Sunday, April 30, 2006

Það er komið folald!!!
Ísold er köstuð. Það er komin lítil brúnskjótt hryssa. Hún er mestmegnis hvít en er með brúnan haus, háls, annar bógurinn og niður hálfan framfót. Síðan er hún með hvíta rönd yfir makkann og er tvístjörnótt. Alveg obbolega sæt.
Móður og dóttur heilsast vel. Hún var ekki komin í heiminn klukkan þrjú í nótt og ég geri ráð fyrir að hún hafi kastað snemma í morgun. Lillan var enn hálf blaut og pínu blóðug þegar ég kom klukkan tíu í morgun.
Ég er svo fegin að þetta gekk allt vel. Og ég er líka ánægð að þetta var brúnskjótt hryssa. Nú á ég þrjár brúnskjóttar mæðgur.

|

Saturday, April 29, 2006

Það er komin mjólk, gott fólk!!!
Já, þegar kíkti á Ísold í dag þá skoðaði ég spenana eins og venjulega. Það er besta merkið um hvort köstun sé í nánd, ástand spenanna. Fannst eitthvað vera á öðrum spenanum svo ég fór að þreifa og svo kleip ég í og þá bara sprautaðist bara út mjólk!!! Þá eiga að vera innan við 24 klukkutímar í köstun. I'll keep you posted. Ég veit hvað þið eruð áhugasöm um þetta mál.

|

Wednesday, April 26, 2006

Be still my beating heart
Mútta þarf að fara í frekari skoðun út af hjartanu. Ekkert alvarlegt vonandi. Á að fara í einhverja kransæðamyndatöku. Hefði verið sett í áreynslupróf en hún getur það ekki vegna fötlunar. Það er líka mikið um kransæðasjúkdóma í fjölskyldu múttu. Reyndar hefur enginn þurft að fara í aðgerð fyrr en um sjötugt. Það er ekki svo slæmt. Aðgerðin endist í tíu ár circa og þá er viðkomandi búinn að ná áttræðu. Svo var læknirinn að gera voða mikið úr því að það eru 4% líkur á því að fólk á hennar aldri fá kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Það eru hins vegar 8% líkur á að hún fái kransæðasjúkdóm vegna þess að hún er með of hátt kólestról og ættarsögu um kransæðasjúkdóma. Jú, það eru helmingi meiri líkur á að hún fái þetta en meðal maðurinn á hennar aldri en við erum að tala um 8%. Það þýðir að það eru 92% líkur á að hún fái það ekki. Mér finnast það nokkuð góðar líkur. En auðvitað er betra að hafa allan vara á.
Svo er algjört brúðkaupsbrjálæði í gangi. Ég hélt að ég væri sloppin eftir þetta gæsapartí, en nei. Nú á ég að fara að gera mig að fífli í veislunni, þær kalla það skemmtiatriði en ég er ekki svo hrifin. En hvað gerir maður ekki fyrir vini sína. Ég hélt að það væri nóg að ég þyrfti að fara í sparifötin til að fá að eta. Það er meira að segja verið að hóta mér með samkvæmisleikjum, I just hate that. Mér finnast brúðkaup og allt sem þeim fylgir ekki svona merkilegt. Ég hef rætt það áður á þessari síðu.
Ég er ekki orðin langamma. M.ö.o. þá er Ísold ekki köstuð. Það skilur enginn neitt í þessu. Feðurnir sem koma til greina er foli sem var geltur vetur gamall og lítur út fyrir að vera með eistu eða tíu mánaða gamall foli sem hefði ekki átt að vera kynþroska. What to do, what to do?
Ég er byrjuð að ríða Grímu aftur eftir meiðslin. Hún er svo feit, það er hræðilegt. Þetta er orðin vítahringur. Næ aldrei að grenna hana af viti áður en ég sleppi í sumar. Þyrfti að hafa hana í sveltihólfi meira og minna í sumar.
Megrunin mín gengur betur. Meira að segja búin að ná af mér því litla sem ég tók á mig yfir páskana. Mér fannst ég vera orðin svo grönn þar til ég sá myndbandupptöku af mér. Oh, great. Þetta er ekki það sem ég sé í speglinum. Það er víst ekkert annað að gera en að halda áfram.

|

Monday, April 24, 2006

Ég er nú ekki alveg viss um að ég sé sammála þessu. Svo fékk það að ég væri svo "high in spirit" að ég var beðin um að gefa öðrum ráð hvernig ég færi að þessu. I don't know. Bjóst ekkert við þessari niðurstöðu???
This Is My Life, Rated
Life:
6.4
Mind:
6.3
Body:
6.1
Spirit:
9.5
Friends/Family:
4.3
Love:
3.1
Finance:
5.5
Take the Rate My Life Quiz

|

Sunday, April 23, 2006

Búin að redda einhverju
Jæja, ekki allt ómögulegt lengur.
Dýralæknirinn kom að kíkja á tryppið og nú fannst stungusár í hófnum og hún kveinkaði sér greinilega þegar það var klipið í hófinn. Þetta eru miklu betri fréttir en að hún hafi fengið högg á liðinn. Svo nú er hún á pensilíni og búið að hreinsa upp úr hófnum. Vonandi gengur þetta allt vel núna.
Ég búin að panta undir stóðhesta. Hún Kvika mín fer undir Glampa frá Vatnsleysu og Glóey fer undir Suðra frá Holtsmúla. Ég veit að þið hafið brjálaðan áhuga á þessu.
Mútta er búin að fara í fyrra skiptið í hjartavernd. Hún var alla vega ekki send með hraði upp á hjartadeild svo það er gott. Nú vonum við bara að læknisskoðunin fari vel.
Er að hugsa um að safna liði og fara að ná þessum folatitt. Það þarf að skoða þetta mál.
Kannski hef ég frá einhverju skemmtilegu að segja næst.

|

Thursday, April 20, 2006

Ossið er ekki alveg nógu hresst
Það fór allur gærdagurinn í gæsapartí. Ég skemmti mér vel meirihlutan af tímanum. Er ekki alveg nógu hrifinn af því þegar gæsin er látin gera sig af fífli. Það er bara ekki minn stíll. Fórum í Bláa lónið og út að borða. Það var mjög notalegt og gaman. En gæsin var ánægð og það er fyrir öllu. Ég hins vegar varð eitthvað leið um kvöldið. Fór eitthvað að hugsa um þær ákvarðanir sem ég hef tekið í lífinu og hvort þær hafi verið réttar. Eftirsjá er það versta.
Ísold er ekki búin að kasta. Hver dagur sem líður eykur líkurnar á því að Dagur litli, sem ég á, sé faðirinn. Reyndar sá ég jarpan fola vera að reyna að riðlast á henni daginn sem ég sótti hana í fyrra. Það þýðir að það er næstum ómögulegt að finna út hvor væri faðirinn miðað við hvenær hún kastar. Þessi jarpi foli er enn í stóðinu. Hann lítur út fyrir að vera með eistu, eða m.ö.o. ógeltur. Bóndinn og eigandinn fullyrða hins vegar báðir að búið sé að gelda folann. Og ég næ ekki folanum til að þreifa undir hann. Það þyrfti að smala hrossunum í rétt til að ég næði honum. Það er dálítið erfitt að krefjast þess þegar fullyrt er að folinn sé geltur. Svo er auðvitað "fræðilegur" möguleiki á því að Dagur sé faðirinn. Auk þess heldur bóndinn örugglega að ég sé snarrugluð, ég er endalaust að röfla um þennan fola.
Þá er litla brúna folaldið, sem minn fyrrverani á, aftur orðið halt. Eða ekki aftur orðið, búið að versna. Hann er búinn að vera svo óheppinn í hrossaræktinni að það er engin hemja. Svo mér líður illa yfir því að folaldið hafi slasast í minni umsjá. Ætla að tala við dýralækni á morgun og jafnvel fara með hana og krefjast þess að myndir verði teknar, til öryggis.
Mútta á pantaðann tíma hjá hjartarvernd á morgun. Hún kvíðir fyrir því að fara. Ég kvíði reyndar líka fyrir því. Það er hjartaproblem í fjölskyldunni og það eru ekki nema tvö ár síðan hún hætti að reykja. Himnarnir gætu hrunið. You never know.
Svo eins og það sé stórmál, þá get ég ekki ákveðið undir hvaða stóðhesta ég á að halda í sumar. Er líka enn að vandræðast hvort ég eigi að gelda folana sem ég fékk í fyrra. Það er ekkert nema vesen að gera það ekki en hvað ef þeir yrðu svo æðislegir? Það væri náttla bara hræðilegt að hafa þá gelt þá. Það er svo stupid að vera í þessum vandræðum með þessa ákvörðun.
Get heldur ekki líst því hvað er búið að vera erfitt að koma þessum orðum frá sér. Er marg búin að deleta og endurskrifa og gvöð má vita hvað. Svo datt tengingin út. Christe! Það er best að hætta að röfla.

|

Monday, April 17, 2006

Hún er að hafa mig að fífli
Ísold það er að segja. Þetta folald er ekkert að koma. Spenarnir eru ekki að stækka neitt meir. Ég skil bara ekkert í þessu. Ég er orðin illa þreytt. Ég vil að þetta folald fari að koma. NÚNA!!! Ég fer samt aftur að kíkja á hana í kvöld, just in case. You never know. Það gæti komið. Í alvöru. Ég er hopeless ég veit.

|

Ég bíð og bíð...
Ég bíð eftir þessu blessaða folaldi. Það er eitthvað í gangi, það er alveg ljóst. Ég fór upp eftir í gærkvöldi til að fylgjast með framvindu mála. Svo fór ég aftur í hádeginu í dag. Þá var hey út um alla stíu hjá dömunni. Hún hefur því ekki étið morgungjöfina að neinu ráði. Það er eitt gleggsta merkið um að eitthvað sé ekki í lagi hjá hrossum, þau éta ekki. Spenarnir eru ekki alveg búnir að þrýstast út eins og þeir gera 12-24 tímum fyrir köstun en það er samt eitthvað í gangi. Þetta er allt að gerast og ég er að fara á taugum. Ég er svo hrædd um að þetta verði eitthvað erfitt hjá henni því hún er svo ung. Veit að hryssur vilja hafa frið þegar þær kasta en það er mikilvægt að sjá það fljótlega hvort eitthvað sé að svo hægt að kalla til hjálp. Ég verð í þessu á fullu næstu klukkutíma.
Svo er litli kisustrákurinn minn búinn að uppgötva hinn stóra heim. Hann er búinn að fatta hvernig hann kemst í gegnum kisulúguna og farin að fara niður af svölunum. Hann þorir samt ekki að fara langt en þetta er fyrsta skrefið. Ég ætla að fara með hann á morgun og láta örmerkja hann og spyrja hvort hann sé orðinn nógu þroskaður til að fara í geldingu. Ætla ekki að týna honum.
Það er gott að ég á ekki "mannleg" börn. Ég væri stöðugt á taugum. Hef allt of miklar áhyggjur og er með brjálaða ofverndunartilfinningu. Já, ég er ekki alveg heilbrigð, I know.

|

Sunday, April 16, 2006

Gleðilega páska
Ég er búin að éta mig nær dauða en lífi. Það er gamall siður í okkar fjölskyldu að borða páskamatinn á laugardeginum og eta svo páskaegg á páskadag. Ég veit ekki hvers vegna. We just do. Vaknaði södd og fékk mér samt pákaegg. Oh well!
Í gær tók ég eftir minni háttar breytingu á spenunum á Ísold. Svo ég brunaði upp eftir í hádeginu til að kíkja á dömuna. Hún var liggjandi þegar ég kom og mjög þreytuleg. Stóð nú upp og fór út til að ég gæti mokað stíuna hjá henni. Spenarnir virðast vera að þenjast út. Það er öruggt merki um að köstun sé í nánd. I have been wrong be for, BUT! Ég held að nú sé að koma að þessu. Ef hún verður ekki köstuð fyrir miðnætti á morgun, mánudag, þá verð ég illa svikin. Þetta á hug minn allan núna. Þið verðið bara að þola það ef þið slysist inn á síðuna.

|

Friday, April 14, 2006

Pyntaður á dögum Pontíusar Pílatusar. Krossfestur, dáinn og grafinn. Steig upp á þriðja degi...
Já, þeir eru nú ekkert að eyða of mörgum orðum í þetta prestarnir. Mel Gibson tók sig til og sýndi okkur hvað það þýddi að vera pyntaður á dögum Pontíusar. Ég taldi nú Gibba gamla vera ofsatrúðan rugludall þegar ég heyrði fyrst um gerð þessarar myndar. Ég skipti um skoðun eftir að hafa horft á myndina á föstudeginum langa í fyrra. Við "Tvibbinn" horfðum aftur á myndina í dag. Ég fór aftur að grenja. Finnst að allir sem kalla sig kristna ættu að horfa á þessa mynd. Ef ég myndi taka trú, þá myndi ég taka upp trú á Jesú. Ég er mjög hlynt því sem hann boðaði. Synd að stór hluti af þessu fólki sem kallar sig kristið skuli ekki fara eftir hans boðsskap.
Ég er búin að éta yfir mig af súkkulaði síðustu daga. Höfum verið að éta páskaegg alveg grimmt. Þrátt fyrir aðvaranir frá tannsa þá hef ég líka borðað kúlurnar og allt annað í egginu. Ég nebbla braut tönn rétt fyrir páska. Önnur rótfyllta tönninn. Er skíthrædd um að vera komin með þriðja settið löngu áður en ég dey. Finnst tennurnar í mér ekki vera að endast nógu vel.
Er búin að glápa mikið á DVD síðan að "Tvibbinn" kom í bæinn. Horfðum á alla Omen seríuna. Hún eldist bara ágætlega. Var ógeðslegri í minningunni. Horfðum líka á The exorcicem of Emili Rose. Fékk gæsahroll á stundum svo hún stóð undir væntingum. Ég gerði ekki miklar væntingar til King Kong en hún stóð ekki einu sinni undir þeim. Fer allt of mikill tími í einhverjar tölvugerðar senur. Það eru takmörk hvað ég nenni að horfa á langar senur af slagsmálum milli risaapa og risaeðla. Mér finnst reyndar Adrian Brody dálítið sætur þótt hann sé með stórt nef. OK, hann er með risa stórt nef, en það fer eftir sjónarhorninu hversu slæmt það er. Hann hefur samt einhvern sjarma. En ég sá ekki nóg af honum til að þess að fyrirgefa annars slakan söguþráð. Er búin að horfa nokkrum sinnum á Van Helsing bara út af Hugh Jackman og er alveg skítsama þótt söguþráðurinn sé enginn. By the way, ég get varla beðið eftir X3.
Lítið að frétta af hrossunum. Ára fór í prufu til þjálfara. Það var meira og minna einhver misskilningur. Voru að reyna að troða öðru hrossi upp á mig sem ég hafði engan áhuga á. Æ, hálfgert klúður. En skiptir engu. Ára beib er komin aftur heim. Ég er mjög fegin. Vorkenndi henni greyinu að vera send svona í burtu. Ég ætla ekkert að stressa mig þótt ég eigi allt of mörg hross. Meðan ég hef efni á að halda þau þá er það mitt mál. Það skiptir engu máli þótt Ára verði á níunda vetri þegar ég næ einhverju úr henni. Ef þetta tekur einn vetur í viðbót þá tekur það vetur í viðbót. Ísold er ekkert að koma með þetta folald. Kemur ekki fyrir páska úr því sem komið er. I was wrong again. Just hate that. Er að íhuga að henda henni og Grímu upp í sumarbústað eftir páska. Gríma er enn óreiðfær vegna blóðbólgunnar framan á bringunni. Held að þær hafi bara gott af því að vera úti. Get þá fylgst með þeim og kippt þeim inn ef það verður eitthvað brjálað veður. Hross í bústaðnum myndu líka gefa til kynna mannaferðir. Það var nebbla brotist inn í bústaðinn. Bara stolið kaffikönnu og hraðsuðukönnu. Ekkert brotið og ekkert eyðilagt. Mjög elskulegir innbrotsþjófar. Þeir reyndar skemmdu læsinguna á annari útihurðinni til að komast inn en lokuðu samt á eftir sér þegar þeir fóru. Við hringdum ekki einu sinni í lögregluna. Ég setti bara króka á hurðina þannig að þeir geta ekki komist þarna inn aftur.
Jæja, þetta er orðið gott í bili. Vonandi verður styttra þar til ég blogga næst.

|

Sunday, April 02, 2006

Kveikjum eld, kveikjum eld. Kátt hann brennur.
Ég skreið ekki fram úr rúminu í dag fyrr en klukkan að verða tvö. Ég vakti ekki óvenju lengi í gær. Það var ekkert sem ég gerði í gær sem orsakaði þessa þreytu. Held að áföll síðustu vikna hafi lent á mér. Mér leið eins og það lægi tonn á mér.
Síðan druslaðist ég upp í hesthús að ganga fjögur. Það fyrsta sem ég sá var mikinn reyk sem lagði af Kjalarnesinu. Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri beitarhaginn minn að brenna. Ég lagði því leið mína á Kjalarnesið. Komst reyndar ekki langt. Það var löng bílabiðröð. Engum var hleypt í gegn. Þegar ég loksins komst upp eftir þá var beitarhaginn minn EKKI að brenna. Sem betur fer.
Ég yrði ekki hissa þótt himnarnir myndu hrynja á hausinn á mér. Eða sem rökkhyggju og efasemdarmanneskjan sem ég er. Þá yrði ég ekki hissa að loftsteinaregn myndi stefna á jörðina, ekki brenna upp í gufuhvolfinu og lenda svo á hausnum á mér.
Ég hef ekki nefnt það áður, því ég get ekki rætt það, en það eru líka alvarleg veikindi í fjölskyldunni. Ég er því búin undir hvað sem er. Hell is about to freeze over.

|

Saturday, April 01, 2006

1. apríl
Já, í dag er fyrsti apríl. Það eru reyndar 15 ár í dag síðan ég fermdist en ég held ekkert sérstaklega upp á daginn. Mér fannst reyndar mjög við hæfi að fermast 1. apríl á sínum tíma. Annars leiðist mér þessi dagur. Ég er alveg vonlaus í svona gabbi. Mér er mjög illa við að ljúga af óþarfa. Já, stundum er þörf á að ljúga. Ég lýg yfirleitt til að særa ekki fólk. Reyndar reyni ég frekar að segja ekki neitt en ég hef sem sagt logið um ævina. Ég á hins vegar mjög erfitt með að ljúga. Þoli ekki þegar fólk blandar mér inn í sínar lygar. Það er hins vegar oft gaman að reyna að átta sig á því hvað er aprílgabb í fréttunum. Ég held að eftir farandi sé aprílgabb. Snjórinn í Bláfjöllum. Hóp-nektarmyndartakan á Austurvelli. Andmæli Evróvision við lagi Silvíu Nóttar og sala hergagna við Egilshöll. Ég kemst líklega að því á morgun hvort ég hafi rétt fyrir mér.
... og svo fyrst ég byrjaði að tala um dýrin mín hérna þá get ég ekki hætt...
Sú eina sem hefur haft mig að fífli í dag er óléttan hún Ísold. Ég var farin að halda að hún myndi verða köstuð fyrir mánaðamótin en það gerðist ekki. Hins vegar er júgurvefurinn orðinn helv... mikill og ég held mig við það að hún kasti fyrir páska eins og ég held að ég hafi nefnt áður. Annars er geðprýðin að drepa þessa elsku. Hún er svo pirruð og fúl að það er með eindæmum. Hún bítur og slær alla sem koma nálægt henni, ekki mig reyndar. Þess á milli vill hún ólm láta klóra sér, hross hjálpast að við að klóra hvort öðru, og ég kembi henni og bursta. Ég er orðin alveg hryllilega spennt að sjá afkvæmið og kem til með að vakta hana þegar mig grunar að köstun sé í nánd. Elsku litla barnið mitt, það verður nú að passa hana.

|