Sunday, June 26, 2005

Hlér, sonur Kviku
IMG_0168
IMG_0165
IMG_0163

|

Sunday, June 19, 2005

Ég er enn á lífi - ótrúlegt nokk

Ég ætlaði að reyna að hafa vikulega pistla en stundum fara hlutirnir ekki eins og ætlað er. Held að ég sé búin að hafa meira að gera síðan ég sleppti hrossunum.
Þessi girðingarvinna er ekki alveg að gera sig. Það er helvíti erfitt að pota niður þessum staurum. Og ég auðvitað verð að hafa sumarbeitina hólfaskipta, það er svo mikið must. Haldið þið að það geti verið að ég sé að gera mér lífið erfitt?
Svo brunaði ég austur með hryssu undir stóðhest. Sótti hana svo um daginn halta. Hún átti nebbla bara að fara í þjálfun fyrir sýningu. Það verður ekki mikið úr því þetta árið.
Í gær fór ég svo að færa fylfullu hryssurnar í annan haga. Önnur þeirra missti folald í skurð fyrir tveimur árum. (ég átti ekki það folald) Svo núna eiga dömurnar að vera í skurðalausum haga fram yfir köstun og þar til að folöldin eru orðin nógu stór til að drukkna ekki í forapyttum íslenskrar náttúru. Fyrir utan tilfinningalega missi þá er ég búin að borga 100þús. fyrir stykkið af þessum folöldum og þau eru ekki einu sinni fædd!!! Hafið þið vitað annað eins rugl? Dömurnar voru ekki alveg að sjá tilganginn með þessum flutningum og voru ekki mjög samvinnuþýðar. Ég þurfti beinlínis að draga þær á eftir mér. Fullvaxinn íslensk hross eru svona 320kg. svo bætið þið við 30-40kg. folöldum (þær eru alveg að fara að kasta) og svo eru þær feitar eftir útiganginn í vetur. Svo margfaldið þið þetta með tveimur og þá getið þið ímyndað ykkur hvað ég var að draga á eftir mér í gær. Svo þegar þær komu í hinn hagann og sáu aðra fylfulla hryssu sem var þar, þá gátu þessar bumbubínur hlaupið um eins og ekkert væri. Það er víst ekki sama hver er.

Ég er búin setja niður kartöflur. Mér tókst reyndar ekki að klára pokann af útsæðinu sem ég keypti en ég hef ekki fengið mig að stinga upp meira af kartöflugarðinum. Kannski fæ ég einhvern auka kraft og geri það. Dowd it though. En laukarnir sem ég setti niður eru komnir upp og ég bíð spennt eftir að þeir blómstri. Svo eru kryddjurtirnar líka komnar upp. Ekki alveg vonlaus í þessari garðyrkju.

Það er meira en vika síðan ég byrjaði að tæma eitt herbergi til að ég kæmist að að parketleggja. Ég er ekki enn búin að klára að tæma og kem mér ómögulega í það. Það er það fyrsta af þremur herbergjum heima hjá múttu sem ég ætla að parketleggja. Gamla er nú merkilega róleg yfir seinagangnum í mér. Ég er bara ekki að orka þetta núna.

Mér dettur í hug að minnsta kosti eitt málefni á dag sem ég er byrjuð að semja heilu pistlana um í huganum. Svo þegar ég loksins kemst í tölvu eru þeir á bak og burt. Þið verðið því, þá sjaldan sem ég blogga þessa dagana, að þola sjálsvorkunar vælið í mér. Það er það eina sem ég man eftir.

Þar sem ég er voða stolt pipruð frænka í dag, þá ætla ég að benda ykkur á mynd af henni litlu frænku. Já, þessari sem átti hlut að máli í fyrri viðgerðarferðum tölvunnar. Reyndar ekki þessari nýjustu bilun, hef ekki hugmynd hvað það er, það bara kviknar ekki á druslunni. Anyway. Ef þið kaupið moggann í dag, 19. júní, þá fylgir með blað um jafnréttisbaráttu kvenna. Yngsti femínistinn á landinu er nebbla litla frænka mín. Hún er kannski ekki tölvugúrú en henni er ýmislegt annað til lista lagt þessari elsku.

|