Monday, July 05, 2004

Farin til fjalla
Undanfarnar vikur hefur ævaforn seiður verið magnaður til höfuðs Hel. Litlir púkar í líki lítilla drengja hafa dansað djöfulegan dans til að efla seiðinn. Hel skynjaði vá í vindinum en það var of seint. Í miðri orustu smaug seiðurinn inn á milli rifjana og vafði sig utan um steininn sem Hel hafði fyrir nokkru síðan sett í hjartastað. Það var sem Kölski sjálfur hefði náð þar taki. Það ómögulega gerðist, steininum blæddi.
Hel féll á annað hnéið. Þessi orusta var töpuð. Nú var ekki um annað að velja en að hörfa og græða sárið. Stærri orustur bíða við árstíðarskiptin. Stríðið er ekki hálfnað. Hel lifir ekki á hnjánum, hún deyr standandi.
Nú eru góð ráð dýr. Því mun Hel halda austur, yfir hafið og dvelja hjá öflugri norn og valkyrju. Þar mun hún finna harðara grjót til að bræða í sárið. Til að steinninn verði harður verður hann að kólna hægt og því mun Hel verða í burtu meðan máninn fer einn hring um himininn.
Hel hefur legið við hlið vítis og horft inn en snúið aftur til manna. Þegar Hel tapar stríðinu mun hún halda til vítis og taka þar við völdum.
Því betra er að ríkja í Hel-víti en þjóna á himnum.

|

Sunday, July 04, 2004

I've got a pair of balls
Undarleg fullyrðing, ég veit, but I do.
Forsaga:
Ég er forfallinn kókþambari og hef verið svo lengi sem ég man eftir mér. Vinir og vandamenn hafa í gegnum tíðina gefið mér eitt og annað merkt þessu þekkta vörumerki sem er í góðu lagi. Ég hef lúmskt gaman af því þótt ég sé ekki forfallinn safnari. Ég á líka eitt og annað sem hefur verið gefið í sumar- og jólaleikjum í gegnum tíðina. Ég hef alltaf frekar tekið þátt í þeim leikjum sem fela í sér að safna einhverju af kókflöskunum og ekki krafist neinna annara fjárútláta. Finnst ansnalegt eitthvað happa glappa dæmi og ekki séns að ég fari að safna einhverju og borga.
Núna er í gangi einhver leikur tengdur EM í fótbolta, sem vekur ekki áhuga minn by the way. Það felur í sér að safna töppum og það get ég. Ég þarf hvort sem er að taka tappana af til að böggla flöskurnar fyrir endurvinslu. Við vorum búin að fá fótbolta fyrir "tvibbann" sem hún reyndar gaf, og er að heimta nýjan en það er önnur saga. Ég hafði hins vegar hug á að fá grjónabolta. Ég er að reyna að haldast í fittnes átakinu og hef heyrt að það að vera með svona bolta í höndunum styrkti gripið. Fyrst ég er farin að líkjast Svetlönu hvort sem er, er alveg eins gott að fara alla leið. Jæja, jæja. Ég sem sagt greip með mér tappana núna þegar ég var að fara út og vissi að ég þyrfti að fara á besínstöðina. Þar sem ég átti yfirdrifið nóg af töppum þá ákvað ég að fá tvo bolta, einn fyrir hvora hönd.
Síðan var ég að leika mér með nýju boltana mína í kvöld. Þess bera að geta að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með hvað þeir væru litlir þar sem gamli grjónaboltinn minn var mun veigameira í alla staði. Þegar ég var farin að þreytast í höndunum þá tók ég báða boltana í aðra hendina til að leggja þá frá mér. Og viti menn, I had a pair of balls in my hands.

|