Wednesday, March 31, 2004

Eru karlmenn subbur upp til hópa?
Ég er þreytt gömul kona og afreka fátt annað á kvöldin en að glápa á kassann eða nöldra á blogginu. Í gær var ég að horfa á einn af mínum uppáhalds þáttum Queer eye for the Straight Guy. Þetta eru náttúrulega bara yndislegir þættir og Carson er eina yndislega kerlingin í heiminum. Í gær voru þeir með einhvern 24 ára pjakk. Látum það vera að það hafi verið myglaður matur út um alla íbúð, ísskápurinn eins og líffræðitilraun og eitthvað í baðinu sem ég vil ekki einu sinni vita hvað var. Ég er ekki al-saklaus af þessu. Get t.d. upplýst ykkur um það að kók myglar en appelsín þornar og verður klístur út af því að ótrúlegt nokk þá er meiri sykur í appelsíni. Hins vegar var ítrekað talað um það að drengurinn lyktaði. Það var lögð mikil áhersla á þessa staðreynd. Hann hreinlega stinkaði. Síðan var búið að kaupa fullt af nýjum fötum á drenginn og hann átti að fara að hitta fólk sem gat ráðið úrslitum um frama hans. Drengstaulinn fór ekki í sturtu. Hann fór í nýju fötin og út að hitta allt fólkið og fór ekki í sturtu. Er ég búin að segja þetta nógu oft? Hann stinkaði big time og fór ekki í sturtu.
Síðan kom ég inn í þátt með Jóa Fel þar sem hann var að laga mat. Fyrsta lagi var þessi hárlubbi á honum, sem lítur alltaf út fyrir að vera skítugur, dinglandi yfir matnum. Mér er alveg sama hversu sexý þessi maður á að vera, það er ekkert voða sexý að finna löng og fitug hár í matnum sínum. Svo var maðurinn með puttana í öllu. Óð úr einu í annað, sá hann aldrei þvo sér um hendurnar og svo var hann með hringa á fingrunum. Ef þið hafið einhverntímann unnið í matvælaiðnaðinum þá vitið þið að hringar eru BIG NO NO, þar sem þeir eru þvílík sýklagryfja.
Ok, mitt viðmið um hreinlæti er að ef það lyktar ekki... En þegar það kemur að persónulegu hreinlæti og matargerð þá er ég til fyrirmyndar.

|

Séð og heyrt, EAT MY SHORTS

Huh, nú er þessi blessaði snepill að slá upp voða frétt um þrettán ára móður á klakanum. Lesendur Heljar voru löngu búnir að fá þessa frétt. Enda Hel alltaf með puttana á þjóðarpúlsinum. Hahahahahaha.

|

Tuesday, March 30, 2004

Er það ekki augljóst að Jónsi í svörtum fötum er hommi?
Sá hann í morgun í Ísland í bítið. Þetta gæti ekki verið augljósara þótt að það væri skrifað með blikkandi neonljósum á ennið á drengnum. Hommi!!! Hommi!!! Ég skal hundur heita ef hann á ekki eftir að koma út úr skápnum fyrr en síðar.

|

Eru karlmenn fávitar?
Þótt ég hafi mjög gaman af að lesa nornirnar þá hef ég ekki alveg fengist að viðurkenna þessa staðreynd á öðrum vettvangi. Ég er ekki tilbúin til að gefa hálfu mannkyninu afsökun til að haga sér eins og fífl. Eftir daginn í dag fékk þessi fullyrðing byr undir báða vængi í mínum huga.
Ég er búin að vera í einhverju "vera almennileg" kasti undanfarið. Svo hitti ég minn síðasta fyrrverandi um daginn. Hann var bara voða kurteis og almennilegur sjálfur undanfarið, svona almennt, ekki 100% samt. Hann var að vandræðast með að koma hrossi sem hann á austur fyrir fjall. Auðvitað er litli sæti burrinn minn með krók svo ég í þessu "vera almennileg" kasti bauðst til að aðstoða hann við að skutla hrossinu.
Jæja, það kom í ljós að hann var á kvöldvöktum þessa viku. Í gær var auðvitað snjór yfir öllu. En í dag var búið rigna og bara mjög góð færð austur. Svo eru þriðjudagar auðvitað mjög undarlegir og ég laus snemma. Ég hringi í vininn rétt fyrir hádegi, greinilega að vekja hann. Hann þurfti eitthvað að fara í skattinn, búinn að týna leyniorðinu til að geta talið fram á netinu. Það fylgir bara með í umslaginu en it is just not my problem anymore, thank god. Þekkjandi vininn, þá var ég eiginlega búin að slá þetta út af borðinu í dag. En undarlegt nokk þá hringir hann í mig rétt áður en ég er að fara skella mér í sturtuna. "Heyrðu við skulum bara drífa í þessu. Ég þarf bara að koma við heima að skipta um föt og svo kem ég." Ég fór samt í sturtu og var komin þangað sem við áttum að sækja kerruna á undan honum. Síðan setjum við kerruna aftan í bílinn og leggjum af stað að ná í hrossið. Þá tekur vinurinn upp símann og hringir í manninn sem er með þetta land sem hrossið átti að fara á. Núna kemur í ljós að það er eitthvað vesen. Hann var sem sagt ekki búinn að ganga frá þessu áður en hann hringdi í mig. Núna á hann að hringja í einhvern annann mann. Svo erum við komin þangað sem hrossið er og hann ekki enn búinn að ná í manninn. Síðan meðan ég er að klappa hrossunum er hann eitthvað að hringja og vesenast. Þá kemur það. "Heyrðu, ég er hættur við. Ég ætla bara að hafa hana áfram hérna." What??? Ok, nett pirruð núna. Reyni að halda ró minni. Þá byrjar umræða um kaupverð, markaðsmál, raungildi, nánasarhátt ofl. ofl. Það endaði auðvitað ekki vel. Við vorum ekki sammála. Og ég er sem sagt, að hans mati, "Svo skrítinn, svo klikkuð, að láta honum líða illa yfir hlutum sem koma mér ekki við. Fyrirgefðu, átt þú ekki bara að halda kjafti og liggja á hnjánum og biðjast afsökunnar á því að hafa dregið mig út í einhverja fíluferð því að fullorðinn maður getur ekki tekið einfalda ákvörðun og staðið við hana??? Ég bara spyr.
Í dag eru karlmenn fávitar því ég er að dæma þá alla eftir þessum eina sem eyðilagði hluta úr degi fyrir mér. "Er ég búinn að eyðileggja allann daginn fyrir þér?" Nei, þú hefur ekki svo mikil áhrif á líf mitt lengur. Það voru þó nokkrir góðar punktar í deginum í dag. Ég var reyndar fljót að losa mig við pirringinn því ég ákvað strax trashja hann á bloggsíðunni minni þegar ég kæmi heim. Það er hér með gert, aaaaa.

|

Komst í svona naglasnyrtisett í gær meðan ég var að horfa á sjónvarpið, held að litla frænka mín eigi það. Þar var eitthvað voðalega sniðugt tæki sem virkaði eins og lítill hefill. Ég er nú ekki óforframaðari en það að hafa heyrt að þetta ku vera til að snyrta naglböndin. Ég hef nú til þessa bara pillað þau og bitið í burtu en fékk að vita það einhverntímann frá vinkonu minni sem búin að mennta sig voða mikið í þessum fræðum öllum að það væri nú ekki mjög "kvenlegt". Svo snillingurinn ég ákvað að prófa þetta dæmi og ekki spillti fyrir að þetta virkaði eins og hefill. Skemmst er frá því að segja að frá einu sjónarhorni líta neglurnar á mér svaðalega vel út en ef betur er að gáð þá eru naglböndin frekar rauð og viðkvæm snertingar. Ég held að ég láti bara áfram allt vera sem á að heita kvenlegt.

|

Monday, March 29, 2004

Update á aðgerðarsögunni.

Hnúturinn á handabakinu hefur stækkað. Ég var semsagt meira en lítið ósátt við þetta í gær, svona í ljósi þess að ég á tíma hjá þessum sérfræðing 15. apríl!!! Svo ég ákvað að taka til minna ráða. Hef stundum gert þetta áður og verð víst að viðurkenna að þetta jaðrar stundum við masókisma. Það átti að vera búið að útiloka að þetta væri graftarkýli en ég varð auðvitað að fullvissa mig um það, svona þar sem ég var hálf meðvitundarlaus þegar þessi niðurstaða fékkst upp á spítala. Svo ég náði mér í nál og sótthreinsispritt og stakk í helvítis hnútinn. Ég komst að þeirri brilliant niðurstöðu að það væri lang best að stinga þar sem var skorið í þetta, það væri hvort sem að myndast örvefur þar. Það var alls ekki svo sárt en þegar ég sá hvað nálinn var komin djúpt inn í handarbakið á mér rann mér kallt vatn milli skins og hörunds. Það lá við að það liði yfir mig. En það var ekkert að gera annað en að harka af sér og gá hvort það væri hægt að kreista eitthvað úr þessu. Hélt fyrst að það væri að koma eitthvað meira en bara blóð úr þessu en ég er ekki viss. Endaði bara helaum og hálf ómótt. Svo ég fór bara inn að sofa og vonaði það besta. Þetta leit reyndar skár út í morgun en ég held að það sé alveg jafn stórt. Ég er reyndar að vona að ég fái "second apinion" eftir viku, blikk blikk, þú veist hver þú ert. Annars ætla ég bara að bíða þar til ég fer til doctor. Engar fleiri sjálfsaðgerðir.

|

Saturday, March 27, 2004

Datt inn á þessa yndislega hallærislegu síðu og tók slatta af prófum.

|

You Are Low Maintenance


Otherwise known as "too good to be true"

You're one laid back chica - and men love that!

Just remember that no good guy likes a dormat.

So if you find your self going along to get along...

Stop yourself and put up a little bit of a fight.
Are You High Maintenance? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

Við skulum bara hafa það alveg á hreinu að engum dytti í hug að líkja mér við "a dormat".

|Your Inner Eye Color Is Blue


You've got the personality of a blue eyed women

You're intense and expressive - and always on the go

You've also got a sweet, playful side - which draws men inWhat's Your Inner Eye Color? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


By the way, þau eru blá.

|

Guys Like That You're Sensitive/h2>
And not in that "cry at a drop of a hat" sort of way

You just get most guys - even if you're not trying to

Guys find it is easy to confide in you and tell you their secrets

No wonder you tend to get close quickly in relationships!
What Do Guys Like About You? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

|

You'll Find a Boyfriend Within a Year


Either you're not ready for a relationship...

Or you're not quite ready to leave the house

You can't meet a guy from your couch

So at least consider meeting one from your computer!
When Will You Have a Boyfriend? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

|

You Don't Have a Boyfriend Because You are Too Busy


While a relationship sounds nice, you're strapped for time

Whether you're legitimately busy or just making excuses...

... You don't give men enough of your time.

As nice as "instant love" would be, there's just no such thing.
Why Don't You Have a Boyfriend Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.

|

Friday, March 26, 2004

Hvar er barnaverndarnefnd???

Veit ekki hvað þið munið vel eftir því sem þið heyrið í fréttunum en fyrir nokkrum vikum átti 13 ára stúlka hér á landi barn. Ef ykkur finnst það ekki nægulegur sjokker þá skuluð þið lesa áfram.
Talið var að faðirinn af þessu barni væri 16 ára gamall "kærasti" stúlkunar. Hann hefur hins vegar nú farið fram á dna-próf þar sem hann dregur í efa að hann sé faðirinn. Og hver er þá faðirinn? Jú, það leikur grunur á að faðir stúlkunnar, þessarar 13 ára, sé líka faðir barnsins sem hún átti á dögunum, nice.
Það er ekki allt búið enn. Haldið ykkur nú fast. Þessi 13 ára á eldri systur sem er 15 ára og hún er ólétt. Og hver haldiði að sé faðirinn að því barni? Jú mikið rétt, það leikur grunur á að það sé líka darling dad.
Það vantar ekki frjósemina í hann þennan. Hann á víst sex börn með móður stúlknanna.
One big happy family...right here in Iceland.

|

Thursday, March 25, 2004

Las eitt sinn hugmynd sem mér líst vel á núna. Verða skírlíf trukkalessa.
Karlmenn og öll tengsl við þá eru bara allt of flókið dæmi. Núna t.d. á ég aðdáanda en vandamálið er að ég hef bara ekki áhuga. Svo sem yndæll drengur en það er bara ekki nóg. Bara heillar mig ekki. Áhugi minn leitar annað en þar er lítil von og ég reyni að ýta þeirri hugsun frá mér. Þetta er óþolandi. Sá sem finnur "lækningu" við þessu vandamáli á eftir að verða ríkur.

|

Wednesday, March 24, 2004

Meiriháttar aðgerð.

Forsaga:
Fyrir circa þremur vikum birtist marblettur á handarbakinu, svona mitt á milli löngutangar og baugfingurs. Ég man ekkert hvernig ég fékk þennann marblett, sem er undarlegt því yfirleitt man ég þegar ég er að slasa mig. Síðan hvarf þessi marblettur hægt og rólega en eftir varð hnútur undir húðinni í hvilftinni milli fyrrnefndra fingra. Þessi hnútur hefur svo bara verið þarna í rólegheitum og ekki verið mér til neins ama.

Það sem gerðist næst:
Fyrir nokkrum dögum byrjaði þessi hnútur svo allt í einu að stækka. Húðin ofan á hnútinum tók svo að roðna. Að lokum fór svo bólga að gera vart við sig í kringum hnútinn. Bólgan hefur svo aukist smátt og smátt. Bara til að það sé alveg á hreinu þá er hnúturinn ekki nema rétt um centimetri í þvermál. Ég er ekki með stærðarinnar kýli á handarbakinu.

Og þá erum við komin að deginum í dag:
Ég ákvað það væri komið að því að láta lækni líta á dæmið. Byrjaði á því að reyna að ná sambandi við aldurhnigna heimilislækninn sem ég fékk í arf frá pabba. Komst ekki einu sinni framhjá símadömunni. Var stanslaust í bið að hlusta á einhverja vélræna tónlist. Svo ég gafst upp á því og fór á slysó. Þar fékk að tala við mjög yndæla unga konu, lækni. Eftir að hafa potað í þetta fram og til baka og fengið annað álit var ákveðið að stinga á dæminu og gá hvort eitthvað kæmi út. Hér byrjaði problemið. Ég er með mikla nálafóbíu. Reyndar þurfti ég ekki nema koma inn á spítala hér áður fyrr til að það liði yfir mig. Það virðist vera að skána í seinni tíð en nálarnar eru enn vandamál. Það var hræðilegt að horfa á þennan yndæla doctor stinga humongus nál í lyfjaglas og vita að næst fer hún í þig. Ég hélt haus meðan hún deyfði mig en þegar hún byrjaði að skera í mig með hnífnum var mér allri lokið. Náði samt að komast á bekkinn áður en ég missti meðvitund. Ok, ég ýki. Ég missti ekki meðvitund, í þetta sinn.

Niðurstaðan:
Það kom enginn gröftur eða neitt ógeð úr þessu svo það er ekkert vitað hvað þetta er. Það er sennilega búið að útiloka stíflaðann kirtil og sýkingu. Næsta skref er að fara til handaskurðlæknis. Það er ekki fyrr en um miðjan apríl. Þá er bara að bíða og vona.

Seinna um daginn:
Þetta episode allt saman hafði meiri áhrif á mig en ég bjóst við. Ég var eitthvað mjög utan við mig og horfði t.d. lengi á afgreiðslustúlkuna sem var að aðstoða mig. Skildi ekkert í hvað það tók langan tíma að ganga frá greiðslunni. Ég var reyndar ekki búin að rétta henni kortið, en hva... Kókið mitt var líka undarlegt á bragðið og brauðið var eins og sígaretta. En þetta er allt að lagast.

|

Ég finn að annað sjálfsprófaæði er að skella á.
YOU HAVE BEEN WARNED
I am EuropeanWhich America Hating Minority Are You?


Take More Robert & Tim Quizzes
Watch Robert & Tim Cartoons


|

ted
Ted: Food & Wine Connoisseur


Which Member from Queer Eye for the Straight Guy is your type?
brought to you by Quizilla
Ég fæ alltaf Ted, ekki það ég myndi sennilega eiga mest sameiginlegt með honum en mér finnst Kynan svo sætur.

|

Tuesday, March 23, 2004

You Are An Independent Girlfriend!


Whoa, Ms. Independent! Your guy digs your modern style...

But he's sometimes left to wonder if you really like him.

Keep that unique spirit, but show him your love a bit more often.

No worries - you're light years away from smothering him!What Kind Of Girlfriend Are You? Take This Quiz :-)
Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


Er eitthvað lonely þessa dagana. Ef þetta eru ekki góð meðmæli. Hefur einhver áhuga?

|

Sunday, March 21, 2004

Hjónaband er heilög stofnun.
Ef þetta er ekki þversögn. Hvernig getur stofnun verið heilög?

Kaldhæðni.
Afborganinar af láninu sem var tekið til að borga brúðkaupið entust lengur en hjónabandið.

Staðreynd.
Helmingur af öllum hjónaböndum enda með skilnaði.

Yfirlýsing.
Ég er hlynt því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband.
Ég vil að íslenska þjóðkirkjan samþykki að gefa saman samkynhneigða.
Samkynhneigðir eiga að hafa jafnan rétt til ættleiðinga.
Samkynhneigðir eiga einnig að hafa rétt á frjósemisaðgerðum og tæknifrjógvunum.
Þetta eru sjálfsögð mannréttindi.

|

Fermingarnærföt í miklu úrvali. G-strengir á 800kr.

Svona auglýsir búð ein hér í bæ. Hvers vegna þurfa fermingarstúlkur kynæsandi nærföt?
Skil að nýbakaðar brúðir þurfi þau til að til að dauðadrukkinn brúðguminn geti náð honum upp á brúðkaupsnóttina.
Er skrítið að litlar fermingarstelpur líti út eins og götumellur þegar þessari ímynd er otað að þeim úr öllum áttum.

|

You're so vain. You probably think this song is about you.

Þetta er frábært lag og yndislegur texti. Besta hefndin er að lifa vel.

|

Saturday, March 20, 2004

Aaaaa, laugardagur og ég mátti sofa út og það ætlaði ég sko að gera. Reyndar rumskaði eitthvað um átta um morguninn og opnaði fyrir ferfættum sambýlingum mínum, veðrið var jú fallegt. Ég hins vegar skreið aftur undir notalega sængina og naut þess að dorma. Þetta áhyggjulausa ástand milli svefns og vöku.
Rétt um ellefu gat ég ekki dormað lengur og ákvað að skríða framúr. Ég var rétt búin að skrönglast á baðið og komin í larfana þegar ég rakst á gömlu konuna mína á ganginum. Svona af gömlum vana þá vippa ég henni upp á öxlina og strýk henni um kollinn. "Hvað segir þú gamla mín" segi ég um leið og við horfumst í augu. Þetta augnablik endist ekki lengi. Þegar ég horfi á hana sé ég fagurrautt blóð leka niður úr fremsta hluta neðri kjálka á gömlu minni. Ég strauja fram í eldhús, bleyti smá eldhúspappír og strýk blóðið í burtu. Það gerir lítið gagn, vatnið örvar bara blóðstreymið. Klukkan er að nálgast hálf-tólf, Dýraspítalinn lokar klukkan tólf, það er ekkert annað að gera en að drífa sig.
Þegar ég kem á Dýraspítalann er biðstofan troðin. Fullorðnir og börn með hunda og ketti í lange baner. Við mæðgur erum löngu orðnar þekktar á Dýraspítalanum og er vísað inn á kaffistofu til að bíða. Biðin er löng en gamla er róleg, hún veit hvar við erum og veit að það er lang best að vera bara í fanginu á múttu.
Loks kemur að okkur. Skoðun er fljótleg, enda gamla samvinnuþýð. Það eru tvö lítil göt á neðri vörinni. (Ég veit að kettir hafa ekki varir en ef þeir hefðu þær þá hefðu þessi göt verið fremst á neðri vörinni.) Þetta eru frekar djúp sár miðað við staðsetningu og það verður að sauma jafnvel þótt blóðið sé byrjað að storkna og vörin orðin vel bólgin. Gamla er stungin með deyfilyfi og við beðnar um að bíða meðan lyfið virkar. Dýralæknirinn réttir mér pappírsrúllu og með orðunum "Henni getur orðið óglatt af lyfinu." Við förum aftur inn á kaffistofu. Gamla er enn róleg en byrjar allt í einu að sleikja endalaust út um. Ég gríp pappírsrúlluna og vef smá pappír upp til að hafa tilbúinn. Ég hefði reyndar getað sleppt því, því med det samme ælir sú gamla. Hendin á mér er full af blautum og volgum, ómeltum kattamat en sú gamla er steinrotuð. Það þarf þrjú spor, tvö í annað og eitt í hitt. Með þessari heimsókn bættist við fjórða síðan í sjúkraskránna. Ég hugsa að daman njóti þess vafasama heiðurs að eiga þykkstu sjúkraskránna. Síðan fórum við heim.
Til að byrja með er sjúklingurinn nokkuð rólegur enda enn undir áhrifum lyfja. Þetta ástand endist ekki lengi. Ótrúlegt hvað þau eru þrá að skríða af stað. Ég hef aldrei séð manneskju reyna að skrönglast af stað í þessu ástandi. Allur dagurinn fór í þetta. Ætla að fara út, sem hún fékk auðvitað ekki. Fara fram að éta. Finna sér stað til að sofa á. Æla yfir allt. Fara fram. Ætla út. Má ekki fara út. Fara fram að éta. Finna nýjan stað til að sofa á. (Hinn var út ældur.) Æla yfir nýja staðinn. Og svona gekk þetta hring eftir hring eftir... Hún er hætt að æla núna. Búin að átta sig á að hún fær ekki að fara út. Búið að þvo þrjár þvottavélar af kattaælu.
Hreint út sagt frábær laugardagur.

|

Thursday, March 18, 2004

Ég fékk þetta skemmtilega komment í dag.

"Ertu eitthvað slöpp í dag? Þú ert eitthvað þreytuleg. Þú ert venjulega svo sjarmerandi."

Ég var reyndar eitthvað voða þreytt í dag svo ég gat ekki verið móðguð í yfir því en venjulega er ég sjarmerandi. Kannski ég hætti bara í heilsuátaki og verði bara sjarmerandi lítil bolla áfram.

|

Tuesday, March 16, 2004

Spánverjar fá bæði samúðarkveðjur svo og mikið hrós.
Þoli ekki hryðjuverk o.þ.a.l. ekki hryðjuverkamenn. Hafði miklar áhyggjur að þessi hryðjuverk yrðu til þess að í reiði sinni myndu spánverjar kjósa hægri öfgaöfl til að hefna en það gerðu þeir ekki. Gott hjá þeim. Finnst ákaflega virðingarvert þegar fólk missir ekki yfirsýn þrátt fyrir skelfilega atburði.

|

Vona að andlegri ládeyðu sé að linna. Er búin að vera að einbeita mér að líkamlega hlutanum. Ég og hinn "tvibbinn" erum í heilsu átaki. Gvöööð minn góður. Ég hef ekkert þol, ekki neitt. Það er allt í lagi með styrkinguna. Ég er vöðvatröll frá náttúrunnar hendi, að lyfta lóðum er mér second nature. En hvaða snilling datt það í hug að það væri æskilegt að koma sér í einhvern þjálfunarpúls og einhver læti. Hræðilegt dæmi. Skilst að það skipti víst ekki máli hvað maður er stæltur, það sést ekki ef þykkt fitulag felur það. Verður víst að koma líkamanum í eitthvað fitubrennsluástand með látum. Það er mér ekki eiginlegt.

|

Thursday, March 11, 2004

Það er einhver hroðaleg andleg ládeyða í gangi. Kannski kviknar á einhverjum ljósum á morgun.

|

Wednesday, March 10, 2004

Skítug og ekki skítug dýr.
Ég var að tala um hvað mér hefðu fundust stórar hrúgur af rottukjöti í sjónvarpinu ógeðslegar. Litu út eins og gúllas nema hver biti var með fjórar lappir. Þá fékk ég það komment að svín væru skítug dýr, hvort mér þættu þau ekki ógeðsleg líka. Nei, það finnst mér ekki. Mér finnast dýr almennt ekki ógeðsleg, nema gúllasið með lappirnar. Ég ætla deila með ykkur nokkrum staðreyndum um dýr.
Svín eru höfð í mjög litlum stíum þar sem þau þurfa að gera allar sínar athafnir. Þau skíta alltaf í sama hornið til að þurfa ekki að sofa í sínum eigin skít. Reyndar ólíkt flestum húsdýrum sem eru grasætur þá eru svín alætur. Það er reyndar annað algengt spendýr sem er alæta, maðurinn.
Hestar, kýr og kindur eru líka höfð í stíum og króm. Þau hins vegar skíta þar sem þau standa. Þau spá ekkert í það hvort þau séu að skíta eða míga í heyið, sem þau síðan éta. Þau leggjast líka þar sem sem þeim dettur í hug, jafnvel þótt þau séu nýbúin að skíta þar.
Svo eru það uppáhöldin okkar, hundar og kettir. Kettir reyndar þrífa sig hátt og lágt með tungunni en þar með er það líka upptalið. Hundar éta skít frá hrossum ofl. ef þeir komast í hann. Þeir velta sér líka upp úr ótrúlegustu drullu. Svo ekki sé látið ónefnt sú staðreynd að þeir eyða oft löngum tíma í að sleikja á sér klofið.
Svo spurningin er, hvað er skítugt dýr?
"But a dog has personality."

|

Lag dagsins.

Hafið bláa hafið
hugann dregur.
Hvað bak ystu sjónarrönd.
Þangað liggur beinn og breiður vegur
bíða mín þar æsku drauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú bátur minn.
Siglum seglum þöndum
svífum burt frá ströndum.
Fyrir stafni er haf og himinninn.

Heyrði reyndar fyrir nokkrum árum að þetta væri klámvísa. Sé alveg hvernig er hægt að túlka hana þannig.

|

Tuesday, March 09, 2004

Kæri korthafi,

Nýverið lét kortakerfi okkar vita af því að nálgaðist innlendu útektarheimild þína. Þar sem þú ert meðal okkar skilvísustu viðskiptavina viljum við forða þér frá þeim óþægindum sem geta fylgt því að fá synjun við notkun kortsins.

Í þessu skyni höfum við hækkað úttektarheimildina á ofangreindu korti í xxx,xxx krónur þér að kostnaðarlausu. Með þessu viljum við undirstrika það traust sem þú hefur áunnið þér hjá okkur og þakka fyrir ánægjuleg viðskipti.


Þetta bréf var í póstkassanum í morgun. Vá, ég er bara orðin alvöru adult maður. Þetta er í annað sinn sem ég fæ svona bréf. Bara komin með gott kredit og allt. Svo á bara eftir að koma í ljós hvort sparnaðaraðgerðir í þessum mánuði dugi til að ég geti borgað reikningin næstu mánaðamót. Ætli þeir viti að báðir ábyrgðarmennirnir á víxlinum sem ég þurfti að skila inn á sínum tíma eru komnir undir græna torfu? Ég ætla ekkert að segja þeim það;-)

|

Ég er farin að halda að þetta sé eina niðurstaðan úr þessu prófi.
wine
You're a Glass of Wine!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

|

Er búin að vera ergja mig undanfarna daga yfir síðasta viðhengi. Búin að umgangast hann of mikið undanfarið eða rekast á hann. Þegar við slitum samvistum voru ákveðnir hlutir sem ég vildi fá og þurfti að kaupa af honum. Var að klára að borga honum síðustu mánaðamót. Af því tilefni hringdi ég í hann til að tilkynna að ég teldi mig vera að búna að borga og hvort hann væri ekki sammála því. Jú, örugglega, hann treysti mér svo vel að hann hefði ekkert verið að fylgjast með þessu. Nú er hægt að treysta mér. Það hafði ekkert hvarflað að honum að treysta mér þegar við vorum saman. Það hefði kannski gert samvistir okkar ánægjulegri. Asshole.

|

Í grænni lautu þar geymi ég hringinn. Sem mér var gefinn og hvar er hann nú?
Þetta var ég með í hausnum þegar ég vaknaði í morgun. Gvöð má vita afhverju. Varð reyndar hugsað aftur til þess tíma þegar ég var barn og við vorum í þessum leik í grænustofunni í skólanum. Var alveg gjörsamlega búin að gleyma gömlu leikjastofunni í skólanum.
Leið bara voðalega warm and fussy þar til ég fór fram á bað og sá að ég er að fá frunsu. Hafði aldrei fengið svoleiðis andstyggð fyrr en síðasta viðhengi smitaði mig. Svo reyndi hann í alvörunni að þræta fyrir að ég hefði smitast af honum. The warm and fussy feeling fór þar með fyrir lítið. Yfirgaf heimilið með hundshaus.

|

Monday, March 08, 2004

Einhverstaðar í Asíu er rottukjöt orðið mjög vinsælt eftir að fuglaflensan kom upp. Ég var búin að heyra þetta en í gær var sýnt í sjónvarpinu þegar fólk var að róta í rottuskrokkum á markaði. Ooooooojj, munaði engu að ég missti kvöldmatinn. Hugsa að þetta væri það eina sem gæti fengið mig til að gera grænmetisæta. Og þá er mikið sagt.

|

Fór að glápa á úrtöku með vinum á laugardaginn. Var bara að skemmta mér ágætlega þar til ég sá fyrrverandi viðhengi ganga inn. Fyrsta hugsun var: "Æ, nei. Þetta er allt of lítið land. Ég á eftir að vera að rekast á hann endalaust." Svo virtist hann vera eitthvað voða umkomulaus og ekki koma auga á neinn sem hann þekkti svo ég hætti að fela mig og veifaði. Hann virtist voða feginn og kom hlaupandi og skellti sér niður. Jæja, þetta gekk þokkalega. Kannski er ég að ná tökum á þessu fyrrverandi dæmi. Hef aldrei verið mjög spennt fyrir að rekast á svoleiðis. Hef hingað til helst viljað að öll svona fyrrverandi viðhengi væru skilduð til að flytja af landi brott og réttdræp ef þau sæjust aftur. Kannski er ég að þroskast. And then again, maybe not.

|

Sunday, March 07, 2004

I don't want a toaster.
Furnulum pani nolo.
"I don't want a toaster."
Generally, things (like this quiz) tend to tick you
off. You have contemplated doing grievous
bodily harm to door-to-door salesmen.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla

|

Saturday, March 06, 2004

Sparnaðar aðgerðir eru komnar í gang. Ég á vona á hræðilegum kreditkortareikningi um næstu mánaðarmót út af bílaviðgerðum svo ég er farin að spara. Oj, bara. Farin að versla í bónus. Það er svo sem allt í lagi. Reyndar fæst flest allt í heimilissparnaðarumbúðum svo ég held að ég þurfi að koma upp geymslu fyrir nauðsynjar. Svo virðist sem að fátækt fólk þurfi ekki að nota hárnæringu, ég bara verð að nota svoleiðis og þar sem það er eiginlega eina "snyrtivaran" sem ég nota að staðaldri þá leyfi ég mér það. Kaupi ekki heldur grænmeti og ávexti þar. Þeir voru með einhverjar amazon kartöflur, ok bara get ekki hugsað mér að borða það. Svo ég er ekki alveg viss um að ég sé að spara neitt ofboðslega mikið. Síðan er ég farin að dæla sjálf beníni á litla burrann minn. Ég kunni almennt ekki við það en það gekk ágætlega í morgun þar til að ég fór inn að borga og litli strákurinn var með einhvern voða húmor sem ég heyrði ekki sökum kvefs og í staðinn fyrir að koma með eitt af mínum frábæru tilsvörum sagði ég: "HA?" Þá sagði drengurinn. "Við erum sátt núna." Ég bara veit að ég missti af einhverju en ég hef enga hugmynd af hverju. Leiðist ógurlega að vera enn með kvef og út af því enn frekar þreytt og slöpp. Langar bara að fara út í næstu búð og kaupa nammi í heimilissparnaðarumbúðum, leigja videóspólu og liggja upp í sófa, en nei, ég er að spara.

|

Friday, March 05, 2004

Frétt á mbl.is
Sænsk 25 ára gömul kona lést eftir fitusogsaðgerð.

Ef þetta kemst ekki á topp tíu listan yfir ömurlegar leiðir til drepast.

|

Thursday, March 04, 2004

HASH(0x8a9d800)
Seer


The ULTIMATE personality test
brought to you by Quizilla

|

magic
Your a magical unicorn! As all unicorns go, magic
unicorns are amazing with enchantments and can
perform spells and all kind of crafts. Magic
Unicorns have horns that if drank from can cure
blindness, and give immortality. All magical
unicorns are very kind and heart-warming, but
can get tempermental if a spell goes wrong.
Magical Unicorns live in forests where they can
practise all there magic in secret. But, if a
human befreinds a magical unicorn, they have a
friend for life.


What kind of Unicorn are you? (With beautiful pictures)
brought to you by Quizilla

|

Tis an Earth Dragon be awakening...when a rose survives through winter...
You are an earth Dragon! You have a knack for
Nature or animals, and are peaceful, careful,
chariming, and optimistic. You can throw a
tantrum now or then, but who doesnt? You value
simple things in life, such as friends,
familly, and Nature.


What elemental dragon are you?
brought to you by Quizilla

|

Water Goddess
You are the Goddess of Water. You are a very
loving, you show your emotions out in the open.
You are full of wisdom. Also dreamy... You
would rather be sleeping then awake. But are
still very happy. You are most inspiration to
the other Four Goddesses since without water
there wouldn't be life.
Other Water Goddesses: Aphrodite, Isis, Mariamne,
Mari, Tiamat, Yemaya, Ran, Kupala


Which of the Four Elemental Goddesses are you?(With Pics)
brought to you by Quizilla

|

gold heart
Heart of Gold


What is Your Heart REALLY Made of?
brought to you by Quizilla

|

Ég er orðin rólfær svo ég skellti mér í litla verslunarmiðstöð til að kaupa nauðsynjar. Þar var búið að koma upp einhverju apparati til að reikna út bmi -stuðul eða eitthvað álíka, einhver undarleg græja sem sem virðist mæla hæð með því að geisla ofan á hausinn á manni. Einmitt, glætan að ég ætli að fara að borga fyrir að láta einhverja græju segja mér að ég sé of þung. Hélt að allir ættu eitt stykki af svona græju sem segði manni svona hluti óumbeðið, almennt kallað móðir.

|

Wednesday, March 03, 2004

Ekki fara til læknis.
Fékk sendan póst með myndum af lækni að misnota meðvitundarlausan sjúkling, oooojjj!!!
Svo var ég að horfa á bestu vinkonu mína, Opruh. Þar var verið að tala um læknamistök í bandaríkjunum.
Gvöð minn góður, hvernig er þetta hægt?
Ung kona var ranglega greind með krabbamein í legi og það fjarlægt áður en mistökin komust upp. KONUR TAKIÐ EFTIR!!! Það er allt of algengt að legið sé tekið úr konum að ástæðulausu. Oft er mælt með því að legið sé tekið þótt séu í boði aðrar lausnir. Ef þið standið frammi fyrir því að læknirinn ykkar segir ykkur að það þurfi að fjarlægja legið þá skulið þið fá allar upplýsingar og biðja um aðrar lausnir.
Þetta getur líka komið fyrir ykkur strákar. Einn maður vaknaði upp eftir aðgerð vegna krabbmeins í blöðruhálskirtli og það var hreinlega búið að skera undan honum. Honum var sagt að krabbameinið hefði verið búið að dreifa sér. Honum hafði hins vegar aldrei verið sagt að þetta væri möguleiki.
Þetta virðist vera ótrúlega algengt í USA, rangir líkamshlutar fjarlægðir, hlutir skildir eftir inn í fólki ofl. ofl.
Þetta er sem betur fer ekki orðið svona algengt hér heima en í alvöru. Hafið vaðið fyrir neðan ykkur.

|

Svei mér þá, ef mér er ekki að batna. Nefið er ekki eins stíflað. Klæjar minna í hálsin og eyrun. Hitinn virðist líka vera minni. Bara allt á réttri leið. Ef ég fer varlega í dag gæti ég verið komin af stað á morgun.

|

Tuesday, March 02, 2004

Ég er enn veik. Mér líður samt ekki jafn hræðilega, er búin að versla dóp við hæfi. En ég er að verða grænmygluð af því að sitja heima. Ákvað að nota tækifærið og glápa á Mávahlátur sem ég fékk lánaða fyrir löngu síðan. Rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er yndisleg bók. Gaman að rifja upp margslungin sambönd kvenna á öllum aldri. Get víst ekki endurheimt liðna æsku og held að ég sé ekki alveg nógu gömul til að verða amman svo ég verð víst að fara að eindurheimta fyrra vaxtarlag til að ég geti orðið álfadrottningin.

|

Ég virðist vera á mjög óræðum aldri. Hef bæði lennt í því, eins og ég hef áður sagt, að vera talin tvíburasystir stóru systur og svo kærasta litla bróðurs, hahahaha. Litli bróðir var ekki ánægður með að tenglsin á milli okkar væru ekki augljós. Svo gæti verið að ég líti bara út fyrir að vera á réttum aldri og stóra systir sé ungleg og litli bróðir ellilegur.

|

Monday, March 01, 2004

Your past life diagnosis:
--------------------------------------------------------------------------------
I don't know how you feel about it, but you were male in your last earthly incarnation.
You were born somewhere in the territory of modern North China around the year 1075.
Your profession was that of a digger, undertaker.
--------------------------------------------------------------------------------
Your brief psychological profile in your past life:
Revolutionary type. You inspired changes in any sphere - politics, business, religion, housekeeping. You could have been a leader.
--------------------------------------------------------------------------------
The lesson that your last past life brought to your present incarnation:
Your lesson is to learn humility and faith in spiritual principles. You should believe in higher reasons.
--------------------------------------------------------------------------------
Do you remember now?
Það skiptir engu máli hvað ég geri eða hvert ég fer, alltaf skal verið að skamma mig fyrir trúleysi.

|

Ég lennti iðulega í deilum við síðasta viðhengi vegna mismunandi viðhorfa okkar til kláms. Ég er á móti því ekki hann. Hann trúði heldur ekki ástæðunum fyrir því að ég er á móti því. Vandamálið var að hann vildi ekki trúa að heimurinn gæti verið svona ljótur. Minn daglegi heimur er í sjálfu sér ekki svo ljótur en ég veit að það er til nóg af miður góðum hlutum.
Þar sem ég ligg veik heima þá var ég af sjálfsögðu að horfa á Opruh. Þar var verið að tala við fyrrverandi klámmyndastjörnu, Traci Lords. Hún aldist upp við það að pabbi hennar barði mömmu hennar. Henni var nauðgað þegar hún var 10 ára. Og þegar mamma hennar drullaðist loksins frá karlinum þá náði hún sér í annann sem misnotaði dóttur hennar. Þegar Traci Lords varð 15 ára þá strauk hún að heiman, varð sér út um fölsuð skilríki og hóf að vinna fyrir sér, fyrst sem nektar fyrirsæta og svo sem klámmyndarstjarna. Á aldrinum 15 - 18 ára lék hún í 20 klámmyndum. Hún kom aldrei fram án þess að hafa annað hvort eða bæði fengið sér áfengi og kókaín. Hún hafði aldrei ánægju af því að leika í þessum myndum né fékk hún kynferðislega fullnægingu. Samkvæmt Opruh verða 1 af hverjum 4 stúlkum í Bandaríkjunum fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Allar ransóknir sýna að konur sem gerast vændiskonur, nektarfyrirsætur, fatafellur og klámmyndastjörnur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þær velja þessar starfsgreinar til að hafa stjórn og öðlast þessa einu afbrigðilegu viðurkenningu og athygli sem þær þekkja.
Ég er ekki að fordæma neinn. Ég hef mjög gaman af að horfa á nakta og fáklædda myndarlega karlmenn og skil vel að aðrir hafi einnig gaman af því. Ég á hins vegar erfitt með að sætta mig við klám eða hafa ánægju af því vitandi þessar staðreyndir.
Það eru samt margir sem neita að trúa þessum fullyrðingum og er það þeirra mál. Mér dettur hins vegar alltaf í hug vændiskonan sem ég sá eitt sinn viðtal við og sagði að hún héldi nú að þetta væri algjört kjaftæði. Henni hafði nú reyndar verið nauðgað sem ungri stúlku en...

|

Man ekki alveg afhverju þetta kom upp í gær en ég ákvað að deila þessum fróðleik með ykkur.
Allir karlmenn eru búnir að mæla lengdina á tippinu á sér og eru með það mál á hreinu. Ef ég man rétt þá átti Evrópustandard smokkurinn að vera 16cm. Þetta olli nú einhverjum deilum í flestum Evrópuríkjum, nema hjá ítölum.

|

Fyrir þá sem ekki muna þá 15 ára bjór afmæli í dag. Já góðir hálsar, bjórinn var leyfður 1. mars 1989.

|

Var mjög þreytt í gær. Klæjaði í hálsinn, saug óvenjumikið upp í nefið og einhver almenn ónot í gangi. Sofnaði svo í öllum fötunum upp í sófa. Svaf mjög illa í nótt. Sífellt að bylta mér, nefið stíflað og eitthvað helvítis hóstakjökur í gangi. Þegar ég vaknaði svo í morgun var ég auðvitað orðin fárveik. Flensan sem er búin að vera í vægu formi í kringum mig síðustu viku ákvað að leggjast á mig af fullum þunga. Hef ekki getað orðið veik síðustu ár án þess að líta út og líða eins og lifandi dauð. Vei.

|