Saturday, May 27, 2006

Á svo bágt
Nú er ég orðin hás. Það heyrist að ég er veik. Mig klæjar ekki lengur í eyrun það er bara komin svona hálfgerð hella. Er með hálf-stíflað nef í uppréttri stöðu. Finnst ég ekki eins heit en nenni ekki að mæla mig. Farin að sjúga hálstöflur og það hjálpar. Vona að þetta sé þá búið að ná hámarki sínu og fari batnandi hér eftir.
Ég er samt búin að fara og kjósa. Ætla sko út á videoleigu í kvöld. Verð alveg guðs lifandi fegin þegar þetta er búið. Er löngu búin að fá leið á þessari kosningabaráttu.

|

Friday, May 26, 2006

Formlega veik
Ég var upplýst um það í gær að munnmælir mælir líkamshita að jafnaði 5 kommum of lágt. Þar sem ég hef ómögulega geð á að nota annars konar mæli nema komi til alvarlegra veikinda þá held ég mig við hann. Samkvæmt því var ég með 38,2°c í gær og er með 38,1°c í dag. Ég er því formlega veik og hef hagað mér eftir því. Var rosa dugleg og fór og setti folöldin/tryppin út um hádegið. Síðan sofnaði ég í sófanum fyrir framan sjónvarpið og fór ekki aftur upp í hesthús fyrr en rúmlega fimm. Svo folöldin voru úti í fimm klukkutíma og hryssurnar fengu að vera úti í klukkutíma, hehe. En ég hafði af að moka og gefa. Ég verð samt að viðurkenna að ég er fegin að það er ástæða fyrir því hvað mér er búið að líða ömurlega. Var ekki að skilja þennan pirring og framkvæmdarleysi. Það er ekki gott að líða illa af ástæðulausu.
Það er búið að panta hótel út í Flórída. Var ég búin að nefna það? Ég er að fara til Bandaríkjana eftir þrjár vikur! Alveg tímabært að fara á taugum yfir því. Sé alveg fyrir mér að vera tekin í tollinum þarna úti. Eða lenda í einhverjum klikkuðum könum. Vegabréfið mitt er víst af nýjustu gerð svo ég þarf ekki að endurnýja það. Það er samt 6 ára gamalt svo það kom aðeins á óvart. En hótelið lítur vel út og ef ég fæ mat, sjónvarp og rúm get ég unað mér á flestum stöðum.

|

Thursday, May 25, 2006

Pottþétt veik
Það bara hlýtur að vera. Ég var eins og undin tuska í hesthúsinu. Rétt hafði það að moka og gefa. Var komin með einhvern fáránlegan verk í hægri öxlina. Mælirinn segir nú reyndar bara 7kommur en ég er öll heit og skrítin. Maginn með einhverja stæla. Ég er búin að léttast óeðlilega mikið á nokkrum dögum. Ákvað því að borða nautahakk og spagetti og keypti nammi. Þarf örugglega auka orku. Ég ligg núna fyrir með tölvuna í fanginu. Það eitt að liggja svona út af er nóg til að nefið á mér sé stíflað. Vona að þetta gangi fljótt yfir.

|

Líður ekki nógu vel
Held að ég sé með einhvern andskotans flensu slæðing. Nefið á mér er alla vega stíflað á morgnana þótt ég taki ofnæmistöflu tvisvar á dag. Leiðir líka út í eyru og í hálsinn. Þetta í sambland við þetta kalda veður veldur því að ég er alls ekki nógu hress. Er alveg ferlega pirruð eithvað.
Gríma gella er alveg að drepa mig. Þetta hross er að drepast úr stælum á gamals aldri. Hún vill bara stíma áfram á skeiðtölti. Sem ég vil ekki. Er alltaf að reyna að láta hana brokka og slaka sér niður. Hún hins vegar sperrir alltaf hausinn upp og veður áfram. Ég er búin að kenna henni að fella makkann í kyrrstöðu og á feti. Það gengur hins vegar ekki að yfirfæra það yfir á brokk, sérstaklega þegar hún vill ekki brokka. Ég tók mig því til og setti á hana fjaðurtaum og notaði hann eins og rennitaum. Þetta náttla þvingaði hana niður en hún var samt ekki á því á að gefa sig. Mig langar ekki á bak aftur. Ég nenni ekki að standa í þessu. Eins og það sé ekki nóg er hún að dunda sér við það að éta hesthúsið mitt. Hún er búin að taka upp þann ósið að renna tönnunum eftir timburklæðningunni. Mig langar til að garga. Svo þegar hún fer út í gerði með hinum hryssunum þá er hún svo leiðinleg við litlu hryssuna sem er í húsinu. Þetta vond hryssa sem ég á og geðstirð með eindæmum.
Ég var spurð um daginn hvort ég væri ástfangin, fyrst ég væri búin að grennast svona mikið. Nei, ég hélt nú ekki. Síðan rakst ég á mann sem ég hafði ekki hitt lengi. Hann fór að spyrja um minn fyrrverandi og gerði greinilega ráð fyrir því að við værum enn saman. Ég fór því að hugsa hvað ég er fegin að hafa ekki einhvern lánlausan asna í eftirdragi. Ekki svo að skilja að ég telji að allir karlmenn séu vonlausir, ég vildi bara ekki vera sambandi við þá. Ég hef séð voðalega fá sambönd um ævina sem ég hefði viljað vera hluti af. Fólk á ekki að vera hrætt við það að vera eitt. Það er mun betra að vera ein/einn en að sitja uppi með eitthvað sníkjudýr. Fannst það gott þegar konan sagði að besta megrunin sem hún hefði farið í var að skilja. Hún losnaði við 80 óþarfa aukakíló á einu bretti.

|

Wednesday, May 24, 2006

Andstyggilegur kuldi
Það hefur ekki farið framhjá neinum hvað það er kalt á þessu skíta skeri. Það nístir inn í merg og bein. Ég var komin í vorstellingarnar.
Litlu folöldin, þau eru orðin þrjú, eru ótrúlega hörð af sér. Það er reyndar ágætt skjól út af trjánnum.
Fuglarnir fara hins vegar ekki jafn vel út úr þessu. Mér skilst að margir þeirra sem eru búnir að verpa missi eggin sín. Mér finnst það voðaleg synd.
Þetta tefur líka fyrir grasssprettu sem þýðir að ég get ekki sleppt hrossunum jafn fljótt og ég hafði vonað. Ég var nebbla búin að segja að ég þyrfti ekki meira hey. Það verður þá bara að redda því.

|

Sunday, May 21, 2006

Daglegt líf
Ég er mjög sátt við að Finnarnir unnu euruvision. Ég hringdi einu sinni og kaus þá. Ég kaus líka Litháana einu sinni. Bara til að mótmæla því að það var búað á þá.
Það kom sjúkrabíll og lögregla hér fyrir utan húsið um klukkan ellefu í morgun. Það var partý í húsinu í gær en það virtist ekkert fara úr böndunum. Það var samt þaðan sem fólkið kom. Einn í sjúkrabílinn og tveir í lögreglubílinn. Ég bíð spennt eftir að það komi í fréttunum hvað gerðist.
Það fór litaspeciallisti að kíkja á Emblu litlu. Hún er víst bara rauð. Það var víst eftir mér að halda undir leirljósan hest sem er undan moldóttri-vindóttri hryssu og fá rautt. Fyrir þá sem eru ekki inn í erfðafræði lita á hrossum þá er rautt erfðafræðilega minnst spennandi.
Napóleon, kisi, kom inn með lifandi mús í gær. Hljóp með hana inn á bað og var lokaður þar inni. Ég skríkti eins og kerling þegar ég var að reyna að ná henni. Ég var ekki í sokkum og fékk eitthvað kast og hélt að hún myndi hlaupa yfir tærnar á mér. Endaði með því að stóra systir náði henni. Hún hafði kíkti yfir meðan á atkvæðagreiðslunni stóð í eurovision. En músin náðist lifandi og var sleppt út aftur.

|

Oooo, nú verð ég að læra á digital
Alltaf annað slagið bít ég í mig að vilja ekki læra eitthvað. Ég vildi ómögulega læra að lesa áður en ég byrjaði í skóla. Alla vega önnur ef ekki báðar systur mínar voru búnar að læra að lesa áður en þær byrjuðu í skóla. Líklega vegna þess átti að kenna mér að lesa áður en ég byrjaði. Ég var ekki ánægð. Ég man enn eftir því þegar það var verið að reyna að láta mig lesa í bók sem hét "Gagn og gaman" eða eitthvað því um líkt. Þetta var lítil blá bók. Ég vildi þetta ómögulega og lét ekki segjast. Ég var hins vegar búin að læra að lesa fyrir jól í sex ára bekk.
Ég vildi heldur ekki læra á venjulega klukku. Ég veit ekki hvers vegna ég beit það í mig. Ég held að ég hafi hreinlega ekki lært á venjulega klukku fyrr en tíu eða tólf ára. Þar til voru keypt handa mér tölvuúr. Núna myndi ég ekki vilja sjá tölvuúr og er alltaf með gamaldags klukku.
Mér hefur alltaf verið illa við tölvur. Alveg síðan ég kynntist tölvum fyrst þegar floppy-diskarnir voru en við líði. Ég handskrifaði alltaf ritgerðir og setti þær síðan upp í tölvu ef ég endilega varð. Ef ég mátti skila þeim handskrifuðum þá gerði ég það. Ég kann í raun voða lítið á tölvu. "Tvibbinn" sá algjörlega um að setja upp bloggsíðuna fyrir mig. Leið og það kemur eitthvað flóknara en að klikka á eitthvað þá er ég týnd. Get til dæmis ekki komið inn myndum á netið þótt ég sé með þær á disk.
Og þá komum við að ástæðu þessarar færslu. Ég er búin að vera með circa tuttugu ára gamla myndvél síðustu ár. Svona með filmu. Þarf að stilla ljósop og fókus handvirkt. En það er hægt að taka mjög skemmtilegar myndir á þessa myndavél. Fyrir ári eða meira braut ég litlu sveifina sem var til að færa á næstu mynd. Ég gat samt snúið því með smá tilfæringum og haldið áfram að taka myndir. Í gær hins vegar tókst mér að týna takkanum sem er til að vinda filmuna til baka. Þannig að ég þurfti að fara með vélina og fá hjálp við að ná filmunni úr vélinni. Takkanum týndi ég út á túni svo það er eins og að leita af nál í heystakk. Nú stend ég frammi fyrir því að þurfa að leggja myndavélinni góðu. Ég gæti líklega fengið nýja filmumyndavél en hún yrði engan veginn af sömu gæðum og sú gamla nema fyrir mikinn pening. Fyrir utan það að öll heilbrigð skynsemi segir að ég ætti að kaupa mér digital myndavél. Það er ekki það að ég hafi ekki efni á því. Nú neyðist ég hins vegar til að læra á eina slíka og betur á tölvuna. Mér er alveg mein illa við að taka þetta skref en ég neyðist líklega til þess, fyrr en síðar.

|

Friday, May 19, 2006

Evróvision
Mér var svo sama um Silvíu Nótt og þessa þátttöku hennar í Evróvision. Mér fannst reyndar lélegt af henni að mæta ekki á Essó og gefa áritanir eins og búið var að auglýsa. En mér gat ekki staðið meira á sama um allar þessar fréttir af henni út í Grikklandi. Sennilega af því að ég fattaði djókið. En ég virðist vera ein af fáum í Evrópu sem gerði það. Ég kemst ekki yfir það að fólkið hafi búað á hana þegar hún kom á svið. Hvað er að þessu fólki? Ég myndi aldrei gera þetta. Ég hefði klappað fyrir öllum þátttakendum hvað sem mér hefði fundist um þá eða lögin þeirra. Auðvitað klappað mis mikið en ég hefði alltaf klappað. Það er nú nógu erfitt að koma svona fram án þess að það sé gert aðhróp að fólki.
Eftir að hafa séð meirihlutan af framlögunum þá verð ég að segja að mér fannst Silvía ekkert mesta fígúran á svæðinu. Það voru margir keppendur stór furðulegir. Og ef flytjendur voru ekki undarlegir þá voru lögin svo slepjuleg og mikil "ekta" evró lög að það lak af þeim. Meira að segja Litháen komst áfram!!! Enda sagði Páll Óskar að fólkið hefði fattað að það væri djók, það fattaði ekki djókið hjá okkur, það var of flókið.

|

Fréttir
Jæja, nú á einhver eftir að pompa út af stólnum. En það er of seint að skammast og rífa hár sitt. Þetta er búið og gert. Röskva kastaði í nótt lítilli hryssu. Þetta er það sem gerist þegar þið látið mig eftirlitslausa. Allt ykkur að kenna, hehe.
Ég veit ekki alveg hvernig hún er á litinn. Hún lítur út fyrir að vera bleik... sem er pínu skrítið þar sem pabbi hennar er leirljós. Kannski verður hún bara rauð. Hún er undan Dynssyni, ósýndum og hann var geltur núna í haust eftir að hann fór í tamningu og reyndist vera með mjög slappan réttleika. Ég var nú að vona að hann yrði sýndur en svona er þetta bara. Það er þó eitt sem þið verðið fegin að heyra. Sú litla virðist vera með betri háls og herðar en móðirinn. Það var líka það sem ég var að reyna. Sá nebbla tryppi undan þessum hesti sem var með frábæran háls og herðar.
En þetta þýðir sem sagt að ég fæ fjögur folöld í sumar. Svolítið mikið en, hey! Hestamennskan er til að hafa gaman af henni. Það eina sem ég er hrædd um núna er að þar sem ég er búin að fá tvær ættlitlar hryssur að ég fái hesta undan hryssunum sem fóru undir fyrstu verðlauna hestana. Ég veit að það eru 50/50 líkur með hvert folald en það væri just my luck.
Ég er samt pínu hissa að engan hafi grunað neitt þegar kom í ljós að það hafi gengið laus graddi þar sem ég var með hrossin á útigangi. Ég var með voðalegar áhyggjur af Gleði en nefndi Röskvu ekki einu orði. Grunaði ykkur ekki neitt? Það er að segja þessi tvö sem ég var ekki búin að segja þetta og voru hvað mest á móti þessum gjörningi.

|

Tuesday, May 16, 2006

Life as we know it
Draugar fortíðar eru farnir að láta á sér kræla. Það angarar mig aðeins en ekkert ógurlega. I can take it. En ég átti ekki von á því.
Það er nákvæmlega mánuður þar til ég fer til America. Shit! Ég finn fyrir vægum kvíða. Ég á líka eftir að fá mér nýtt rafrænt vegabréf. Verð að drífa í því. Fer nú ekki að klikka á svona hlutum.
Losna ekki við kláðann á handarbökunum. Aloa vera virkar í svona hálf tíma. Veit ekki hvað þetta er. Datt í hug sólarexem eins og ég fékk í Danmörku fyrir þremur árum. Samt er ég að nota sólarvörn á sólríkum dögum.
Held að það komi nýtt folald upp í bústað á næstu dögum. En aldrei þessu vant, þetta sumar, þá á ég ekkert í því. Þetta er hryssa sem uppáþrengjandi nágranni minn á. Fékk hana sem félagskap fyrir Ísold. Það er ekkert hægt að kvarta yfir hryssunni. Verður spennandi að sjá litinn á þessu folaldi.
Litli kisustrákurinn minn er orðinn alveg svakalega duglegur. Búinn að veiða einar þrjár mýs. Ég hljóp út og bjargaði einni sem hann var að sitja yfir. Hún gargaði svo svakalega að það heyrðist inn. Held að þetta hafi verið húsamýs. Þær voru gráar og frekar stórar, ekki rottur samt. Er það ekki rétt munað hjá mér að hagamýs séu minni og brúnar?

|

Monday, May 15, 2006

Snúum okkur bara aftur að hrossunum
Ég er búin að komast að niðurstöðu með nafnið á folaldinu. Það var reyndar mútta sem kom með nafnið. Ísadóra, veit bara ekki enn hvort ég eigi að skrifa það með o eða ó. Ísadóra eða Ísadora. Hvað finnst ykkur? Held að mér finnist Ísadora flottara.
Ég er enn að vandræðast með litlu gæjana. Öll heilbrigð skynsemi segir mér að gelda þá. Aftur á móti æpir einhver lítil rödd aftarlega í hausnum á mér: Töfri frá Kjartansstöðum, Aron frá Strandarhöfði og Ormur frá Dallandi!!! Fyrir þá sem ekki stunda hestamennsku þá eru þeir tveir fyrrnefndu glæsilegir stóðhestar og hálfbræður litlu gæjanna. Ormur er hins vegar hæst dæmdi hesturinn undan hinum þekkta Orra frá Þúfu, sigurvegari A-flokks gæðina á Landsmóti og mesta ræktunarslys í Íslenskri hrossarækt. Hann er nebbla geldingur. Það verður ekki aftur tekið að gelda þá. Það er hins vegar alltaf hægt að gelda þá seinna.
Ég gæti farið að grenja. Hvers vegna get ég ekki tekið þessa ákvörðun? Eða er ég ekki búin að taka ákvörðun? Ég vil ekki hlusta á skynsemina, ég vil ekki gelda þá strax. Hvað er að mér? Hvers vegna hlusta ég ekki á skynsemina? Þetta verður sárt, hvernig sem þetta fer.

|

Saturday, May 13, 2006

Ég ætla að prófa að tala um annað en hross
-megrunin-
Gengur alveg ótrúlega þrátt fyrir að ég hafi misstigið mig ansi oft. Fyrir þá sem ekki vita, þá bætti ég alveg óhóflega á mig eftir síðustu spítalavist, og þá er ég ekki að tala um þegar ég datt af baki, það eru komin fimm ár síðan. Þetta eru líka aukaverkanir af lyfjunum sem ég er á en auðvitað spilaði stærsta rullu að ég át of mikið. Ég sem sagt bætti við mig 59% af þáverandi líkamsþyngd. Mér finnst ég vera að reikna þetta eitthvað vitlaust en ef ég margfalda þáverandi þyngd með 1.59 þá fæ ég þyngdina sem ég var komin í, í lok janúar. Núna er ég búin að ná af mér 37.5% af þyngdinni sem ég ætla að losna við en það eru ekki nema 14% af heildarþyngdinni sem ég var komin í. Ég ætlaði að vera búin að losna við 50% af aukakílóunum áður en ég færi til Flórída en ég hef ekki nema fimm vikur til þess. Ég gæti náð því en það er frekar ólíklegt. Þyrfti að vera helv... ströng við sjálfan mig. Og nei, ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er þung eða var þung. Það er það eina sem ég vil ekki tala um. Ég segi kannski frá því þegar takmarkinu er náð.
-er ég rík?-
Það væri hægt að halda það. Ef ég hef ekki sagt ykkur það, þá bý ég með móður minni. Og nei, það er ekkert hótel mamma í gangi. Við erum tvær fullorðnar konur sem búum saman. Ég var nítján ára þegar faðir minn dó og þar sem móðir mín er fötluð, vel sjálfbjarga dags daglega en finnst gott að hafa mig til staðar, þá keypti ég mér ekki íbúð þegar ég hafði efni á því. Í staðin keypti ég mér land upp á Kjalarnesi fyrir hrossabeit og svo seinna þegar ég fékk arf eftir afa minn þá keypti ég mér hesthús með öðrum og gerði upp. Ég seldi síðan það hús með hagnaði og keypti mér hesthúsið sem ég á núna og á alveg ein.
Og þá komum við að því hvers vegna mætti ætla að ég væri rík. Hækkandi fasteignaverð hefur ekki bara haft áhrif á íbúðarverð heldur líka á hesthúsaverð. Þar að auki er þetta Gustsmál búið að hækka verðið enn meira og eftirspurn mikil. Hesthúsið mitt er því búið að hækka um helming í verði ef ekki meir á fjórum árum. Svo var hringt í mig í dag til að segja mér að það væri verktaki að spyrjast fyrir um mig vegna landsins á Kjalarnesi. Verðið sem er í boði núna er víst sjöfalt það sem ég borgaði fyrir landið fyrir sjö árum. Það er hins vegar talið að ef ég sel ekki næstu tíu árin eða svo þá gæti ég fengið tuttugu og fimmfalt það sem ég borgaði og jafnvel meir. Það er ekki slæm ávöxtun er það nokkuð?
Þar að auki skulda ég ekki krónu í bankanum.

|

Thursday, May 11, 2006

Allt of mikið neikvætt í gangi
Haldið þið ekki að nágrannar mínir hafi tekið sig saman á húsfundi, sem ég missti af vegna þess að ég var í Leirársveitinni, og sent mér bréf þess efnis að ég sé of mikill sóði. Þ.e.a.s. að í eitt sinn var ég að bögglast með spæni í hesthúsinu og var í buxum með uppbroti en ekki reiðbuxum. Þetta olli því að ég bar töluvert af spæni með mér heim og varð eitthvað eftir af honum á ganginum. Reyndar var meiri drulla á ganginum sem tengdist mér ekki því að stúlkan sem tók að sér að ryksuga ganginn hætti fyrirvaralaust og sagði engum frá því. Það var dóttir formanns húsfélagsins. Konan sem býr á sömu hæð og ég og á að ryksuga ganginn á móti mér er víetnömsk og stundum koma upp tungumálaerfiðleikar, annars er þetta yndælasta kona og hún tók ekki þátt í að kvarta yfir mér. Nöldrarinn er kerling á hæðinni fyrir ofan. Þegar hún bankaði upp á sagði mamma að þetta væri eftir mig úr hesthúsinu og þreif þetta samdægurs. Ég og víetnamska konan vorum bara ekki búnar að koma okkur upp skipulagi um að ryksuga ganginn og hafði það því tafist aðeins. En út af þessu eina skipti þá var dregin sú ályktun að hestamennska mín væri eina ástæðan fyrir óhreinindunum. Ég bý reyndar á fyrstu hæð og eru þetta einu stigarnir sem allir ganga um. Ég varð vægast sagt reið og skrifaði bréf þar sem ég tætti niður þessar ásakanir og hengdi upp við póstkassana. Þótt ég sé mjög ánægð með bréfið og bendi þar á að ég sé búin að stunda hestamennsku í 13 ár og það hafi aldrei verið ástæða til kvartanna. Þetta fer samt í taugarnar á mér og mér finnst að mér vegið. Það er eins gott að ég hef ekki rekist á þessa nágranna mína því ég er ekki viss um að ég komi til með að halda stjórn á skapi mínu og mín stóíska ró farin út í veður og vind.
Eins og þetta sé ekki nóg þá anorexían komin niður í 49 kíló, í öllum fötunum beint eftir kvöldmat. Hún er líka farin að ljúga blákalt að okkur um hvað hún borðar auk þess að hafa alltaf með munnþurku með sér við matarborðið og setur matinn í hana þegar hún "þurkar sér um munninn". Og hún heldur virkilega að enginn taki eftir þessu. Svo reyndi hún líka að breyta stillingunni á vigtinni heima hjá sér til að reyna að sannfæra fólk um að hún væri að þyngjast. Það er búið að segja við mig að ég eigi ekki að skipta mér að þessu nema ég verði beðin um það. En ég er búin að fá nóg af aðgerðarleysinu og setti hnefann í borðið. Ég líð þetta ekki lengur og ef þetta kostar það að ég eyði sumrinu í að sitja yfir henni og neyða ofan í hana mat þá geri ég það. Ég á engin börn og þessar systurdætur mínar eru eina framtíð fjölskyldunnar. Það verður kaldur dagur í helvíti áður en ég leyfi henni að svelta sig í hel meðan ég dreg andann.
Ég var líka barin í hausinn einu sinni enn, af hesti. Ég ákvað að ná í Dag úr bústaðnum fyrst það er nokkuð ljóst að hann er ekki faðirinn af folaldinu. Ætlaði bara að skjótast með hann í hesthúsið, klippa hófa og gefa ormalyf og fara svo með tryppin saman í hagann aftur. Dagur er greinilega ekki sáttur við að vera einn í kerrunni. Ég var ekki lögð af stað þegar ég heyrði brjáluð læti í kerrunni. Þegar ég fór að gá hvað hafði gerst var herramaðurinn búinn að prjóna yfir skilrúmið með framfæturna. Ég var auðvitað ein að berjast við að losa hann og koma honum aftur yfir skilrúmið og reyndi hann að brjótast um og hefur í leiðinni sparkað í hausinn á mér. Ég reyndar fattaði það ekki fyrr en eftir á en ég er með mar fyrir ofan vinstri augabrún og mjög aum þegar ég kem við það. Ég held að ég sé með harðasta haus sem sögur fara af. Þetta fjórða skiptið sem hestur sparkar í hausinn á mér. Geri aðrir betur.
Hins vegar kom Ára aftur í gær úr þjálfuninni, reyndar bara tímabundið. X-ið mitt er bara ánægður með hana og farinn finna framför hjá henni eftir að hann fór að vinna meira í henni inn í gerði. Hann er í einhverju átaki með frumtamningartryppin og var á upprifjunarnámskeiði hjá Magga Lár og Svanhildi. Er rosa spenntur yfir því sem hann lærði. Svo ég á að trimma Áru í tíu daga og þá ætlar hann að taka hana aftur. Ég fór í langan reiðtúr á henni í dag og var mjög ánægð með hana. Finnst hún hafa sýnt framför. Kemur skemmtilega á óvart.
Það er sem sagt margt að angra mig þessa dagana en ekki allt vonlaust. Þurfti bara aðeins að væla.

|

Wednesday, May 10, 2006

Hestavinir. Mig vantar stuðning.
Ég er alvarlega að íhuga að láta gelda Óðssynina sem ég fékk í fyrra. Allt þetta vesen sem ég búin að vera að standa í núna síðustu daga veldur því að ég er farin að sjá ofsjónum yfir því að standa í graðhestauppeldi. Það er svo mikið að stóðhestum og ég held að lífið yrði miklu betra fyrir þá að vera bara geldingar. Það er líka auðveldara að selja geldinga en stóðhesta. Var líka eitthvað að spá í að halda undir þá næsta sumar en ég vil í raun frekar fara með hryssurnar mínar undir dæmda stóðhesta. Það er ekkert vit í að halda undir ungfola sem að maður veit ekkert hvernig fer með. Hross undan dæmdum hestum seljast líka betur.
Vil gjarnan fá stuðning við þessa ákvörðun. Eða rök með eða á móti. Segið mér hvað ykkur finnst.

|

Tuesday, May 09, 2006

I told you so
Jæja, þá er ég búin að fara í Leirársveitina og skoða folann. Ef þetta er ekki folinn sem ég sá í maí í fyrra og aftur núna í apríl þá er þetta tvífari hans. Ég er líka búin að fara og segja bóndanum frá þessu. Það kemur dýralæknir á morgun og tekur blóðprufu úr folanum og folöldunum upp frá. Það er komið annað folald. Ég ætla líka að taka blóð úr folaldinu mínu og láta bera saman. Þetta kemst þá vonandi á hreint. Annars er þetta ekkert ómyndarlegur foli. Folaldið mitt verður þá kannski fallegt ef ekkert annað. Hún er nú reyndar alveg obbolega sæt.
Ég er nokkuð viss um að Gleði sé ekki fylfull. Ég ætlaði að setja hana út með folöldunum í dag. Ákvað nú samt að fylgjast dálítið með þeim. Sem var eins gott. Því litlu gæjarnir voru voða spenntir fyrir stóru stelpunni. Sem fór að sýna einkenni hestaláta. Ég var ekki lengi að kippa henni inn. Ég rakaði hana svo í dag. Hún var svo hryllilega loðin greyið. Hún var alveg sveitt í gær. Hún fór svo út með stóru stelpunum seinni partinn.
Annars á ég voða bágt. Ég er með hitabólur eða einhvern andskotann á handarbökunum og klæjar alveg hroðalega. Svo er ég líka með starrabit á fótleggjunum og klæjar svakalega í þau líka. Megrunin hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Er búin að drekka slatta af venjulegu kóki. Þori ekki fyrir mitt litla líf að stíga á vigtina, úff. Sæki í sykurinn þegar mér er mikið niðri fyrir. Er svo mikill truste spiser.

|

Monday, May 08, 2006

Gaaaaaaaaaaaarrrrrgg!!!!!!!
Ég fékk flog í dag. Það eina sem snérist í hausnum á mér var samtalið við bóndann í gær. Og Gleði. Tveggja vetra hryssan mín. Hvað ef hún væri fylfull? Svo um hádegið var ég búin að spenna mig svo mikið upp að ég þoldi ekki við lengur. Svo það var ekkert annað að gera í stöðunni en að fara á staðinn og ná í dömuna og koma henni í fylskoðun. En eins og allt annað sem hefur gengið á, á þessu guðsvolaða ári, þá var auðvitað galli á gjöf Njaðar. Gleði er eina hrossið sem ég á sem ég get ekki gengið að úti í haga og náð. Oooooog... það er engin rétt í haganum þar sem þau eru. Ég dró því með mér færanlega rafmagnsgirðingarstaura og band, fullt af brauði, sem ég keypti í bónus og svo auðvitað hestakerruna. Það tók nokkrar tilraunir, marg slitið rafmagnsband, næstum allt brauðið og kaðalinn sem ég er með í bílnum, nei ég snaraði hana ekki, en ég náði beyglunni. Það var svo leikur einn að koma henni upp á kerruna, enda vel taminn þótt stygg sé. Það var reyndar dýralæknir sem ég þoli ekki sem skoðaði hana og ég treysti ekki fullkomlega en hún er ekki fylfull. Hjúkk, hjúkk hjúkk. Það hefði verið ógleði.
Ég er hins vegar búin að fá yfir mig nóg af þessu öllu saman. Það var líka að flækjast fyrir mér að bóndinn, sem þekkir varla haus né hala á hestum, talaði um að hann hafi skoðað þennan brúna fola og ekkert fundið að honum. Brúna??? Hann var ekki brúnn, hann var jarpur. Nú komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þyrfti að tala við mann sem hefði meira vit á þessu. Ég hringdi því í manninn sem á þessar sex hryssur sem eru fylfullar og mér skildist að hefði verið að aðstoða bóndann við að skoða folana í gær. Og mikil ósköp, þeir skoðuðu engan jarpan fola í gær. Hins vegar hafði verið fangaður jarpur, ógeltur foli í stóðinu á næsta bæ!!! Já, er það??? Nú lítur út fyrir að gátan sé leyst. Bóndinn hefur líklega alltaf haldið að ég væri að tala um brúnan fola sem einhver karl á. Á meðan hefur þessi ógelti jarpi foli verið að valsa á milli girðinga. Ég er því búin að hringja í manninn á næsta bæ og ég er að fara aftur í Leirársveitina annað kvöld að skoða þennan jarpa fola og gá hvort þetta sé folinn sem ég er búin að vera að röfla um frá því í MAÍ Í FYRRA!!!
Ég skal komast til botns í þessu máli. Og framvegis skulu þessir sveitakarlar hlusta á borgarbarnið. Mikið djöfull er ég orðin þreytt á því að heimskir karlar hlusti ekki á mig. Ég veit hvað ég er að tala um. Ég tala ekki um hluti sem ég hef ekki vit á. Ef ég segi að það sé bleikur fíll út í haga, ÞÁ ER BLEIKUR FÍLL ÚT Í HAGA!!!

|

Allt fullt af folöldum
Það var hringt í mig í gær. Þar sem ég var með Ísold á útigangi er ein hryssa köstuð, átti ekki að vera fylfull, og aðrar sex eru fylfullar.
Ég náði í Dag á laugardaginn. Ég er ekki viss hvort ég eigi að eyða peningum í að dna greina hann. Það er nokkuð ljóst að hún hefur fyljast á útigangi. Ætti kannski frekar að fara að sækja Gleði, þessa tveggja vetra, og gá hvort hún sé fylfull.
Þeir finna ekki folann sem hefur valdið þessu. Það eru allir ungfolarnir á svæðinu geltir. Samt fyljuðust þessar hryssur á mismunandi tíma svo hesturinn hefur verið í stóðinu.
Svo er náttla þessi þriggja vetra sem var geltur fyrir tveimur árum og lítur út fyrir að vera með eistu. En það getur ómögulega verið hann, að þeirra sögn. Hvernig væri að láta dýralækni kíkja á hann? Nei, þeir skilja bara ekkert í þessu.

|

Friday, May 05, 2006

Þetta er rán!!!
Ég fór á besínstöð á miðvikudaginn. Það kostar um og yfir 7000kr að fylla litla burra af bensíni. Og hvað haldið þið að ég hafi gert þann daginn? Jú, ég keyrði 200km og meirihlutann með hestakerru. Og ég náttla ekki búin að rúnta með kerruna þennan mánuð. Þetta verður dýrt. Ég er samt ekki alveg að sjá fyrir mér að ég fari að hjóla upp í mosó á hverjum degi.

Ánamaðkar
Ég er ekki hrifin að möðkum, neinum möðkum, þar með töldum ánamöðkum. Ég er búin að vera með fóbíu fyrir þeim frá því að ég var í unglingavinnunni að kantskera og skar þá í sundur alveg hægri vinstri. Núna eru þeir út um allt á göngustígum í bleytunni. Mér er alveg meinilla við að stíga á þá. Finnst alveg ferlega ógeðsleg tilhugsun að kremja þá undir skóna mína. Líka sú staðreynd að þeir drepast ekki endilega þótt það sé kramdur hluti af þeim. Svo liggja þeir þarna og engjast. Ætli þeir finni til? Any how, þegar ég geng um þá er ég með augun á götunni og tippla um til að stíga ekki á ánamaðka.

|

Wednesday, May 03, 2006

Mikið að gera
Ég fór í brúðkaupið á sunnudaginn. Það var bara mjög fínt. Athöfnin mátulega löng og presturinn léttur og skemmtilegur. Maturinn var frábær, alveg hreint æðislegur. Það eina sem var erfitt var þegar saumaklúbburinn kom með sitt atriði. Held að fólk hafi skemmt sér vel. Við tókum eurovisionlagið með Silvíu með frumsömdum texta um brúðhjónin. "Tvibbinn" lagði til textann og fær miklar þakkir fyrir það. Reyndar er saumaklúbbur í kvöld svo ég fæ kannski að heyra hvað brúðurinni fannst um atriðið.
Folaldið braggast vel. Ísold mín er greinilega að standa sig vel í móðurhlutverkinu. Nú er næsta skref að reyna að komast að faðerninu. Er að reyna að komast að því við hvern ég þarf að tala til að láta gera dna-greiningu.
Ára er komin í þjálfun. Nú verða margir hissa hvert hún fór. Minn fyrrverandi tók hana. Hann er orðinn svona rosa hress í hestamennskunni aftur. Hann kom og prófaði hana og var til í að prufa hana frekar. Held að það sem hún þurfi er einhver sem fer á hana á hverjum degi og hann virðist nenna því. Alla vega þá kom hann nokkrum sinnum og fór á hana meðan hann var að bíða eftir því að ég gæti komið með hana. Það kemur í ljós hvernig þetta fer allt saman.
Kannski tekst mér að hugsa um eitthvað annað en hross næstu daga en ég lofa engu.

|