The bitch is back
Ég ákvað að trítla með tölvuna mína í viðgerð. Blessuðum manninum sem tók á móti henni þótti hún býsna forn blessunin og vorum við sammála um að eyða ekki miklum tíma í að gera við hana. En hún er seig og leynir á sér, eins og eigandinn, og get ég ekki séð betur en að hún sé í fullkomnu lagi. Ég hafði ekki áttað mig á því hvað ég saknaði tölvunnar. Það er erfitt að lifa í nútíma þjóðfélagi og komast ekki á netið.
Það er svo sem ekki mikið að frétta af mér. Ég er ekki viss um að þessi sjúkraþjálfun sé að skila tilætluðum árangri. Ég vissulega finn minna til þegar sjúkraþjálfinn er að þjösnast á bólgunum sem ætti að þýða að þær séu að minnka. En... Bakið á mér virðist ansi brothætt. Ég finn það býsna vel að ég verð að passa mig og fæ iðulega verki sem segja mér að ef ég hætti ekki því sem ég er að gera það augnablikið þá eigi eftir að fara illa fyrir mér. Ég fékk líka verk í mjöðmina, mjaðmaliðinn, þegar ég var á hestbaki. Svipaðan verk og ég fékk þegar ég byrjaði að ríða út aftur eftir að ég datt af baki. Mér leist ekki vel á það.
Það gengur vel með graddana. Það var sest á þá í fyrsta skipti í dag, bara inni, og gerðu þeir ekkert af sér. Ég ríð út á Áru og Ísold, þegar mér er ekki of kalt. Það er hins vegar alveg tímabært að fara að járna Dag og Gleði því hnjóskarnir hættu snarlega að fjölga sér eftir að þau komi inn og verður að segjast að það voru ekki komnir margir. Annars fékk Dagur marga plúsa í kladdann fyrir góð barnapíustörf í vikunni. Það komu tvö folöld í húsið síðasta laugardag og var Dagur fenginn til að fara út með þeim fyrstu skiptin og auðveldaði það mjög að koma þeim inn og út.
Það verða kannski fleiri blogg á næstunni.