Friday, May 28, 2004

Oh, my god!!!
Ég er komin til Sverige. Það tók bara tólf tíma að komast á áfangastað. Flaug með Iceland Express til Köben og tók svo tvær lestar til að spara mér tuttugu og eitthvað þúsund eða meira. Veit það ekki alveg, ég pantaði ekki farið. Stóra systir lá á netinu með símann á eyranu að tala við mig og fullvissaði mig um að þetta væri lang hagstæðast. Ég bara mætti á þeim tíma sem mér var sagt og á þeim tíma sem mér var sagt. Komst á leiðarenda en vá! Er ekki viss um að ég geri þetta aftur. Ég þarf reyndar að fara sömu leið heim, en jæja. Tilefnið er að litla frænka er að fara að fermast. Ég verð auðvitað að mæta. Ekki það að ég hafi ekki viljað vera viðstödd en ég er að missa af ákveðnum hlutum. En þar sem það er tengt áhugamálinu þá er það ekki löggilt afsökun, oh well.
Stóra systir hefur óþarlega miklar áhyggjur af því að familíunni leiðist á meðan dvölinni stendur. Svo framalega sem ég hef sjónvarp og kók þá er allt í gooddý. Við vorum dregnar í FIMM klukkutíma verslunarferð. Ekki það, eftir að ég byrjaði að hreyfa mig meira og lyfta, Svetlana lookið, var ekki erfitt að þola labbið. Ég og fataverslanir og eigum álíka vel saman og olía og vatn. Þetta gekk allt ágætlega og mér tókst að kaupa skó og skyrtur. Ég var samt mjög fegin að komast heim.
Kannski verð ég dugleg að gefa ferðaskýrslur en ef ekki þá kem ég heim á föstudaginn. Vona að það sé í lagi með kisurnar. Fékk bara að þær hefðu það gott frá passaranum. Vil nú fá nákvæmari skýrslu en það.

|

Monday, May 24, 2004

Oj bara.
Heyrði undarlegt suð koma frá glugganum við svalirnar. Skildi þetta ekki alveg, hljómaði eins og fluga en sá ekki neina í fljótu bragði. Síðan varð mér liðið á lítinn poka með skrúfum sem ég hafði skilið eftir í gluggakistunni þegar ég var að setja upp fínu kattarlúguna mína. Inn í pokanum var eitt stykki geitungur. Veit ekki afhverju, kannski út af því að pokinn var glær, þá gat ég ekki hugsað mér að kremja kvikyndið. Svo ég gerði fyrsta góðverk sumarsins og hennti ógeðinu lifandi út. En sumarið er greinilega komið. Fyrsti alvöru góðviðrisdagurinn og ég hef opið út og fæ inn geiting.

|

Wednesday, May 19, 2004

Great
Heilsuræktarátakið er ekki alveg að hafa tilætluð áhrif. Ég hélt í alvöru að ef ég hreyfði mig meira, lyfti lóðum og borðaði hollari mat þá myndi ég komast í frábært form. Mér hefur tekist að byggja upp vöðva, ég hef því miður ekki losnað við fitu í staðin. Svo núna er ég farin að líta út eins og austantjalds kúluvarpari sem myndi heita Svetlana. Það var ekki alveg the look I was going for.

|

Sunday, May 16, 2004

Eurovision
Ég mætti bara tímalega í familíu-Eurovision partýið. Fíraði upp í grillinu og skildi svo "tvibbann" eftir með nýju grilltöngina, sem er ekki ætluð smáhentum konum, og rétt náði að troða heimatilbúna eplapie-inu í ofninn til að hlaupa fram og troða í mig grillmat. Ef það er ekki ljóst miðað við ofantalið þá át ég illa yfir mig. Þegar kom að atkvæðagreiðslunni þá var ég lögst út af í sófanum. Náði samt að fylgjast með svona með öðru eyranu. Fannst synd að Jónsi fengi ekki fleiri atkvæði. Stóð sig mjög vel fyrir utan loka lookið í myndavélina. "Nei, nei, klippa núna." Hann var samt skárri en litla vöðvalausa, hárlausa, aflitaða diskofríkið. Gísli Martein veit ekkert um hugsanir íslenskra kvenna. Ég naut þess mikið að horfa á gríska guðinn. Töluvert meira augnayndi en þessi litli rauðhaus með gleraugu og krullur. Annars er ég bara sátt við niðurstöðuna. Myndi ekki þekkja vinningslagið ef það væri spilað í útvarpinu en ég man nafnið á söngkonunni aldrei þessu vant, Ruslana.

|

Saturday, May 15, 2004

Eurovision
Búin að kaupa allt á grillið nema kjötið. Nenni ekki að bíða tvo klukkutíma eftir pizzu. Undarlegt að það kemur ekkert til greina nema grill eða pizza þegar það er Eurovision. Þarf sennilega að bæta á nammibirgðarnar, það gekk aðeins á þær meða Idolið var í gær. Svona í framhjáhlaupi fyrst ég minntist á Idolið þá vil ég bara segja að kanar eru ekki bara heimskir heldur heyrnalausir líka fyrir utan það að vera illa haldnir af kynþáttafordómum. Tvær bestu söngkonurnar, sem eru svartar, lenntu í tveimur neðstu sætunum og var önnur þeirra send heim. Ég skil ekki alveg hvers vegna ég og reyndar heimsbyggðin öll er svona hrifin af söngvakeppnum. Ég líkt og svo margir aðrir ætti ekki að hefja upp raust mína nema í fjöldasöng. Það segir okkur kannski mikið að það skiptir ekki máli hvert er farið, allar þjóðir í öllum löndum hafa skapað tónlist sér til ánægju. En nú er ég orðin of háfleyg.
Ég gekk í gegnum tímabil þar sem mér fannst Eurovision hallærislegt og skildi ekki hvað fólk var að gera svona mikið úr þessu. Eftir því sem ég eldist kemst ég meir og meir að því að það er um að gera að nýta hvert tækifæri til að gera sér dagamun. Þess vegna mun ég sitja límd við skjáin uppfull af grillmat og nammi og skemmta mér konunglega.
Ég var ekki sátt við hluta af lögunum sem komust inn í forkeppninni en vona að það hafi í för með sér að Balkanlöndin dreifa stigunum of mikið hvert á annað sem gefur okkur séns á að vera í efstu tíu, ég bið ekki um meir. Annars held ég að Svíar eigi eftir að verða í toppslagnum.

|

Friday, May 14, 2004

Hvaða rugl er þetta? Afhverju birtast ekki myndirnar? Hann er grænn, heilinn í mér grænn. Jehh, this really sucks.

|

Green
What Color is Your Brain?

brought to you by Quizilla

|

Mér og mínum fyrrverandi lenti iðulega saman út af kvenímyndum og klámi. Ég er almennt á móti klámi, hann ekki. Ekki svo að skilja að ég hafi búið við það að hann hafi legið á klámsíðum, verið með bunka af klámblöðum undir rúminu eða neitt því um líkt. Ég hefði aldrei lagt lag mitt við mann sem gerði það. Auðvitað veit ég að meiri hluti karlmanna hefur einhvern hluta ævinar og sumir stóran hluta ævinar átt bunka af klámblöðum og horft á klámmyndir. Ég get alveg skilið að ungir strákar og einstæðir karlmenn hafi áhuga á klámi. Ég hugsa að ef einstæðar konur og ungar stúlkur hefðu jafnan aðgang að slíku efni sem höfðaði til þeirra þá myndu þær sækja í það. Auðvitað geta þeir sem eru giftir eða í sambandi líka haft áhuga á klámi en mér finnst það vanvirðing við makan að liggja upp í rúmi og skoða klámblöð áður en þú veltir þér yfir á makan.
Það er einmitt mergur málsins. Það eru tvær ástæður fyrir því að ég er á móti klámi. Önnur er einmitt sú að flest klám er ætlað karlmönnum. Það er karlmiðað. Ber kvenmaður er yfirleitt í aðalhlutverki. Við horfumst í augu við konuna ekki karlinn. Þar sem ég er ekki lessa þá höfðar það voðalega lítið til mín. Ég hef engann áhuga á að horfa á Girl on Girl action. Ég hef heldur enga þörf fyrir að "prófa" að vera með konu. Kynhneigð mín er alveg á hreinu og hefur verið svo lengi sem ég hef fundið fyrir henni. Alveg merkilegur andskoti að það er fátítt að heyra að karlmenn hafi þörf fyrir að "prófa" að vera með öðrum karlmönnum til að vera vissir um kynhneigð sína. Gæti verið að þessi þörf kvenna fyrir að "prófa" sé sprottinn úr klámmyndum fyrir karla? Körlum finnst spennandi að sjá tvær eða fleiri konur saman. Það er mjög sorglegt þegar fólk stundar kynlíf eingöngu til að þókknast öðrum. Klámmyndaleikona ein sem líka er lessa sagði að þessi atriði væru fáránleg og eingöngu ætluð karlmönnum og gæfi ekki rökrétta mynd af því hvernig samkynhneigðar konur stunduðu kynlíf. Ég held að ef boðið væri upp á klám sem væri kvenmiðað þá myndi ég horfa á það. Ég skil alveg að fólk hafi gaman af að horfa á nakið fólk og viðurkenni fúslega að hafa gaman af að horfa á nakta karlmenn. Nektarmyndir geta bæði verið góðar og slæmar. Það er oft spurning um uppstillingu. Því miður er konum yfirleitt stillt upp sem viljugum kynlífsleikföngum en yfirleitt þegar karlar eru sýndir naktir þá er því stillt upp eins og við séum að njósna um þá. Við erum að horfa á eitthvað forboðið.
Hin ástæðan fyrir því að ég er ekki mjög hrifin af klámi er af allt öðrum toga. Það er marg sannað að flestar konur sem vinna í kynlífsiðnaðinum hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta hljómar furðulega en allar rannsóknir staðfesta þetta. Þetta er þeirra leið til að stjórna sínu kynlífi. Þetta veitir þeim vald sem þær höfðu ekki þegar þær voru misnotaðar eða nauðgað. Þessar konur verða vændiskonur, fatafellur og klámmyndaleikkonur. Ég vil ekki taka þátt í að halda þessari misnotkun áfram. Ég reyni líka að forðast að kaupa vörur sem eru framleiddar með barnaþrælkun. Auðvitað má deila um það hvort það eigi nokkuð að vera að vorkenna konum sem velja þessa leið frekar en að vinna úr sínum málum líkt og sumir karlmenn sem eru misnotaðir verða barnaníðingar. En í þessu tilfelli eru konurnar í raun að misnota sjálfar sig. Ég tek kynferðislegt ofbeldi mjög alvarlega enda hafa yfir 75% kvenna orðið fyrir kynferðisofbeldi af einhverju tagi og þá er verið að tala um allt frá munnlegri áreitni til nauðgana. Ég tilheyri þessum 75%.
Ung kona var í viðtali í sjónvarpi nýlega. Hún hafði skrifað ritgerð um það "Afhverju menn nauðga". Hún fékk því miður ekki að tjá sig mjög mikið fyrir röflandi stjórnendum. Hún hafði hins vegar margt áhugavert að segja. Hún talaði um það að við sem samfélag gæfum þau skilaboð að það væri í lagi að karlmenn nauðguðu. Ég er mjög spennt að sjá þessa ritgerð, því miður hefur mér ekki tekist það enn.

|

Tuesday, May 11, 2004

Úúúpps!!!
Ég var að sjá það að einhver hefur slegið inn leitaskilyrðin Jónsi hommi og fengið meðal annars síðuna mína. Það var nú ekki ætlunin. Mér líður eins og hálfgerðum skíthæl að vera skrifa svona um piltinn en ég er bara alveg sannfærð um að drengurinn sé hommi. Nú ætti það ekki að skipta neinu máli og gerir það í raun ekki. Þar til hann ákvað að sýna þvílíka kvenfyrirlitningu að ég náði ekki upp í nefið á mér. Ég á mjög erfitt með að fyrirgefa það sérstaklega þar sem ég held að þetta sé annars ágætur drengur. Ég ætla rökstyðja mál mitt.
Drengurinn er mjög "kvenlegur" í hegðun.
Hann notar andlitsfarða.
Hann hefur mikinn áhuga á innanhúsarkitektúr og algjörlega einokaði liðið frá Innlit/útlit.
Hann er poppstjarna á Íslandi og á kærustu sem er vel búttuð, móðurleg og í háskóla.
Hann var í viðtali í Myndbandablaðinu og uppáhalds leikonan hans er Emma Thomson og ein uppáhaldsmyndin Sence and sencabilty. Ég er mjög hrifin af Emmu og þessari mynd sem er eiginlega ein af fáum ástarsögum sem ég þoli. Ég hef hins vegar aldrei hitt gagnkynhneigðan karlmann sem hefur verið hrifinn af þeim líka.
Síðan leikur hann í þessari fáránlegu karlrembu auglýsingu fyrir Freyju draum. Það getur ekki staðist að gagnkynhneigður karlmaður sem á greinda konu og virðist að öllu öðru leyti vera heilsteypt persóna myndi nokkru sinni gera þetta. Nema að hann væri að reyna að sanna eitthvað. Eins og það að kvenfólk heilli hann. Maður sem er sáttur við sjálfan sig og öruggur með sína kynhneigð þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum.
Ég held að það væri miklu betra fyrir ungdóm þessa lands að hafa þá fyrirmynd að poppstjarna geti verið samkynhneigð heldur en að gefa þá ímynd að konur séu "Rosa góður draumur maður".

|

Monday, May 10, 2004

Hugleiðing um bíómyndir
Ég sá loksins myndina The Ring um helgina í sjónvarpinu. Kom hún á óvart, var betri en ég bjóst við. Hryllingsmynd með næstum óþekktum leikurum er yfirleitt ekki ávísun á sæmilega mynd. Ég bjóst eiginlega við einhverri hallærislegri unglingahryllingsmynd. En myndin náði að vekja áhuga minn og jafnvel vekja smá hroll sem er ekki algengt í mínum harða skráp. En það fór í taugarnar á mér að annað hvort hefur eitthvað farið framhjá mér eða forsagan var ekki skírð nógu vel. Mig vantar að vita fyrir víst eftirfarandi atriði. Afhverju var barnið vont frá fæðingu? Vissi pabbinn fyrirfram að barnið yrði af hinu illa? Var móðirin raunveruleg móðir barnsins og ef svo afhverju sögðu foreldrarnir að barnið væri ættleitt? Mér er alltaf mikið í mun að fá útskýringar á hlutunum. Ég þoli ekki bíómyndir þar hlutirnir eru ekki útskýrðir. Ekki það að ég þurfi einhverjar imbaútskýringar á öllum myndum sem ég sé en myndir sem lúta ekki almennum rökum vil ég fá bíómyndarökin í myndinni.
Hvað er bíómyndarökrétt? Almenn skynsemi segir okkur hvað er hægt og hvað er ekki hægt. Bíómyndir fara oft út fyrir þennann ramma. Við vitum að menn geta ekki flogið en okkur þykir alveg sjálfsagt að súperman geti flogið þegar við horfum á það í bíó. Það eru sett upp ný rök sem gilda um súperman. Hann kemur frá annari plánetu og þess vegna getur hann flogið og er ofursterkur o.s.fv. Sumar myndir setja samt upp ákveðin rök en brjóta svo sín eigin rök. Það finnst mér gjörsamlega óþolandi. Þetta verður Hollywood að hafa í huga núna þegar þeir fara að dæla út ævintýramyndum. Það er greinilega nýja æðið eftir vinsældir Hringadróttinssögu. Sem svona by the way er frábær þýðing á upprunalega tittlinum. Því er ekki að neita að þar sem ég er mikill aðdáandi vísindaskáldsagna, ævintýra, hrollvekja og spennumynda þá eru búnir að vera góðir tímar kvikmyndalega séð hjá mér og verða það sennilega eitthvað áfram.
Í gær fór ég svo að sjá Van Helsing. Hún vissulega uppfyllir ofantalið. Reyndar er ákaflega takmarkaður söguþráður. En það er nóg um að vera og þrátt fyrir að vera tveir tímar þá var hún aldrei langdregin eða leiðinleg. Það eina sem hún skilur eftir sig er staðfesting á því sem ég vissi fyrir, að Hugh Jackman er ógeðslega myndarlegur og mun ég sjá allar myndir sem hann leikur í til þess eins að getað setið með slefuna niður á maga í von um að hann fækki fötum.
Það er ótrúlegt að enn þann dag í dag haldi fólk að hasarmyndir séu fyrir karlmenn. Ég er mikill aðdáandi hasarmynda. Flottir, vöðvastæltir karlmenn, hálfberir, hlaupandi um að sýna á sér skrokkinn mis mikið sveittir og skítugir. Æðilslegt. Mér fannst t.d. Vin Diesel flottur í Pith Black. Var ég mjög ánægð að sjá að það er að koma ný mynd með honum þar sem ég get ekki séð betur en að hann sé að leika sömu persónu. Það er líka ánægjulegt að hasarmyndir eru ekki lengur bara B-myndir, ja ok, þær eru það kannski enn, en það eru settir meiri peningar í þær. Ég var farin að verða aðeins þreytt á Jean Claude Van Dame.
Við skulum líka hafa það alveg á hreinu að Brad Pitt er bara ljóshærð kynbomba. Mér er svo slétt sama hvort hann geti leikið eða ekki. Það er líka ágætt að hann sé ekki mikið í viðtölum, það hefur skemmt mikið fyrir manni þegar þessir gæjar opna munninn. Það tók mig langan tíma að eyða viðtölunum við George Clooney og Denzel Washington úr huganum til þess að getað notið þess að horfa á þá aftur. Það er enn á mörkunum að ég geti notið þess að horfa á Antonio Banderas eftir að hann giftist Melenie Griffith. Er til meira turn off en að sjá þá konu utan á einhverjum manni? Inteview with a vampire var tíu vasaklúta mynd, fyrir slefu. Það er líka mjög ánægjulegt að sjá að þeir eru farnir að gera þetta meira, hafa nokkra myndarlega gæja í sömu mynd.
Það er þá orðið nokkuð ljóst. Strákar, þið getið setið heima og horft á tónlistarmyndbönd. Ég er farin í bíó og verð þar í sumar.

|

Saturday, May 08, 2004

Minningar - lykt
Það er sagt að ekkert ýti við minninu eins og lykt. Þetta er rétt í mínu tilfelli. Ég tengi lykt og atburði sterkt saman. Mér finnst ég finna lykt af árstíðum. Sérstaklega á haustin. Ég finn það þegar það er haust í loftinu.
Um daginn var litli bróðir veikur. Ég var voða góð og kom við hjá honum með spólur. Þegar ég kom inn til hans varð ég fyrir undarlegustu upplifun. Ég hvarf nokkur ár aftur í tímann einmitt út af lyktinni. Ég hef fundið þessa lykt áður. Þessi lykt sem einkennir heimili ungra karlmanna. Það verður að viðurkennast að ég veit ekki hvað veldur þessari lykt. Kannski er þetta tengt tetesteróni eða ferhormónum. Kannski eitthvað annað sem ungir karlmenn framleiða í miklu magni. Stöðnuð og þung lykt sem er þrúgandi. Þetta augnablik varð ég allt í einu óþolandi ung og óreynd. Mér fannst það óþægilegt. Þetta var merkilegur andskoti. Að vera í aðstæðum sem eru ekki óþægilegar en lyktin kallar fram óþægilega tilfinningu.

|

Friday, May 07, 2004

Bubbi fær prik fyrir nýja textann sinn um ríkisstjórnina og fjölmiðlafrumvarpið. Hélt að Bubbi gamli væri algjörlega búinn að gleyma öllum sínum hugsjónum, kominn á jeppa og búinn að ganga til liðs við upper middle class.

|

Wednesday, May 05, 2004

Einhvern veginn vissi ég fyrir fram að þetta yrði niðurstaðan.
piggy jpeg
You are Miss Piggy.
You are talented and the center of attention. At
least you'd like to think you are. You're
really just a pig.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Moi", "Moi" and
"Moi!"
LAST BOOK READ:
"Women Who Run With Frogs And The Frogs Who
Better Wise Up Quick"

FAVORITE MOVIE:
"To Have and Have More"

DRESS SIZE:
If it's expensive, it fits.

BEST FEATURES:
Eyes, eyebrows, eyelashes, nose, cheeks, hair,
ears, neck, shoulders, arms, elbows, hands,
fingers, legs, knees, ankles, feet, toes and so
on and so forth.

SPECIAL ABILITIES:
Singing, Dancing, Directing, Producing, Writing,
Starring, and Being Famous.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

|

Tuesday, May 04, 2004

To Be Or Not To be... Sveitalubbi?

Ég hef verið að lesa um borgarbörn og sveitalubba á öðrum bloggsíðum. Ég er fædd og uppalin í borginni. Það er ekki nóg með það heldur er ég innræktað borgarbarn. Afar mínir og ömmur voru öll fædd og uppalin í borginni. Raunar þarf að fara aftur á 19. öld til að finna sveitalubba í beinum blóðtengslum við mig, geri aðrir betur.
En á mér hvílir bölvun. Í hjarta mínu leikur sér lítð náttúrubarn og hefur alltaf gert. Ég get ómögulega hugsað mér að yfirgefa borgina. En ef ég kemst ekki í snertingu við náttúruna þá tapa ég mér. Aðrir tala um að best sé að halda sig í 101 og alls ekki fara út fyrir bæjarmörkin helst ekki upp fyrir Elliðaárnar. Það er ekki fyrir mig. Þótt ég fari niður í miðbæ á hverjum degi þá gæti ég ómögulega búið þar. Samt get ég ekki hugsað mér að búa þar sem ég kemst ekki í búð til 11 á kvöldin eða skroppið út á videoleigu ef sjónvarpið er leiðinlegt. Komið við á leiðinni heim og keypt mér pizzu og margt margt fleira.
En náttúrubarnið hefur hærra og hærra. Mig dreymir um lítið hús og stóran garð. Ég vil getað horft út um gluggann og séð sjóinn en ég vil helst geta séð Esjuna líka. Þetta gæti verið erfitt að samræma.
En hvaðan kemur þetta náttúrubarn? Þegar ég var að alast upp var enn sveitabær í laugardalnum. Ég gleymi því aldrei þegar ég vaknaði bjarta sumarnótt og sá kindur á beit í móanum fyrir utan gluggann. Gamli bóndinn átti líka kýr og það var gaman að fylgjast með honum reka þær heim á kvöldin. Eitt sinn stangaði nautið á bænum mig þegar ég var að stytta mér leið yfir túnið þar sem það var á beit. Á öðrum stað voru alltaf hestar á beit á sumrin. Ég vissi fátt skemmtilegra en að fara að klappa hestunum. Það hefur alltaf verið hægt að fara skoða húsdýr í Laugardalnum, það eru ekki nema svona 13 ár síðan það þurfti að fara að borga fyrir það.
Ég fór einmitt í Húsadýragarðinn um daginn að skoða landnámshænur. Nú langar mig auðvitað að hafa hænur í garðinum og jafnvel geit. Svo ef einhver veit um lítið hús með stórum garði, helst litlu túni, þar sem ég get séð út á haf og til Esjunar. Get haft hænur, geitur, hunda og ketti í garðinum og jafnvel lítinn hest. En það þarf að vera hægt að komast í borgina á tuttugu mínútum.

|

Monday, May 03, 2004

Ef þið verðið í einhverjum vafa eftir að hafa lesið eftirfarandi færslu þá ætla ég bara að tilkynna það strax að ég er mjög nákvæmur, eftirtektarsamur og smámunasamur bílstjóri. Ég er samt líka einn af bestu og tilitsömustu bílstjórunum á götunni.

Það er auðvitað fyrsti virki dagurinn í mánuðinum í dag og eins og svo margir aðrir þá þurfti ég að útrétta ýmislegt. Á ferðalagi mínu þurfti ég að taka vinstri beygju af Miklubrautinni inn á Grensásveg. Þetta er frekar leiðinleg beygja á allann hátt. Auðvitað eins og oft þá var annar af fremstu bílunum ekki viss um að hann ætti réttinn þó svo að það skini bjart og fagurt grænt ljós á móti honum og allir bílarnir á móti væru kyrrstæðir. Það er alltaf fólk sem á erfitt með að fylgjast með fleiri en einum hlut í einu. Það sem er svo leiðinlegt við þessa beygju er að flestir eru að fara eitthvað annað en bara beint eftir Grensásveginum. Flestir eru að fara beygja niður í skeifuna. Sumir ætla að beygja aftur til vinstri og fara í múlana og svo er auðvitað pósturinn kominn þarna meðal fleiri fyirtækja og til að komast þangað þarf að vera hægra megin og beygja svo strax eftir að maður er komin yfir gatnamótin. Þangað var för minni heitið. Það er lengi búin að vera þörf fyrir beygjurein til að komast niður í skeifuna sem myndi létta töluvert á umferðinni. Svo sá ég í vetur að það var verið að útbúa akrein þarna. Auðvitað hélt ég að þarna væri að koma beygjureinin langþráða en nei. Þetta er sérstaklega fyrir strætó og er öll önnur umferð bönnuð. Þetta er sýnt með pínulitlu merki á stóru bláu akreinamerki sem fáir sjá. Og í dag svo og oft áður þá voru bæði bílar á hægri akrein sem ætluðu að beygja og nokkrir á nýju akreininni sem má ekki vera á. Það er ótrúlegt að það séu ekki búnir að vera árekstrar þarna.

En í tilefni af þessu þá ætla ég að ausa aðeins úr pirringsskálinni sem tengist umferðinni.
Ég þoli ekki fólk sem hefur enga hugmynd um hvert það er að fara og finnst sjálfsagt að láta það bitna á öllum öðrum.
Ég þoli ekki fólk sem hangir á vinstri akrein á tuttugu því það ætlar að beygja til vinstri eftir fimm kílómetra.
Ég þoli ekki fólk sem hægir á sér þegar það er grænt ljós framundan því það veit að það nær.
Ég þoli ekki fólk sem heldur að bara vegna þessa að það gefur stefnuljós þá eigi allir að snarhemla og hleypa því inn af aðreininni, jafnvel þótt það sé við hliðiná þér.
Ég þoli fólk bara almennt og yfir höfuð ekki á hringtorgum því meirihlutinn kann ekki að keyra hringtorg.
Ég þoli ekki fólk sem keyrir á báðum akreinum.

Þetta er ekki tæmandi listi. En losar mesta pirringinn í bili.

|