Thursday, May 19, 2011

Glaumur frá Reykjavík
Hann Glaumur fór í byggingardóm í vikunni og fékk: 8 haus, 8 háls og herðar, 8 bak og lend, 8.5 samræmi, 8 fótagerð, 7 réttleiki, 8 hófar og 7 prúðleika eða samtals 7.98. Ég er bara nokkuð sátt. Auðvitað hefði hin eftirsótta átta verið æskilegri. En nú stendur til að fara með drenginn í frekari þjálfun og reyna við fullan dóm á síðsumarssýningu.

|

Wednesday, May 04, 2011

Einn verkur í einu
Ég er búin að vera slæm í bakinu í allann vetur. Bara orðin gömul og feit og slitin. Ég hef líka verið slæm í olnboganum á vinstri handlegg. Fékk svona svipað í hægri handlegg fyrir einum eða tveimur árum, ekkert hægt að gera, bara hvíla handlegginn. Það er svolítið erfitt þegar maður þarf að moka skít á hverjum degi, svo ég hef bara verið að bíða eftir að sleppa hrossunum svo ég geti hvílt mig.
Jæja, eins og ég sagði hér fyrir neðan þá datt ég á hausinn og rifbeinsbraut mig og lenti illa á vinstri olnboganum. Meðan ég var að drepast í rifbeininu og með risa mar á olnboganum þá fann ég ekkert til í bakinu og mjög lítið í olnboganum. En um leið og það fór að komast í lag þá fékk ég tak í bakið og aftur verki í olnbogann.
Svo pælingin er þessi? Meðtekur heilinn bara einn verk í einu?

|