég fengi engin blóm. Vil frekar láta muna eftir afmælinu mínu og þannig dögum.

|

Saturday, February 19, 2005

Framhald frá því í gær
Gleymdi að segja ykkur að það er alveg merkilegt að þegar ég er að reyna að stilla inn stöðvarnar á sjónvarpið næ ég alltaf best Omega. Það þarf nefnilega að stilla stöðvarnar næstum í hvert skipti. Er Omega með einhvern mega sendi? Eða er verið að reyna segja mér eitthvað? As if.
Sáuð þið viðtalið hjá Jóni Ársæli þar sem hann talar við eitthvað nutcase sem stendur að þessari stöð? Konan á að vera veikari eitthvað bullshit og staður hennar er hjá manninum. Hvað er eiginlega mikið af þessu ofsatrúarliði orðið? Lýst ekkert á þetta.

Var ógeðslega löt í hesthúsinu. Negldi reyndar eina skeifu undir Grímu. Hún var að detta undar svo ég dró hana undan í gær til að hún meiddi hana ekki. Nennti svo ekki að negla undir hina afturlöppina líka. Geri það á morgun. Og svo svona fyrst sumir eru erlendis þá talaði ég við Jakob í gær og hann ætlar að koma í vikunni að járna keppnisgræjuna. Hann er orðinn svo framvaxinn. Þú veist þá af því.

|

Friday, February 18, 2005

Stundum, þá er bara ekkert að gerast
Ekki einu sinni áhugaverð hugsun í gangi. Ég bið ekki einu sinni um frumlega.

Hvað er þetta með sjónvarpið um helgar? Ég neita að trúa að ég sé EINA manneskjan á landinu sem hefur yfirleitt ekkert betra að gera á föstudagskvöldum en að glápa á kassann. Það er varla ein einasta skít sæmileg mynd í kassanum á föstudagskvöldum.

Var reyndar ógeðslega dugleg í dag. Mokaði þvílíkan helling af skít. Mokaði megnið úr öllum safnstíunum. Skildi bara það þurrasta eftir. Fór samt þrisvar á bak og fór í bóklegan tíma á reiðnámskeiðinu. Kom heim að verða níu. Kannski ég ætti bara að lufsast í bað og fara svo í rúmið.

Þarf að fá nýtt sjónvarp í svefnherbergið. Er nefnilega með tölvuna þar. Fartölvuna sem ég get ekki farið neitt með. Er ekki búið að takast að fá nýja þráðlausu tenginguna til að virka. Finnst ágætt að fylgjast með sjónvarpinu með öðru auganum. Ólíkt kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi þá er sjónvarpið enn sá miðill sem ég nota mest. Get hámark hangið á netinu í klukkutíma í einu.

Annars er ég að lesa teiknimyndasögur sem "tvibbinn" lét mig fá, X-men. Hef dáldið gaman af þeim.

|

Thursday, February 17, 2005

Herre gud!
Litli bróðir ákvað að skella sér til Köben að hitta vini og vandamenn. Spurði hvort ég gæti hreyft keppnisgræjuna aðeins meðan hann væri í burtu. Ég hélt það nú.
Það var skítaveður í gær og hann fór nú bara á þriðjudaginn. Svo ég ákvað að skella mér í dag. Alltaf gaman að ríða góðum hesti, en herre gud! Klárinn er orðinn svo mikil græja og kominn með svo svakalegt sýningarbrokk að ég mátti hafa mig alla við. Til að skoppa nú ekki af baki á fyrstu skrefunum þarf að sitja brokkið í hálf-léttri ásetu. Þá lyftir maður þyngdinni úr hnakkanum og dúar niður í gegnum fæturna. Ég vissi þetta fyrirfram, svona hefur hann alltaf verið.
En það kom ekki í veg fyrir að ég var komin með nýrun upp í kok. Reyndi í sífellu að kyngja þeim meðan hin líffærin skoppuðu út og suður. Þurfti nú bara að setjast aðeins niður og jafna mig eftir þennan hristing. Held að öll líffærin hafi ratað á réttan stað aftur, eða ég vona það allavega.

|

Wednesday, February 16, 2005

Eitt og annað sem hefur flögrað um í hausnum á mér
Ég þoli ekki simpansa í sjónvarpi.
Hef ekkert á móti þessum dýrum almennt en vil ekki sjá þau í sjónvarpi. Nú er reglulega sýnd auglýsing þar sem simpansi á að keyra leigubíll. Hvernig þetta tengist pepsi-max eða hvað það nú er, er mér fyrir munað að skilja. Eru það í alvöru okkar stærstu vandamál að gosdrykkir séu sykraðir? Þessu tengt. Þá neita ég staðfastlega að neita gosdrykkja sem eru ekki uppfullir af sykri. Það sama á við um nammi. Enn síður neyti ég sælgætis sem á að vera með einhverju drasli sem verndar tennurnar. Gos og nammi á að vera sykrað og óhollt. Annars get ég alveg eins etið gulrót.
Hvaða simpansa varðar þá finnst mér þeir bara cheap laugh. Ef þið ætlið að láta mig hlægja með því að troða apa í föt og bleiju þá skuluð þið bara gleyma því. Er ekki spennt fyir kúk og piss bröndurum heldur.

Jósefína er orðin löggilt gamalmen...köttur.
Farin að drekka mjög mikið vatn. Það bendir til þess að hún sé líklega komin með nýrnavandamál eða sykursýki sem er þekkt í gömlum köttum. Það er samt gott að hún er duglega að drekka því suma ketti sem þjást af þessu getur þurft að hvetja sérstaklega til að drekka nóg.
Ég hef líka grun um að hún sé farin að kalka. Er búin að vera með kattarlúgu í næstum ár. Það var engin jafn fljótur að læra á dæmið og Fröken Jósefína. Síðan allt í einu fyrir 2-3 mánuðum hætti hún að geta farið inn og út, svona stundum. Svo það kemur fyrir nokkrum sinnum á dag að hún stendur og klórar og klórar. Það ber samt minna á því allt í einu að hún komist ekki út. Aftur á móti þarf að stökkva til í tíma og ótíma og hleypa henni inn. Ég skildi ekkert í þessu og fyrir nokkrum dögum tók ég mig til og hætti að hleypa henni inn. Í staðinn stilli ég mér upp við lúguna, sit á hækjum mér þannig að hún sjái mig, tala svo rólega til hennar og segi henni að koma inn til mín. Það hefur ekki brugðist. Allt í einu verður hún pollróleg og kemur átaklaust inn. Er farin að halda að hún fari í eitthvað panic og gleymi hvernig hún kemst inn. Ekki gott að segja samt.
Skilst að þegar köttur hefur náð 15 ára aldri sé hann orðin "aged" eða gamall.

Ætlaði að kaupa mér baðolíu um daginn. Hélt að tilgangurinn með baðolíu væri að veita húðinni raka. My bad. Allar baðolíur virðast sér-hannaðar í einhverjum öðrum tilgangi þótt það sé nefnt í framhjáhlaupi á sumum að þær mýkji húðina.
Hvernig nákvæmlega getur baðolía læknað liðverki, höfuðverki, vöðvabólgu og guð einn veit hvað fleira? Veit að hitinn úr vatninu hjálpar með sumt af þessu en hann gerir það hvort sem það baðolía í vatninu eða ekki.
Ég verð víst að nota eitthvað svona bodylotion-drasl. Ég sem hata að maka mig út í kremdrullu. Annað hvort það eða þorna upp í þessum kuldaköstum. Það er orðið svo mikið viðhald á þessum líkama að það er orðið fáránlegt. Ætti kannski bara að sleppa þessu og ganga í sjóinn þegar ég verð 45 ára og allt draslið ónýtt.

Dreymir reglulega að það sé búið að skella mér aftur í 10. bekk. Verði að taka hann upp áður en ég fái að halda áfram frekara námi. Reyndar voru komnir fleiri gamlir bekkjarfélagar með mér núna síðast, allir í sömu stöðu. Held að þetta sé það sem kemst næst því að fá martröð nú orðið.

Digital-draslið farið til helvítis og ekki komið aftur.
Stöð 2 datt út á laugardaginn og hefur ekki náðst síðan. Hennti inn afruglaranum og fékk nýjan í von um að það væri vandamálið. Því miður ekki. Örbylgjuloftnetið á að hafa færst til. Það gengur ekki vel að fá mann til að skella sér út á þak á fimm hæða húsi í þessu veðri. Búin að skella mér á videóleiguna tvisvar í vikunni nú þegar.

Hell boy, my man. Var við öðru að búast.
Tók meðal annars Hell boy. Ég er mjög hrifin af þessum myndum sem eru gerðar eftir teiknimyndasögum. Hell boy er týpa sem ég fíla. Hann er hrifinn af köttum og allt saman.
Ég er alveg inn í vísindaskáldsögum, ævintýrasögum og þess háttar. Get alveg lifað mig inn í þannig myndir svo framalega sem lógíkin gengur upp miðað við forsendurnar sem eru gefnar í sögunni. Mjög fljót að grípa "reglurnar". Það fer hins vegar mjög í taugarnar á mér ef söguþráðurinn stennst ekki samkvæmt eigin logic. Það átti við um Stepford wives. Eina stundina voru eiginkonurnar vélmenni. Hina var búið að setja í örflögur í heilann á þeim. Svo voru þær aftur vélmenni en síðan þegar tölvan var eyðilögð þá urðu þær alveg normal aftur. Þoli ekki svona. Halda sig við sínar eigin forsendur takk.

|

Sunday, February 13, 2005

Truck of the year, ME!!!
Stóra systir er að standsetja baðherbergið hjá sér. Það er ekki langt síðan hún keypti þessa íbúð og baðherbergið var bara svona: "Og þið eruð búin að hafa þetta SVONA allan þann tíma sem þið hafið búið hér?" Skil ekki alveg sumt fólk. Þetta er voða huggó íbúð en innréttingarnar hjá fólkinu sem bjó þar áður voru mjög undarlegar to say the least.

Anyway. Eitt af því sem þurfti að gera var að fjarlægja baðkarið sem var. Líklega upprunalega baðkarið, svona pottbaðkar ef það segir ykkur eitthvað. Píparinn og aðstoðarmaður voru búnir að bera það fram á gang, másandi og blásandi. Ég var nú reyndar engan veginn að gera mér neina grein fyrir þyngdinni á baðkarinu en fyrst píparinn og aðstoðarmaður, hvort tveggja gamlir karlar, gátu komið því fram var ég nú alveg viss um að við myndum hafa þetta.

Stóra systir var næstum lögst í þunglyndi yfir þessu baðkarsmáli. Ó, mér láðist alveg að nefna stór atriði í þessu sambandi. Hún býr á fjórðu hæð. Hún var meira að segja búin að virkja nágrannann í þetta svo við yrðum fjögur. Síðan kom að því að bera baðkarið niður. Stóra systir alveg að deyja, reyndar búin að vera að bera niður grjót úr skilvegg, "tvibbinn" fékk tak í bakið, hafði verið í jóga og teygt eitthvað vitlaust, en ég og nágranninn vorum alveg við hestaheilsu. Hefðum nú alveg haft þetta tvö þótt ekki sé hægt að neita að það var auðvitað léttara að vera fjögur.

Því var sem sagt lýst yfir að ég væri enginn smá trukkur. I know. I'm an orginal MAN truck.

|

Saturday, February 12, 2005

Life's a bitch and then you die
Síðustu dagar eru búnir að vera hálf leiðinlegir eitthvað. Allt ómögulegt og leiðinlegt. Andleg ládeyða er búið að vera viðkvæðið. Allt liðið áfram í einhverri þoku.

Hrossin hafa ekki verið upp á marga fiska. Litla beljan mín er orðin litla hrossakjötið eða hrossakjöt á fæti. Hef alltaf vitað að hún væri óttaleg trunta en vá. Var að reyna að vinna með hana út í gerði og vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Þetta er bara sú alversta trunta sem ég hef komist í kynni við. Svo er hún svo obbolega sæt og skemmtilegur karakter þess á milli að ég fæ mig ekki til að slátra henni. Ef hún hefði nú bara verið hundur.

Fór í annan tímann af reiðnámskeiðinu á föstudagskvöldið. Missti af Idol-inu fyrir vikið. Þegar kom að síðustu æfingunni sem við áttum að framkvæma, framfótasnúningur, fór hún Gríma mín í þessa litlu fýlu að það var ekki að ræða það að hún hlýddi þessu. Ég sá það strax í hendi mér að þetta gengi ekki, þekkjandi mína konu, svo ég hætti bara og var að reyna að róa hana niður til að hún truflaði ekki aðra. Auðvitað fattaði reiðkennarinn ekki hvað var í gangi og sagði að ég skildi ekkert vera að reyna æfinguna fyrst hún léti svona. Ég svararði því til að ég væri ekki að því. Síðan þegar við vorum að láta hrossin slaka sér eftir tímann kom reiðkennarinn með langa ræðu um það að stundum þegar hlutirnir gengu ekki þá væri bara best að hætta, því maður yrði reiður og þá skildi hrossið ekkert hvað maður vildi og bla bla bla. Þegiðu fíflið þitt. Það var ekki það sem var að. Þótt að þetta væru eintómir byrjendabjánar sem væru á námskeiðinu þrátt fyrir að mér hafi verið sagt annað þá er alveg hægt að sleppa svona kjaftæði. Ég vissi alveg nákvæmlega hvað ég var að gera. Var fúl því hrossið tók bara nett fílukast og kennarinn vissi ekkert í sinn haus. Ekki af því þetta hefði ekki tekist hjá okkur og ég hefði orðið reið út hrossið. Er búin að vera í þessum bransa nógu lengi til að vita betur.

Svo tók múttan sig til og hálf reifst við mig í gær. "Tvibbinn" hringdi svo í mig í dag til að spyrja hvað hefði gerst því múttan væri svo fúl. Svo ég ákvað að láta bara alla í friði. Nei þá meikar múttan ekki að ég sé fúl út í hana og talaði við mig að fyrra bragði. Æ, þetta familíkreds allt saman getur þreytt mig alveg svakalega.

Eina bjarta hliðin á síðustu dögum var að það var tilboðshelgi á hjálmum í MR búðinni. Ég þurfti að nefnilega að splæsa í nýjan hjálm til að vera á þessu helvítis námskeiði sem ég ekki svo hrifin af. En ég fékk 12% afslátt af hjálminum og nokkuð ánægð með það. Kannski get ég farið að venja mig á að nota hjálm. Shit happens, you never know.

|

Thursday, February 10, 2005

Æ, bara totally heiladauð. Langaði bara að leika mér en ákvað að deila því með ykkur

|

Mér hefur alltaf fundist ég tengd tunglinu




You Are From the Moon



You can vibe with the steady rhythms of the Moon.
You're in touch with your emotions and intuition.
You possess a great, unmatched imagination - and an infinite memory.
Ultra-sensitive, you feel at home anywhere (or with anyone).
A total healer, you light the way in the dark for many.


|





You Belong in 1972



1972





If you scored...

1950 - 1959: You're fun loving, romantic, and more than a little innocent. See you at the drive in!

1960 - 1969: You are a free spirit with a huge heart. Love, peace, and happiness rule - oh, and drugs too.

1970 - 1979: Bold and brash, you take life by the horns. Whether you're partying or protesting, you give it your all!

1980 - 1989: Wild, over the top, and just a little bit cheesy. You're colorful at night - and successful during the day.

1990 - 1999: With you anything goes! You're grunge one day, ghetto fabulous the next. It's all good!


|

Crap! Hélt að þetta væri svona annað hvort eða dæmi




You Are A Romantic Realist


You are more romantic than 40% of the population.






You tend to be grounded when it comes to romance.
Sure, you can fall hard... but only for someone you've gotten to know.
And once you're in love, you can be a total romantic goofball...
But you'd never admit it to your friends!


|





You Have A Type A- Personality



A-





You are one of the most balanced people around
Motivated and focused, you are good at getting what you want
You rule at success, but success doesn't rule you.

When it's playtime, you really know how to kick back
Whether it's hanging out with friends or doing something you love!
You live life to the fullest - encorporating the best of both worlds



|

Wednesday, February 09, 2005

Jesús Kristur!
Sjáið þið þetta? Þetta er í þriðja sinn, fjórða með þessu, sem ég er að tjá mig um þetta ljóta, leiðinlega og heimska fólk. Þetta er bara meiri tími en þetta fólk á skilið. Hætta núna. Annars þarf ég að fara að fá róandi. Kannski ég geti fengið það hjá kerlunni ef ég skrepp á Skagann.

|

Það kom að því
...að ég missti mig.

Setti inn komment hjá "tvibbanum". Drengurinn er bara ekki að ná því að það nennir engin að lesa þetta heimskulega tuð í honum. Þoli ekki fólk sem svona endalaust fyrrir sig ábygð á eigin lífi. Hvernig væri bara að fara sætta sig við staðreyndirnar, hann er nautheimskur og þess vegna gekk honum illa í skóla.

En svona by the way. Ef hann skildi álpast inn á þessa síðu. Þá er eins gott fyrir hann að fara ekki að kommenta hér. Þá mun ég mæta á Skagann með kúbeinið. Þá er eins gott fyrir hann að hafa augu í hnakkanum. Ef ekki þá get ég reddað götum þar fyrir augntóftir.

|

Hjálp!!!
Mér urðu á þau mistök að skreppa út í búð í hádeginu. Var nú bara heppin að sleppa þaðan með geðheilsuna.

Ég geri mér grein fyrir því að það er öskudagur. En í minni æsku hér í Reykjavík þýddi öskudagur, frí í skólanum, grímubúningur, öskupokar og glötuð skemmtun í skítakulda niður í bæ. Sögur heyrðust af einhverjum Akureyringum sem þrömmuðu milli búða og sungu fyrir sælgæti. Slík ómenning tíðkaðist ekki á mölinni.

Þar sem mikill landsbyggðaflótti hefur átt sér stað síðan í mínu ungdæmi er öldin önnur. Nú er ekki hægt að komast í eina einustu búð á öskudag án þess að einhver hörmuleg börn standi þar gaulandi falskri röddu fyrir nokkrar karamellur. Og hafið þið heyrt þessi börn "syngja"? Það er nóg til að æra óstöðugan. Besta dæmið var nú í morgun þegar ég slysaðist til að heyra nokkra tugi gaula í kór, samt ekki saman, flatri og falskri röddu í morgunþætti bylgjunnar og stöðvar 2.

Ég skil ekki hvað þessir sveitalubbar eru að draga sína sveitalubbaómenningu með sér á mölina. Fyrst þetta var allt svona æðislegt, hvers vegna voruð þið ekki bara heima hjá ykkur? Nei, nú er ekki hægt að fara í bakarí án þess að manni séð boðin snúður með hörðu súkkulaði. Börn gaulandi um allan bæ fyrir sælgæti. Og versti hroðbjóðurinn af öllu er sú staðreynd að það er til staður sem heitir danshöllin og er staðsettur í Breiðholtinu, þar sem sveitalubbar geta komið saman í hverri viku og dansað sveitalubbadansa, viðhaldið sínu sveitalubbakyni og hefðum.

Nei, nei, nei. Nú verður að fara stemma stigum við þessum gífurlega fjölda sem fær að streyma óáreittur til borgarninnar og dregur sína afdalasiði með sér.
SVEITALUBBAR, GO HOME!!!

|

Tuesday, February 08, 2005

Þarf aðeins að skreppa á Skagann
Er að íhuga að fá mér bíltúr á Skagann og taka kúbeinið með. Það er þyngra og lengra en felgulykillinn.

Sonur klikkuðu kennslukonunar er enn að tjá sig á blogginu hjá "tvibbanum". Það stuðar mig alveg óstjórnlega. Þarf að tuða við sjálfan mig í sífellu: "Ekki skrifa orð. Ekki skrifa orð. Ekki sk...". Drengurinn er augljóslega heilþveginn af Mummy dearest. Það hlýtur að vera erfitt að eiga klikkaða móður sem er augljóslega með persónuleikaröskun. Small advice, ef einhver sem þið kynnist segist vera með persónuleikaröskun skuluð þið kveðja og taka til fótanna. Líkurnar á því að fá persónuleikaröskun margfaldast ef foreldri þjáist af henni.

En hvað á krakkagreyið að halda? Mamman er greinilega búin að heilaþvo hann. "Þú ert ekki heimskur og illa gefinn. Það eru saman tekin ráð hjá öllum vondu kennslukonunum að halda duglegum litlum strákum eins og þér niðri." Hversu mikið er hægt firra sig ábyrgð?

Duglegum krökkum sem gengur vel að læra gengur vel í skóla. Það skiptir ekki máli hversu hlutdrægur kennarinn er. Það sem skiptir líka mestu máli í grunnskóla eru samræmduprófin. Kennarinn kemur ekki nálægt þeim. Nema að hann sitji og stroki út öll svörin hjá duglegu litlu drengjunum. Hvað veit maður hvað svona klikkuðu fólki dettur í hug? Fólk með ofsóknarbrjálæði heldur að heimurinn snúist um það.

Jæja, nóg um þetta leiðinda fólk.
Ég tók mig til og skellti mér á reiðnámskeið. Aðalega vegna suðsins í litla bróður. "Það er komið svo langt síðan þú fórst á námskeið síðast. Þú hefur gott af þessu og..." Það er reyndar rétt hjá honum. Það er með þetta eins og allt að það er gott að endurmennta sig til að staðna ekki. Datt líka í hug að ég hefði gott af því að prófa eitthvað nýtt. Fór í fyrsta tímann á mánudaginn. Eini gallinn er að ég finn ekki hjálminn minn. Það er frekar takmörkuð notkun á honum svona almennt. En nú er hann gjörsamlega horfinn. Sem er slæmt því að er auðvitað hjálmaskylda á námskeiðinu. Svo nú þarf ég líklega að kaupa nýjan hjálm. Ég er með svo undarlega stóran haus að ég get notað hjálm af litla bróður eða neitt. Endalaus útgjöld.

Smiðurinn kom í kvöld. Hann telur að hann þurfi líklega bara að koma einu sinni í viðbót. Ég ætti að vera himinlifandi en það er tregablandið, ég á eftir að sakna hans. En hesthúsið er orðið mönnum (og hrossum) bjóðandi og ég get farið að henda afgöngum sem hafa legið hér og þar mér til mikillar armæðu.

Litli bróðir er enn bíllaus og nennti ekki að hanga svona lengi í hesthúsinu. Ég spurði því smiðinn hvort ég gæti fengið að fljóta með honum þar sem hann keyrir svo til framhjá þar sem ég á heima. Svo ég lánaði litla bróður bílinn. Veit ekki hvort ég stressi manninn svona eða hvað. Hann keyrði á 60 allan Vesturlandsveginn og niður Ártúnsbrekkuna. Ég hef nú keyrt á eftir honum á heimleiðinni og man ekki eftir svona hægagang.

|

Sunday, February 06, 2005

Ekki minn dagur
Dagurinn var kannski ekki neitt hræðilegur en það var samt ekki minn dagur.

Í gærkveldi sló út öryggið fyrir stingaganginn. Einhverra hluta vegna er magnarinn fyrir loftnetið á sömu tengingu. Rafmagnstaflan í húsinu er frekar gömul. Ein af þessum með hvítum posturlínskúplum sem eru skrúfaðir úr til að hægt sé að setja í nýtt öryggi. Posturlínið á örygginu fyrir stigaganginn er brotið. Það er því ekki hægt að skipta um öryggið nema slá út rafmagninu á öllu. Það var samdóma álit mitt og nágranna míns að borgaði sig ekki að fara í þetta fyrr en í dag.

Ég ákvað að reyna að athuga með nýjan kúpul, svona fyrst við þyrftum að fikta í þessu á annað borð. Þetta er orðið svo sjaldgæft að þetta fæst ekki í nema sérvöru verslunum.

Þetta gekk nú samt allt saman stórslysalaust. Ólíkt því sem gerðist síðast þegar ég fékk nett raflost. Puttinn á mér var heitur og aumur í marga daga á eftir. Hálf soðinn greyið.

Mútta hafði spurt mig hvort ég ætlaði eitthvað að kaupa bollur í dag. Ég ákvað því að koma við og kaupa bollur með kaffinu. Mér hafa fundist bollurnar sem eru seldar í hagkaup bestar. Sérstaklega bananabollurnar. Ég renni því við í hagkaup í Skeifunni. Skildi ekkert í því þegar ég kem inn að það er þessi þvílíka biðröð. Síðan kom nú ljós að það var rosa tilboð í gangi. Bollan á 99 krónur. Ég er voða róleg og stilli mér upp í biðröðinni. Voða þægilegar mæðgur fyrir framan mig sem voru að spjalla um daginn og veginn svo ég læt tímann líða með því hlusta á þær. Þá kemur einhver karlfuskur fyrir aftan mig. Það er ekki nóg með að hann reki kerruna í mig tvisvar sem var svarað með fyrirlitningar svip. Nei, hann þarf að standa alveg klesst upp við mig. Þetta var orðið mjög óþægilegt. Auðvitað hefði ég átt að segja eitthvað en ég var orðin svo pirruð að það hefði orðið of dónalegt. Ég beit því fast saman og reyndi að þrauka. Var næstum búin að ryðja fólki niður við að komast í burtu þegar ég var loksins búin að fá afgreiðslu.

Þegar ég kom heim arkaði ég upp allar hæðir til að láta vita að það ætti að taka rafmagnið af. Síðan var þessu reddað á nokkrum mínutum. Þá loksins gat ég sest niður og fengið mér bollu. Þá kom í ljóst að ég hafði fengið afgreiddar rangar bollur. Ég fékk ekki bananabollurnar mínar. Glætan að ég nennti að fara og skipta.

Fór seint og síðar meir upp í hesthúsið. Þegar ég kem þangað standa tvö hross á ganginum. Þau hafa líklega staðið þar í smá tíma því þau voru búin að ná að valda skaða. Naga reiðtygi, henda niður nöglum og skrúfum og draga drasl út um allt. I was not happy.

Síðan er einhver klikkuð kerling að bögga "tvibbann" á blogginu hennar. Kona sem viðurkennir að vera með kvíðatengt þunglyndi og vera óvirkur alki. Ég er nú ekki vön að dæma fólk af slíku enda er greinilega eitthvað meira að hérna. Blessuð konan ákvað að lesa í gegnum allt bloggið til að geta verið með persónuárásir á "tvibbann" og síðan skilur hún ekki hvað "tvibbinn" meinar með persónuárásir. Það er of langt mál að fara að tíunda það hér. Þetta er bara svo ótrúleg forheimska að það er engu lagi líkt. Langar helst að lesa þessari konu pistilinn en ætla ekki að leggjast jafn lágt og sonur kerlingarinnar, sem lifandi sönnun þess að sumt fólk ætti ekki að eiga börn. En við hverju er að búast. Greindarvísitala lækkar í heiminum því greint fólk eignast færri börn. Fíflinn fjölga sér mest.
Ég tek öllum árásum á mína fjölskyldu mjög illa. Hvort sem þær eru beinar eða í gegnum netið. Það er eins gott fyrir þessa konu að verða á vegi mínum.

|

Friday, February 04, 2005

Ég sko pottþétt með efnaskiptavandamál
Var að horfa á þátt á stöð 2 sem heitir You are what you eat og þetta er ekki sanngjarnt. Næringarfræðingurinn tekur saman það sem fólkið etur á einni viku og raðar því á borð. Hvernig er hægt að eta svona mikið á einni viku? Auðvitað er þetta fólk vel feitt en samt ekki nema rúm 100kg. Ef ég myndi eta svona mikið myndi ég vera 250kg eftir árið. Það er ekki skrítið ég eigi erfitt með að vera í megrun. Ég þarf að vera á sveltimörkum til að léttast. Ég bara hlýt að vera með efnaskiptavandamál. Og þar með löglega afsökuð til að vera bolla, hehe.

Síðan var hún að greina hvað hrjáði fólk með því að skoða tunguna og hægðirnar. Ætla nú hlífa ykkur við því síðar nefnda. Heilbrigð tunga á að vera bleik og með engar skorur. What! Ég held að þessi stóra skora eftir miðri tungunni á mér hafi alltaf verið þarna. Annars hef ég nú ekki spáð í það sérstaklega. Skorur á tungunni eiga víst að gefa til b-vítamín skort. Svo ég ákvað að fjárfesta aukalega í b-vítamíni og tek það ásamt heilutvennunni og kalkinu.

|

Thursday, February 03, 2005

Jósefína er fimmtán ára í dag
Það var 3. febrúar 1990 á laugardagsmorgni milli 5-8 sem fimm litlir kettlingar komu í heiminn, þrjár læður og tveir högnar. Jósefína var sú fjórða í röðinni og sú sem var líkust mömmu sinni, Kleópötru.
Kleópatra
Þær voru sætar mæðgurnar.

Ég var á þrettánda ári þegar ég fékk Jósefínu. Hún er því núna búin að fylgja mér meirihluta ævinnar. Hún er búin að vera viðstödd alla merkis atburði, bæði góða og slæma.
Ég er búin að njóta návistar hennar mun lengur en ég þorði að vona. Það eru komin en ein fjögur ár síðan hún greindist fyrst með júguræxli. Það er búið að fjarlægja nokkur núna og taka úr henni legið. Hún er samt ótrúlega hress og hefur alltaf verið fljót að jafna sig. Hún fer enn út á hverjum degi, þótt stundum sé það bara rétt út fyrir skörina til að viðra sig.
Ég er ansi hrædd um að þetta sé síðasti afmælisdagurinn hennar. En ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég hef fengið með henni og mun njóta þess tíma sem ég fæ í viðbót.
Jósefína
Þetta er besta myndin sem ég hef tekið af dömunni. Hér er hún ung og spræk.

Jósefína enn og aftur
Þessi mynd var svo tekin í haust. Hér er aðeins farið að sjást að maður sé að eldast. En hún getur enn stundum verið alveg eins og kettlingur, þessi krúttitútta.

|

Wednesday, February 02, 2005

Gastu ekki haft hana útskorna með steindum gluggum?
Jæja, það kannski farið fram hjá ykkur en ég var orðin frekar pirruð að fá ekki hlöðuhurðina. Hún er komin.

Hringdi á sunnudaginn og tilkynnti að ég væri orðin langeyg eftir þessari blessuðu hurð. Hann, smiðurinn, virtist frekar hissa og ég varð nú frekar fúl. Tilkynnti samt að hann kæmi á þriðjudag. Síðan stóð ég í rólegheitum að malla mat á mánudagskvöldið og þá hringir smiðurinn. "Ég er að koma með hurðina." Ha! En hvernig í ósköpunum? Hann hafði tekið sig til og farið inn um hlöðuna. Það var ný búið að koma með hey svo hann hefur þurft að skríða yfir, hehe. Hefði nú viljað sjá það.

Síðan var ég nú hringd út í gær því hún Kólga mín var eitthvað ræfilsleg þegar var verið að gefa morgungjöfina. Ég var ekki að nenna að rífa mig upp svona snemma til að bruna upp í Mosfellsbæ alla daga svo ég ákvað að kaupa út morgungjafir. Ég bruna auðvitað upp eftir og Kólga beib reyndist vera með hita. Svo hún fékk pensilín og verkjastillandi og virtist hressari um kvöldið. Sé hvernig hún verður á eftir.
Síðan fór ég að skoða hurðina. Oh, my god. Ég hafði búist við samanlímdum krossviðarplötum eða einhverju álíka einföldu. Nei. Þetta er sem sagt fínasta hurðin í húsinu. Veit ekki einu sinni úr hvernig við þetta er. Hafði tekið fram að auðvitað þyrftu kisustrákarnir að komast inn og út svo það þyrfti að vera kisugat. Það er kisugat, með þessum líka fína ramma báðum megin, ógjó flott. Ég þorði ekki einu sinni að spyrja hvað þetta kostaði þegar hann kom til að setja hana upp í gær. Spurði bara hvort hann hefði ekki getað haft hana útskorna með steindum glugga fyrst hann var að þessu á annað borð.

|