Thursday, February 25, 2010

Ekki mikið að frétta
Mæðgurnar komu og prófuðu Hlé og það gekk mjög vel. Þær gátu báðar riðið honum á brokki og tölti. Allir voru ánægðir hvað hann var rólegur og yfirvegarður, það komu nefnilega áhorfendur líka. En því miður, þá fannst þeim hann of ungur. Eru að leita að hesti sem er svona 7-8v en Hlér er bara á 5v. Þetta er það sem ég vissi. Geldingar seljast yfirleitt ekki fyrr en á 6v þegar það er orðið nokkuð ljóst hvernig þeir verða og mesta vinnan er búin.
Ég skellti mér á keppnisnámskeið fyrir konur með hana Gleði mína. Það gengur ágætlega. Daman er reyndar ekki alveg sátt við sveigja sig hægri á tölti nema við séum að ríða í kringum eitthvað. Gerir allt annað með glæsibrag. Ég er svona að spá hvort ég eigi að prófa að taka þátt í vetraruppákomu á laugardaginn. Það er boðið upp á flokk fyrir minna vanar konur, og karlaflokk reyndar líka. Hef nokkrum sinnum reynt að keppa á móti þessum konum þarna upp frá en ekki með góðum árangri. Þessar dömur mæta með fyrstu verðlauna stóðhesta og margreynd keppnishross. Löngu tímabært að skipta þessu upp í flokka.

|

Friday, February 19, 2010

Ja, hérna!!! Ég hef ekki bloggað lengi.
Glaumur er búinn í fríinu og ég hef verið að ríða honum sjálf í febrúar. Bara með hann í léttu trimmi. Drengurinn er miklu hressari og ætla ég að biðja þjálfarann um að prófa hann aftur í byrjun mars. Svo er bara spurning hvort drengurinn sé orðinn nógu hress til að hægt sé að stefna með hann í kynbótadóm í vor. Það kemur í ljós.
Hinir graddarnir tveir eru að verða búnir í sínu prógrammi og vona ég að þeir verði mér til sóma í þessu prófi sem Hólaneminn á að taka. Gabríel aðeins farinn að verða þreyttur á þessari stífu þjálfun enda fá þeir félagar báðir smá pásu að þessu loknu. Viktor er hins vegar loksins að lifna við og farinn að vera hressari.
Annað hvort er ég á einhverju bleiku skýi eða Gleði mín er að verða algjört æði. Fólk er alla vega farið að spyrja hvað þetta sé sem ég sé á, "bara snyrtileg hryssa". Er að spá í að láta skoða hana aðeins fyrir mig, og ef Viktor er ekki nógu efnilegur, sem er verið að segja við mig, þá kannski stefna með hana í kynbótadóm í staðinn. En þetta á allt eftir að koma í ljós í kringum mánaðamótin.
Það er hugsanlegur kaupandi að koma að skoða Hlé á sunnudaginn. Kona í hverfinu sem mér líst vel á og fær góða umsögn hjá fólki sem ég treysti. Ég læt nú ekki börnin mín í hendurnar á hverjum sem er. Ég yrði mjög ánægð ef þau ná saman. Það kemur í ljós.
Annars eru bara allir hressir. Útigangurinn nýtti sér skjólvegginn í dag í rokinu. Ég er ánægð með skjólvegginn minn og hrossin líka sem er kannksi meira um vert.

|