Monday, January 31, 2005

Konur á ákveðnum aldri
Mamma var að tala við systur sína í dag. Eftir að hafa talað um allt sem er farið að hrjá þær komust þær sameiginlega að þeirri niðurstöðu að þetta sé allt út af því að þær hættu að reykja. Þær bara búnar að missa heilsuna gjörsamlega eftir að þær hættu að reykja.
Bara konur á þessum aldri, 55-65, gætu dregið þessa ályktun. Það kemur aldrinum örugglega ekkert við né þeirri staðreynd að þær reyktu í næstum 40 ár. Hlutirnir gefa sig með tímanum hvað þá þegar fólk reykir. Nei, það er bara vegna þess að þær HÆTTU að reykja.
Stundum veit ég ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta þegar ég hlusta á konur á þessum aldri. Viðhorfin og röksemdarfærslan eru engu lík.

|

Varðandi myndasíðuna
"Tvibbinn" hefur miklar áhyggjur af því að ég sé ekki að nota mánaðarlega kvótann minn á myndasíðunni svo hún tók sig til og dúndraði inn myndum sem hún fann í tölvunni.
Dagur er sem sagt folald sem ég keypti í bríeríi í haust sem félagskap fyrir Gleði mína sem ég ræktaði. Áður en ég vissi að hesthúsið væri að hrynja, annars hefði ég líklega sparað peninginn. Átti að fá tvö folöld en Gríma gella sveik mig og missti fylið einhvern tímann síðasta haust án þess að neinn yrði var við neitt. Svo var hún bara á útigangi í góðu yfirlæti og var svo akfeit um vorið að hún fór ekki undir stóðhest eins og stóð til. Dýralækninum fannst hún svo illa haldin af offitu að hann mælti með megrun heilsunar vegna. Hún er því inni í vetur í trimmi.
Þetta var úti dúr. Myndirnar eru sem sagt af Dag og nokkrum hálf-bræðrum hans. Stóri bróðir er líka frændi hans. Mamma stóra bróðurs er nefnilega mamma mömmu Dags. Það var mikill missir af þessum sem dó. Hann var nefnilega móálótt-vindótt-litförótt-skjóttur. Það hefði þýtt að hann hefði getað gefið þvílíkt úrval af litum ef hann hefði orðið stóðhestur. Og svo er það annar bróðir sem var skírður Þjófur því hann var alltaf að stelast til að drekka hjá mömmu Dags. Pabbi Dags hét svo Morgunn, það er mynd af honum líka. Þaðan kemur nafnið, á eftir Morgni kemur Dagur ekki satt.

|

Sunday, January 30, 2005

Undarlegar draumfarir
Stundum getur mig dreymt þvílíka vitleysu. Núna um daginn dreymdi mig t.d. að ég væri að rífast við bekkjarsystur mína úr barnaskóla og endaði það með því að ég lamdi hana.

Ég man oft ekki ruglið sem mig er að dreyma en suma drauma man ég endalaust.
Þegar ég var barn fékk ég tvisvar sömu martöðina. Mér varð auðvitað verr við í fyrra skiptið. Mig dreymdi tortímingu heimsins. Himinninn var rauður. Húsin voru svartar og brendar rústir. Undarlegur svartur stigi reis upp úr sviðinni jörðinni og teygði sig til himins. Upp stigann gekk nakinn maður eins og á vit örlaga sinna. Mig dreymdi þennan draum í fyrsta sinn stuttu eftir að ég komst að því að það væru til kjarnorkusprengjur sem gætu tortímt jörðinni.

Nú í seinni tíð fæ ég ekki martraðir. Hins vegar ef illa liggur á mér eða eitthvað er að angra mig dreymir mig rottur eða mýs. Rotturnar eru þá að reyna að komast inn til mín og ég var að berjast við að halda þeim úti. Ef mig dreymir mýs er það á þá leið að ég er að reyna að koma í veg fyrir að þær fjölgi sér. Koma í veg fyrir að kettirnir nái þeim eða að þær drepist á annan hátt.

Það kemur kannski ekki á óvart að ef mig dreymir fólk þá ég yfirleitt stjarnan í mínum draumum. Mig dreymir aldrei um að vera önnur en ég er. Hef sömu hæfileika og sama útlit og í raunveruleikanum.
Það er undarlegt en ég þarf að hafa þekkt fólk lengi áður en það kemur fyrir í draumum hjá mér. Lágmark tvö ár að jafnaði.

Mig dreymir alltaf pabba gamla annað slagið, þótt það séu komin rúm átta ár síðan hann dó.
Fyrsta árið eftir að hann dó var það frekar óþægilegt. Ég mundi það ekki þegar ég vaknaði að hann var dáinn. Skildi ekki hvar hann var þegar ég kom fram.
Síðan eftir því sem lengra leið var dauði hans kominn inn í undirmeðvitundina. Ég var jafnvel meðvituð um að hann var dáinn meðan mig var að dreyma hann.
Nú hefur hins vegar orðið breyting á. Mig dreymir hreinlega að það hafi verið einhver mistök og hann hafi ekkert dáið. Og í draumnum er ég jafnvel að segja fólki að þetta hafi bara verið vitleysa og hann væri enn lifandi. En auðvitað man ég þegar ég vakna hvernig í málunum liggur.

Ég legg nú almennt ekki mikið upp úr draumum. Oftast bera þeir keim af því sem er um að vera í kringum mig. Mig dreymir jafnvel það sem ég er að fara gera daginn eftir eða það sem ég var að gera daginn áður. En þeir eru samt merkilegt fyrirbæri á margan hátt. Undarlegt hvað getur gengið á í hausnum á manni. Ósjálfráðar hugsanir, það er nú ekki hægt að gera lítið úr þeim. Við erum kannski öll litlir geðklofar inn við beinið.

|

Friday, January 28, 2005

Steamy windows
Coming from the bodyheat. Ekki alveg. Hef aldrei skilið þetta með kana og baksætið í bílnum. Nei, þetta er fastabrandari hjá okkur "tvibbanum". Þegar við keyrum heim með pizzurnar á föstudögum.

Vorum að ræða nýjasta kjaftæðið meðan við sátum og biðum eftir pizzunum og horfðum á stóra bílinn sem eigandinn hafði ekki getað lagt í stæði og skildi eftir við stéttina.
Konur geta ekki bakkað í stæði. Þetta er gömul lumma. En nú er komin sú skýring að þær konur sem geta bakkað í stæði séu með meira testesterón og þ.a.l. ekki "alvöru" konur. Það er víst líka hægt að sjá hvort konur séu með meira testesterón með því að skoða lengd fingrana? Þvílíkt kjaftæði En ef þú ert með of mikið testesterón þá er baugfingur lengri en vísifingur. Jæja gott fólk, á mér er baugfingur styttri en vísifingur á báðum höndum. Fyrir utan það að ég er með brjóst, mjaðmir og blæðingar. Engan óeðlilegan hárvöxt, nema á hausnum. Samt sem áður get ég bakkað tæplega 5 metra langa bílnum mínum í stæði. Ég get líka bakkað með hestakerru. Ég get bæði snúið við með hestakerru og bakkað henni í stæði. Ég er líka góð í stærðfræði. Oooog ég hef gaman af verkfærum. Á öllum þeim bílum sem ég hef keyrt og á öllum þeim tækjum sem ég hef unnið með hef ég aldrei séð neitt gat sem stendur við "Insert penis here." Svo ég hef aldrei skilið hvaða merkilega tilgangi typpið þjónar við stjórnun tækja og tóla.

|

Thursday, January 27, 2005

Nýji buddy-inn
var voða stuttur í spuna í dag. Spænirinn var kominn svo ég varð að fara aftur í dag. Reyndar var Litli bróðir með. That could have made all the diffirens.
Ekki það að ég hafi áhuga, en þetta er alltaf pínu ego-boost.

|

Röflaðu núna, FÍFLIÐ þitt
Ég er búin að drösla út drenmottunum úr tveimur stíum. Svona ykkur til upplýsinga þá eru þessar blessuðu mottur 1x1 metri að stærð eða 1fm. Þær eru með eggjabakkalagi undir en eru 6cm þykkar. Nýjar og þurrar eru þær rúm 40kg. Bætið svo við hrossaskít og hlandi. Þessar tvær stíur eru samtals næstum 12fm og gólfið var þakið mottum. Are you starting to get the picture?

Framhliðin á húsinu var líka öll tekin í gegn, ef þið vorum búin að gleyma því. Auðvitað þýddi þetta að það var fullt af nöglum og ýmis konar smá drasli sem endaði á stéttinni. Svo snjóaði bara ofan á allt saman og fraus svo það var ekki mikið hægt að gera. Það var nú alveg ljóst að núna þegar hlýnaði þá myndi ég geta þrifið stéttina. Auðvitað þurfti væluskjóðan að koma í hesthúsið á undan mér í gær og ákvað að kvarta yfir nöglunum á stéttinni. Auðvitað voru naglarnir þarna. Er maðurinn heiladauður? Ég gat ekki verið búin að þrífa þetta upp áður en ég kom. Hvernig væri að slappa aðeins af og sjá til hvort það yrði ekki gert eitthvað í þessu.

En núna er ég búin að þrífa allt sem hægt er að þrífa, í bili. Nú þarf hel.... smiðurinn að fara að láta sjá sig til að hægt sé að fara ganga frá. Ég er líka orðin svo þreytt í bakinu og höndunum að ég er að deyja. Kom við að kaupa að éta á heimleiðinni áðan og ég gat varla skrifað nafnið mitt á kortanótuna ég er með svo mikla strengi.

|

Wednesday, January 26, 2005

Búin að eignast nýjan buddy
Bara alveg gleymdi því.
Fór í MR-búðina í dag og komst að því að ég er búin að eignast nýjan buddy. Einn afgreiðslumaðurinn tók sig til um daginn, ég er fastakúnni, og stoppaði mig til að kjafta við mig um verðlag, afslætti ofl. Svo kom ég í dag og ætlaði að kaupa spæni og stóðhestablaðið. Hann ákvað að upplýsa mig í löngu máli um að spænirinn væri ekki til en væri væntanlegur á morgun en ég ætti að vera tímanleg því það væri mikil eftirspurn. Þá sagðist ég bara ætla að fá stóðhestablaðið. Þá fór hann að tjá mér að það væri nú algjört rán að vera að selja manni auglýsingablað, sem er reyndar rétt, og það væru bara svona forfallnir hestasjúklingar, eins og VIÐ, sem keyptum stóðhestablöð. Var einmitt að lesa bókina Súperflört og þar var talað um þetta að tala um VIÐ til að tengja sig við viðkomandi.
En ég þarf að taka betri tíma til að segja ykkur frá þeirri bók.

|

Og ég sem hélt ég hefði séð allt
Ég er búin að stunda hestamennsku í tólf ár og hélt að á þeim tíma væri ég nú búin að sjá flest allt. Það er kannski kominn tími til að ég átti mig á því að það er endalaust hægt að læra eitthvað nýtt.

Ef þið hefðuð rennt í gegnum hesthúsahverfi Mosfellsbæjar núna seinnipartinn í dag hefðuð þið séð undarlega sjón. Í öðru-hvoru gerði stóð fólk og sópaði. Já, gerðið er þetta afgirta malar svæði fyrir utan hvert hesthús þar sem hestarnir viðra sig.

Undan farnar vikur hefur verið þykkt snjólag í öllum gerðum sem svo þjappaðist og fraus. Síðan byrjaði að rigna og þá kom í ljós klakahella. Eða næstum því. Ofan á henni var þetta líka fína skítalag. Yfirleitt fer skíturinn niður í mölina smátt og smátt og svo þarf að skipta um möl í gerðinu á nokkra ára fresti. Það hefði sennilega þurft að skipta um möl í öllum gerðum í vor miðað við magnið af skít sem lá á klakanum. Svo það var ekkert annað að gera en að sópa skítnum í hrúgur og moka svo í hjólbörur. Ég læddist út eftir myrkur og gerði slíkt hið sama.

|

Tuesday, January 25, 2005

Ok, ég veit að ég er búin að tala none stop um hesthúsið síðan ég out-aði mig sem hestamann en þið verðið að þola það aðeins lengur eða hvíla ykkur á síðunni
Litli bróðir er búinn að vera að hjálpa tamningamanninum sem er með tvo hesta í húsinu hjá mér. Blessaður maðurinn ákvað að nota tækifærið til að kvarta við Litla bróður að hestarnir hans væru skítugir og hvort ég ætlaði ekki að fara gera eitthvað í þessu.

Málið er að ég er með rándýrar drenmottur sem þurfa óhóflega mikla vinnu til að halda hreinum. Það þarf að spúla þær með vatni af miklum móð ef vel á að vera. Ég hef ekki getað sinnt þessu því það er einhver helvítis stífla í niðurfallinu og vatnið rennur of hægt niður til að hægt sé að spúla eins og þarf. Ofan á það er ekki búið að ganga frá húsinu og meðal annars vantar hlöðudyrnar sem veldur því að mikill hiti tapast út um hlöðuna sem veldur aftur því að það helst ekki nægur hiti til að viftan sé í gangi og þ.a.l. er raki í húsinu sem síðan veldur því að það er meiri drulla og hrossin skítugri. HAAA! Náðuð þið þessu?

Þetta er ég allt búin að segja manninum. Samt er hann að kvarta og það við Litla bróður ekki mig. Svo skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að hann kom til mín og bað um pláss. Honum var alveg ljóst að húsið var ekki tilbúið. Hann hafði nægan tíma til að skoða allar aðstæður. "Fyrir leiguna sem ég að borga ættu hestarnir að vera hreinir." Hann vissi að ég væri með drenmottur. Þegar leigan var ákveðin þá nefndi hann verðið og ég samþykkti. Þetta er sami maður og byrjaði á því að segja mér að "Hrossið var NÆSTUM því búið að slasa sig á járninu á lásnum á stíunni. Ég hef verið í þessu húsi áður og það munaði oft litlu að hrossin meiddu sig á þessu." Með öðrum orðum þá hefur ALDREI neitt hross slasast á þessu.

Þetta er bara svona, ef þú ert svona óánægður með allt, af hverju ferðu ekki eitthvað annað? Just make like a tree and leave.

|

Urrrr...
Einhver snilli var búinn að finna það út að 24. janúar sé versti dagur ársins. Ok, það er ekki langt liðið á árið en, enn sem komið er, þá er þetti versti dagur ársins hvað mig varðar.

Ég lennti í því á sunnudagskvöldið að þegar ég var að fara úr hesthúsinu þá gat ég ekki slökkt ljósin. Ég ætlaði bara að rífa slökkvarann í sundur og kíkja á þetta en þá voru skrúfurnar svo ryðgaðar að það var ekki hægt. Fyrir einhverja tilviljun tókst mér samt að slökkva ljósið svo ég lét það gott heita. Síðan kom ég bara við í húsasmiðjunni í gær og keypti nýjan, tvöfaldan, slökkvara. Það gæti nú ekki verið mikið mál að tengja hann. I was so wrong. Tókst ekki fyrir mitt litla líf að láta þetta virka. Svo það endaði á því að ég var orðin svo pirruð að ég fór heim og skildi allt eftir ljóslaust.

Siðan var ég búin að skauta fram og til baka í þessari geðveiku hálku en tókst að fljúga á hausinn rétt áður en ég kom heim. Er með risa marblett á olnboganum og verk í hendinni til að sanna það.

Svo fæ ég ekki hlöðuhurðina mína næstum því strax. Er orðin svo illa þreytt á þessu drasli út um allt að ég er að verða brjáluð.

Það var bara svo allt á móti mér í gær að það var ekki heilbrigt. Illa lágskýjað þegar ég kom heim í gær. Er bara fegin að dagurinn sé liðinn. Er nú bjartsýnari í dag og vona það besta.

|

Sunday, January 23, 2005

Líkamsímynd, megrun, hreyfing ofl. ofl.
"Tvibbinn" réðst á mig rétt fyrir áramót og sagði að nú dygðu engin vettlingatök lengur. Ekkert "ég ætla að taka upp heilbrigðari lífstíl á nýju ári" kjaftæði. Núna væri áramótaheitið bara megrun og léttast.

Ég get víst ekki neitað því að ég er með mesta móti þessa dagana. Ekki að ég sé almennt hrifin af því að gera lítið úr mér en ég má víst aðeins við því að léttast, ekkert mikið en svona pínu. Svo ég sagði: Já við skulum gera það.

2. janúar byrjaði svo megrunin mikla. Ég þurfti nýársdag til að farga(éta) afgöngum. Hún gekk alveg bara þokkalega í tæpa viku. Svo fór ég eitthvað að misstíga mig. Hélt samt sem áður áfram. Síðan flaug ég bara á hausinn og stóð ekki upp í nokkra daga. Nú er ég samt staðin upp og er að skjögra áfram, á hækjum.

Það varð svo alveg ljóst að það var ekki rétta leiðin að minnka bara inntöku hitaeininga. Allir vita að hreyfing er málið. Svo í gær æddum við "tvibbinn" út að ganga. Það er búið að vera svo hræðilega kalt að það hefur ekki verið hundi út sigandi. Svo hefur ökklinn verið viðkvæmur eftir tognunina miklu, rétt að verða komnar sex vikur sko. Þar af leiðandi var auðvitað alveg ómögulegt að fara fyrr.

Við fórum svo aftur út að ganga í kvöld. Auðvitað notum við þetta tækifæri til að ræða ýmsa merkilega hluti. Í kvöld var umræðan líkamsímynd kvenna og áhugi þeirra á útliti annara.

Mér er almennt sama hvernig aðrar konur líta út. Þær höfða ekki til mín á því sviði. Tek voða lítið eftir útliti svona yfir höfuð nema um myndarlega karlmenn sé að ræða. Mér finnst konur aftur á móti hafa sjúklega mikinn áhuga á útliti annara kvenna. Er svona mikið af laumu-lessum eða hvað er í gangi?

Svo er líkamsímynd kvenna oft mjög brengluð líka. Þeim finnst þær yfirleitt feitari en þær eru og sjá hina og þessa galla.
Ég gæti ekki bent á einn einasta hlut sem ég myndi vilja breyta. Hversu mikið sem ég glápi í spegil þá sé ég ekkert athugavert. Þá er ég að tala um með fegrunaraðgerð. Finnst alveg ótrúlegt að horfa á fólk telja upp langan lista af hlutum sem það vill láta breyta.
Hins vegar er ég greinilega ekki alveg með sömu mynd í hausnum af aukakílóunum og ég sé í speglinum. Bregður alltaf jafn mikið að sjá þessari bollu bregða fyrir í búðargluggum og stórum speglum. Where the hell did that come from? Man ekki eftir að hafa tekið eftir þessum aukakílóum áður. Það er kannski ekki skrítið að mér gangi illa í megrun. Fæ auðvitað ekki minnsta samviskubit yfir því að liggja í sófanum og troða í mig nammi meðan ég er sannfærð um að ég sé algjört mega-babe.

|

Saturday, January 22, 2005

Þorrinn
Það hefur verið hefð í minni fjölskyldu að borða þorramat á Bóndadaginn. Það var brugðið út af þessari venju þar sem önnur hefð hefur skapast á föstudögum. Pizza og Idol.

Það mátti samt ekki sleppa hefðinni svo henni var frestað um einn dag. Ég var nú búin að spyrja hvort ekki væri kominn tími til að leggja þessa hefð af. Hér áður fyrr voru keyptir þorrabakkar með blönduðum þorramat. Síðustu ár hefur meirihlutinn af þessum mat endað í ruslinu. Síðasta ár reyndi ég svo að kaupa bara það sem hefur verið borðað. Það var samt slatti sem endaði í ruslinu. Svo núna fékk ég það í gegn að kaupa svið og svo algjört smotterí af öðrum þorramat. Ég var sú eina sem át heilan haus, aðrir átu einn kjamma. Vona að fólk fari að hætta að biðja um þetta.

Ég hafði ekki einu sinni lyst á að fá mér hákarl eins og áður. Ég er annars búin að borða hákarl frá því að ég man eftir mér. Pabbi gamli borðaði alltaf hákarl og fannst það rosa sniðugt þegar ég var barn að ég skildi borða hann líka með bestu lyst. Ég hef alla tíð síðan keypt og borðað hákarl á þorranum. Nema núna. Það er samt aldrei að vita. Kannski borða ég hákarl áður en þorranum líkur.

|

Þorra-bjór
Ég fór í dag að kíkja á útiganginn minn. Það eru hrossin sem eru úti í vetur. Tvær fylfullar heiðursmaddömur og ein tryppabína. Þær eru allar feitar og fínar. Standa ásamt fleirum hrossum í sama ástandi eða aldri í heyrúllum og eta eins og þær geta.
Tilgangurinn með þessari frásögn er að koma. Ég þarf að fara framhjá kornakri til að komast að hrossunum. Þessi blessaði kornakur komst í fréttirnar í vikunni. Það er nefnilega Borgfirski Bjór-Bóndinn sem sér um hrossin mín. Skál fyrir því.

|

Friday, January 21, 2005

Mig vantar frekari upplýsingar
Ég fékk í dag, í gegnum þriðja aðila, fregnir af femínistum, Odda og bókabrennu.
Það sem mér skildist var að Oddi hefði gefið út dagbók þar væru einnig orðatiltæki. Þetta hljómar nú mjög saklaust. Ég hef alltaf haft gaman af svona dagbókum. Rifjar upp gömul og gleymd orðatiltæki og stundum sé ég einhver sem ég hef ekki séð eða heyrt áður.

Eitthvað af þessum orðatiltækjum hefði farið fyrir brjóstið á femínistum. Þau sem ég fékk að heyra var, Þunnt er móður eyrað og Góð kona er gulls ígildi. Auðvitað er þetta komið frá þeim tíma sem konur voru eignir karlmanna og konur voru metnar eins og aðrar eigur. Ég hef hins vegar oftar heyrt að Góð kona sé gulli betri sem auðvitað þýðir að það sé betra að eiga góða konu en að vera ríkur. Held að það ætti nú ekki að vera neitt neikvætt, ekki einu sinni í dag.

Ef þetta var allt og sumt er ég ekki alveg að skilja málið. Hins vegar hef ég þetta í gegnum þriðja aðila, sem ég get heldur ekki treyst alveg 100%. Svo ég fór inn á síðuna hjá Odda og mikið rétt, þeir eru að draga þessa dagbók til baka. Ég finn aftur á móti hvergi neitt um það hvaða orðatiltæki þetta voru.
Ég er mjög hlynt femínistum þar sem þeir berjast fyrir jafnrétti. Hins vegar fæ ég alltaf hland fyrir hjartað þegar er talað um bókabrennur. Það er eitthvað sem ég tengi við nasista og öfgasinnaða hægrimenn í BNA. Fólk sem berst fyrir jafnrétti ætti ekki að vera kalla til bókabrennu.

Mér er mjög illa við allt sem felur í sér að skemma bækur. Það þarf mjög góða ástæðu til að skemma bækur. Þessi dagbók þyrfti að vera með mun verri orðatiltæki en þessi sem ég nefni hér að ofan til að ég geti tekið undir að það eigi að brenna bækurnar.
Svo ef einhver getur frætt mig meira um málið eða bent mér á síðu þar sem ég get lesið um þetta þá væri það vel þegið.

Bækur eru hálf heilagar í mínum augum. Það er alltaf hægt að læra eitthvað af bókum, jafnvel slæmum bókum.
Bækur eru ferðalag. Þær eru reynsla. Þær stækka litla huga.
Litlir hugar skemma bækur. Engin bók er ómerkileg. Auðvitað eru sumar merkilegri en aðrar en engin er ómerkileg. Engin bók ætti að fara á brennu eða í ruslið.

|

Loksins
Þá er ég loksins búin að fá tölvuna úr viðgerð. Já ég hélt að það væri sniðugt að láta kíkja á gripinn fyrst ég var hvort sem er komin af stað með hann til að láta finna skráningarnúmer til að þurfa ekki að borga nýtt hleðslutæki. Hleðslutækið gaf sig og tölvan var enn í ábyrgð svo ég átti að fá nýtt.
Það var tvennt sem var að annað. Þráðlausakortið small ekki í og ég komst ekki inn á msn-ið mitt. Ég fékk þær nettu fréttir að móðurborðið væri skaddað og þess vegna væri ekki hægt að tengja þráðlausakortið. Að gera við það kostaði litlar 50þúsund krónur. Já, nei, ég var ekki alveg tilbúin til þess. Það væri samt kannski séns að redda því á annan hátt. Á eftir að prufa það dæmi. Til að ég kæmist inn á msn-ið og laga raunar fleiri vandamál, td. vísrusa ofl. þurfti að strauja tölvuna upp á nýtt. Öll þessi vandamál er hægt að beintengja við einn einstakling sem hafði aðgang að tölvunni. Þessi litla viðgerð kostaði 22þúsund krónur and change og kemur til viðbótar við 7þúsund króna and change viðgerð í apríl sem var vegna notkunar sama einstaklings. Þessi einstaklingur hefur nú verið bannaður hvað tölvuna varðar. Ég veit að þetta olli sárindum en ég get í alvöru ekki látið þetta ganga svona áfram.
Því miður verð ég að fara sinna öðrum hlutum núna en mun fara að tjá mig fjálglega aftur í miklu mæli núna.

|

Saturday, January 15, 2005

Æ, hvaða vesen er alltaf á fólki?
Ég brunaði auðvitað eldhress snemma í morgun, eða þannig, í hesthúsið að gefa, það var svo sem tíðindalaust. Síðan er ég á leiðinni heim og kem á fljúgandi ferð í Ártúnsbrekkuna. Ég var á vinstri akrein enda keyrði ég augljóslega hraðast af þeim sem voru á götunni. Þegar ég nálgast svo gamlan ford, svona druslu týpu ekki flottan, byrjar strák fíflið undir stýri að gefa í. Hann hafði verið á mesta lagi 70 þegar ég kom. En nei. Nú varð bara allt í einu gefa allt í botn. Þetta var nottla bara bögg þar sem ég þurfti að komast yfir á hægri til að komast á fráreinina sem liggur að Skeiðavogi, eða eitthvað svoleiðis man ekki hvað þetta heitir. En nú var ég með þetta litla fífl við hlið mér og komst ekki neitt. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að haga mér ekki þroskað. Steig bensínið í botn og byrjaði að síga fram úr. Hann gaf auðvitað í líka og fer yfir á hægri akrein. Huh, ef maður fer á annað borð í spyrnu þá verður maður að vera tilbúin til að taka afleiðingunum. Ég gef mig aldrei í neinu fyrr en í fulla hnefana. Var komin vel yfir hundrað þegar ég svínaði frekjulega og knappt fram fyrir hann. Verst að glugginn á pallinum er svo skítugur að hann hefði ekki séð vel verðskuldað fuck merki. Hann elti mig svo inn á fráreinina en tapaði mér að sjálf sögðu í slaufunni. Það er ekki nóg að stíga bensínið í botn, þú verður að geta keyrt bílinn. Hehe.

Ég lendi iðulega í þessu þegar ég er að koma úr Mosfellsbænum. Það er bara ein akrein í hvora átt úr mosó niður að Grafarholtinu. Það bregst ekki. Ég er búin að hanga á eftir einhverjum bjána á 50-60 alla leiðina úr mosó, en um leið og gatan verður tvöföld og ég ætla að fara fram úr. þá er gefið í.
Sama saga út á þjóðvegunum. Ef það er umferð á móti þá er hægt á sér. Um leið og búið er að mæta bílunum, þá er gefið í.
Hvað er að fólki? Það er engin sköm í því að láta fara fram úr sér.

Síðan er sameiginleg útsending á rúv, stöð 2 og skjá einum. Neyðarhjálp úr noðri. Give me a brake. Það er búið að auglýsa þessi númer nógu mikið. Getur fólk ekki gefið peninga nema eftir þriggja tíma heilaþvott? Hversu margar sjónvarpsstöðvar þarf til þess að ég þurfi ekki að fara út á videoleigu.

|

You Are 28 Years Old
28

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

|

Friday, January 14, 2005

Gæti verið að ég sé að hressast?
Jæja, píparinn mætti loksins á svæðið og það er búið að laga vatnslagnirnar. Þá þarf ég ekki lengur að vatna liðinu. Nema kannski folöldunum. Þau voru ekki búin að fatta hvernig skálarnar virkuðu. Voru alveg að drepast úr þorsta greyin þegar ég skildi þau eftir með ekkert nema brynningartækin.

Svo var ég alveg svakalega dugleg og setti upp rör til að verja nýju gluggana. Var pínulítið búið að narta í þá en ekki meira en það að ég get bara málað yfir og þá sér það enginn. Sko, ég er meira að segja jákvæð líka.

Við skulum vona að það endist.

|

Rúðupiss
Ok, I have problem.
Núna fyrir áramótin kláraðist rúðupissið á burranum. Það liðu nokkrir dagar áður en ég mundi að kaupa meira. Svo fyllti ég á og ekkert. Í nokkra daga gerðist ekki neitt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Siðan byrjaði að leka úr sprautunum og lak það svona skemmtilega til hliðar niður af húddinu án viðkomu á framrúðunni. Núna nær það að sprautast aðeins upp og lendir rétt fyrir neðan rúðuna, einstaka sinnum nær það að smitast upp á rúðuþurkuna farþegamegin.
Ég skil bara ekkert í þessu. Þarf ég að leita til þvagfæralæknis til að laga þessa tregðu á þvaglátum?

|

Thursday, January 13, 2005

Konan er aukahlutur legsins
Ég er alls ekki hrifin af umræðu um fóstureyðingar. Því var ég ekki hrifin þegar stöð 2 auglýsti umdeildan þátt um fóstureyðingar. Svo ákváðu þeir að hafa umræðu um þetta í Íslandi í dag. Ég var auðvitað föst í hesthúsinu yfir járningamanninum svo ég missti af hvoru tveggja.

Svo það sé enginn vafi þá er ég 100% sammála því að fóstureyðingar séu löglegar. Ég tel það mikið mannréttindamál að fóstur sem getur ekki lifað utan líkama konunar sé ekki rétthærra en konan sem viðheldur því.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að tjá mig um málið var að ég heyrði í ákaflega heimskri konu í fréttunum áðan. Það er einhverra hluta vegna ábyrgð kerfisins að hafa ekki stoppað hana eftir að hún sjálf tók ákvörðun um að fara í fóstureyðingu. Hún hefur greinilega tekið ákvörðun um að fara í fóstureyðingu á læknastofunni á sama tíma og þungunin var staðfest. Ok, myndi ekki flest hugsandi fólk taka sér í það minnsta einn eða jafnvel tvo daga til að hugsa málið ef það væri ekki visst um hvað það vildi gera? Hugsandi fólk myndi raunar ekki þurfa þess, það myndi nota getnaðarvarnir.

Nú skal ég viðurkenna það að ég er ekki mjög hrifin af því að konur séu að nota fóstureyðingu sem "getnaðarvörn". En í alvöru. Ef viðkomandi er svo heimskur að geta ekki notað getnaðarvarnir eða versta falli daginn eftir pilluna, þá er sú manneskja ekki hæf til að hugsa um eða ala upp barn. Viljum við almennt og yfir höfuð að svona fólk sé að fjölga sér? Og á hverjum bitnar það svo ef þessar konur væru neyddar til að eiga barnið? Jú, á barninu sjálfu. Hef heyrt um fólk sem lennti í því að hlusta á alla sína barnæsku að það hafi eyðilagt líf móður sinnar. Það á enginn skilið að alast upp við það. Og ekki segja mér að það sé hægt að gefa barnið til ættleiðingar. Það er offjölgun í heiminum og það er fullt af börnum sem vantar foreldra nú þegar.

Ég vil að fóstureyðingar séu löglegar til að konur sem þurfa á henni að halda geti fengið hana án mikilla vandkvæða. Það eru margar ástæður sem geta valdið því að konur þurfa að fara í fóstureyðingu. Meðgangan gæti verið konunni hættuleg. Fóstrið gæti verið það mikið skaddað að því væri ekki hugað líf. Því að leggja á sig fulla meðgöngu og fæðingu bara til að horfa á barnið deyja. Konunni gæti hafa verið nauðgað. Ég held að það sé alveg nógu erfitt fyrir konur í einhverri af þessum aðstæðum að þurfa að fara í fóstureyðingu án þess að þurfa að standa í því að fá einhverja sérstaka undanþágu. Það er alltaf fólk sem misnotar aðstoð og þjónustu, það verður að hafa það, annars bitnar það á þeim sem þurfa á aðstoðinni að halda.

Held að það ætti frekar að tala um getnaðarvarnir og ábyrgð fólks í kynlífi. Eins og ég hef sagt áður þá er getnaður rökrétt afleiðing samfara ekki slys. Lausnin er ekki fólgin í því að banna fóstureyðingar, heldur að koma veg fyrir að konur hafi ástæðu til að fara í þær.

|

Halló!!! Átti ekki að hlýna í dag???
Orðin illa þreytt á þessum kulda. Væri líka alveg til í að minnka hálkuna sem er út um allt. Þótt það kólni svo aftur.

Þurfti að fara í fyrirtæki sem er við Suðurlandsbrautina. Ef þið hafið farið þar kannist þið við stæðin. Þetta er allt frekar þröngt og reynt að troða eins mörgum stæðum og hægt er.
Ég var að reyna að komast eftir mjórri götunni sem liggur fram með húsunum. En af sjálfsögðu þarf einhver einn asni að keyra ekki almennilega inn í stæðið þannig að afturhlutinn af bílnum skagar út í götuna. Það var ekki séns að ég kæmist fram hjá nema fara upp á gangstéttina. Sem ég geri í rólegheitum. Þegar ég er næstum komin fram hjá byrjar bíllinn hjá mér að renna aftur ofan í hjólförin. Ég fékk nett sjokk. Nú myndi ég skrapa elsku litlu dúlluna mína á þessari druslu og vera í órétti í ofan á lag. Fyrir eitthvað kraftaverk þá slapp ég fram hjá druslunni áður en ég lennti ofan í hjólförunum. Thank some one for small favoirs.

Ég nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara á bak. Allt of kalt. Svo ég tók aðeins til í húsinu. Þetta mjakast allt saman. Var ég búin að segja ykkur að smiðurinn, þessi elska, kom á þriðjudaginn og setti vatnsskálarnar tryggilega upp? Anyway. Í gær átti ég von á járningamanni. Hann ætlaði að koma þegar hann væri búinn í dagvinnunni. Ég bjóst við honum um sjö leytið. Þegar klukkan var orðin rúmlega hálf-átta hringdi ég til að spyrja hvernig staðan væri hjá honum. Jú, hann var að klára að borða og kæmi svo. Ok, það var allt í lagi.
Vandamálið er að þótt hann sé mjög vandvirkur og geri þetta vel, þá er hann alveg rosalega lengi. Ég lagði ekki af stað heim úr hesthúsinu fyrr en að verða hálf ellefu. Og vitið þið hvað? Það er alveg rosalega kallt í húsinu. Ég sat í smá tíma fyrir framan hlöðudyrnar, sem eru í raun ekki komnar og ég með tímabundna lokun á, og það kom alveg hryllilegur kuldi inn.
Ég hef sjaldan verið jafn þakklát fyrir eina lúxusinn í bílnum mínum, the buttwarmer.

|

Wednesday, January 12, 2005

Varúð!
Hestasaga
Þegar kunningi minn heyrði í haust að ég hefði þurft að fella gömlu reiðhrossin mín bauðst hann til að gefa mér hross. Hann og vinur hans höfðu verið með lita-tilraunarækt í nokkur ár út í Viðey. Vinurinn hafði gengt starfi staðarhaldara í eynni og höfðu þeir fengið að hafa hrossin þar. Svo var sú ákvörðun tekin að leggja niður stöðu staðarhaldara og vakta eynna úr landi. Það þurfti því að fjarlægja hrossin. Við þetta gátu þeir ekki haldið áfram ræktuninni svo það varð að fækka hrossunum. Það var ekki mikið mál að selja hryssurnar og folöldin. Kólga var annað mál.

Kólga frá Kringlumýri er fimmtán vetra, móálótt, alhliða hryssa. Það átti að nota Kólgu í tilraunaræktunina en á þeim fimm árum sem hún hafði staðið yfir hafði Kólga ekki fyljast. Það er ekki mikill markaður fyrir fimmtán vetra hross almennt. Ef þau hafa verið barnþæg hafa þau selst sem byrjendahross og ef hryssurnar eru vel ættaðar er hægt að selja þær til folaldseigna. Kólga, var mér sagt, er hins vegar vel viljug og þar af leiðandi alls ekki barna með færi. Og fimmtán vetra hryssa sem hefur ekki fyljast síðustu fimm ár er ekki líkleg til að fyljast framar. Ofan á allt þetta var eigandi hennar ekki laginn við alhliðahross. (Alhliðahross hefur fimm gangtegundir: fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Klárhross hefur hins vegar fjórar: fet, brokk, stökk og tölt.) Því leit út fyrir að dagar Kólgu væru taldir, nema mér litist vel á hana.

Þegar átti að sækja hrossin út í Viðey fór ég með. Bæði til að hjálpa til svo og að kíkja á Kólgu.
Kólga lét ekki mikið yfir sér þar sem hún stóð í gerðinu með hinum hrossunum. Mér finnst móálótt reyndar mjög fallegur litur.
Ég veit að móálótt segir ykkur ekki mikið svo ég ætla lýsa því nánar. Skrokkurinn getur verið misdökkur, frá því að vera stálgrár til þess að vera dökk-steingrár, samt alltaf með metalic-glans. Fax og tagl er svart svo og fætur. Eftir bakinu endilöngu liggur svo svört rönd eða áll. Sum hross eru einnig með dökkt höfuð, líkt og Kólga.
Hún var ekki mjög stór og frekar feit eftir fimm ára útiveru. En byggingin var góð, höfuðið frítt, augun blíð og faxið sítt og þykkt. Hún var róleg og vinaleg meðan ég klappaði henni og skoðaði. Á prammanum á leið í land var hún meðfærileg og samvinnuþýð.
Það varð úr að ég ákvað að taka Kólgu og var það handsalað samdægurs.

Svo tók ég hana inn nú í desember. Hún virtist enn feitari og ótrúlega loðin. Minnti helst á blending af hrossi og mammút. Við nánari athugun kom nú reyndar í ljós að hún var ekki svona svakalega feit, heldur leit hún út fyrir það í þessum ofboðslega vetrarfeld.
Það er nefnilega alveg merkilegt hvað hrossin laga sig að aðstæðum. Hross sem hafa verið lengi á útigangi verða loðnari en þau sem eru tekin inn á hverju ári. Hross verða líka loðnari eftir því sem þau verða eldri. Hross sem eru horuð fá líka síðari vetrarfeld en hann er mattur og ljótur meðan hross í sæld glansa eins og það stirni á þau. Allt er þetta leið náttúrunnar til að búa sig sem best fyrir vetrarkuldan. Hross tapa vöðvamassa með aldri og þjálfunarleysi og aðlagar líkaminn sig að því með þykkari og meiri feld. Íslensk hross hafa líka einstök meltingarfæri. Það eru með lítinn maga en langar garnir. Þetta gerir það að verkum að þau nýta fóður betur. Einnig þrífast þau betur á gróffóðri. Hefur þetta verið ómetanleg aðlögun í hörðum vetrum hér áður fyrr.

Ég bjóst ekki við miklu af Kólgu svona fyrst til að byrja með. Ímyndið ykkur hvernig það er að byrja að æfa eftir fimm ára kyrrsetu. En þar hafði ég rangt fyrir mér. Við erum búnar að fara í nokkra reiðtúra á nýja árinu. Er það alveg ljóst að Kólga er mjög vel viljug. Forsjáin er í mínum höndum því kappið hefur hún. Það er ekkert verið að slá af. Það á sko að halda í við hin hrossin. Töltið er laust og leikandi. Brokkið er gott en hún er aðeins laus á því og vill flandra í skeiðlull, en hún verður öruggari á því með hverjum reiðtúr. Skeiðið er heldur betur fyrir hendi og kraumar undir. Við munum þó spara það til betri tíma. Hross þurfa að vera komin í góða þjálfun áður en tekið er til kostanna. Hross geta skaðað illa bæði vöðva og fætur ef þau valda ekki skeiðinu.

Ég er mjög ánægð með Kólgu. Hún minnir mig í mörgu bæði á Sögu og Sleipni. Hún lætur lítið yfir sér en er algjör sprengja líkt og Saga var. Svo er hún skeiðhross og fitubolla eins og Sleipnir. Öll eru þau miklir karakterar. Svo semur henni mjög vel við Grímu sem er það hross sem hefur verið lengst (nú lifandi) í mínu stóði.
Ég vona að við eigum eftir að eiga margar góðar stundir saman.

|

Monday, January 10, 2005

Meika ekki að kála mér svo ég skrölti áfram
Fékk nettan heila-storm í dag, meira svona snörp hviða. Vantaði efni í hillur, í hesthúsið, hvert annað. Var búin að kaupa hillubera fyrir löngu síðan, þegar ég hélt enn í alvöru ég myndi rúlla þessu upp. Var búin að kaupa plötu í rúmfatalagernum sem ég ætlaði að saga niður en ákvað að breyta henni í borð, það var meira svona andvari (þarf mikla snilli að breyta borðplötu í borð), not my finest moment en kom vel út.

Gat ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að fara í timbursöluna nokkurn tímann á næstunni. Var orðin vel þekkt þar fyrir jól. Átti enga afganga sem gátu passað í þetta. Svo kom hviðan. IKEA. Þeir selja einfaldar og ódýrar plötur í hillur. Svo ég trillaði mér þangað. Var bara ótrúlega lítið að gera svo ég rölti í rólegheitum í gegnum pleisið. Var voða dugleg að passa mig á að fara ekki að kaupa eitthvað djöfulsins drasl sem ég hefði ekkert við gera. Alltaf hætt við því, svona kvikk fix við vanlíðan. Missteig mig reyndar aðeins og keypti veggklukku. Það er munur að eiga skít nóg af peningum, not.

En viti menn. Ég er búin að setja upp hillur á kaffistofunni. Hún lítur út fyrir að vera tilbúin, svona við fyrstu sýn. Sem er mikil fram för. Fyrir nokkrum dögum leit hún út eins og downtown Bagdad. Kom einhverju í verk sem flokkast ekki undir daglegar nauðsynjar.

Þetta var nokkuð vel af sér vikið miðað við að þegar ég kem svo heim á kvöldin þá líður mér eins og heilinn sé hálf dauður. Í alvöru. Það er ekki kveikt á öllu. Get setið og starað á sjónvarpið án þess í raun að sjá nokkurn hlut. Æ, skiljið þið ekki hvað ég á við. Það er frekar erfitt að lýsa ástandi sem felur í sér litla sem enga heilastarfsemi.

|

Sunday, January 09, 2005

Að sjálfsögðu kem ég
Lítill logi kviknaði í mínu annars dofna hjarta þegar ég fékk þetta svar.

|

Mér finnst ég bara hafa fullan rétt á vera þunglynd og fúl
Þetta er ekki alveg að gera sig. Er að reyna að halda uppi rúntínu og læti en það er ekki að duga. Tókst svo sem að vakna alla vikuna en var samt drulluþreytt allan daginn og kom engu í verk sem ekki féll undir að vera bráð nauðsyn. Ég sef nóg miðað við standardinn en virðist þurfa að sofa svona 20 tíma á sólarhring til að fá þá hvíld sem ég þarf.

Svo þessi endalausi skíta kuldi. Hvar eru gróðurhúsaárhifin? Myndi alveg þiggja þau núna. Hef engan áhuga á að fara í hesthúsið, hvað þá að fara á bak. Fer bara vegna þess að ég verð. Það verður að gefa þessum greyjum tvisvar á dag og hleypa út og moka. Hefði helst af öllu viljað að ég hefði ekki tekið inn. Hefði bara átt að láta liðið ganga úti í vetur. Þá hefði ég getað legið upp í sófa fyrir framan sjónvarpið í friði.

Svo til að kóróna allt saman og gera geðslagið enn betra gengur allt á afturfótunum. Þegar ég skreið upp í hesthús seinnipartinn í gær var ég ekki búin að opna hurðina áður en ég vissi að það væri eitthvað að. Vatnsinntakið er við hurðina og ég heyrði hvernig það dældi stöðugt. Vei, hvað er nú að? Eitthvað hefur gengið á því það var búið að brjóta niður skálina í einni stíunni og vatnið streymdi niður og bleytti allt. Það voru bara þrjár hjólbörur af blautum spæni og hrossaskít sem ég þurfti að moka út. Svona fyrir utan það að þurfa að skrúfa fyrir vatnið og vatna öllu liðinu. Sem betur fer talaði ég við píparann í vikunni og hann ætlaði einmitt að heyra í mér í dag. Að vísu, ef hann hefði ekki ákveðið að mér forspurðri að setja upp þessi rándýru rör sem þarf að bræða saman með sérstakri græju þá hefði ég bara getað lagað þetta sjálf en það er önnur saga. Ég sendi líka smiðnum sms og bað hann um að láta mig vita hvort hann kæmist í vikunni. Það þarf greinilega eitthvað betra til að festa upp skálarnar. Það þarf raunar líka að fara að ganga frá hlöðudyunum til að ég sé ekki að tapa hita þar út. Næ engann veginn að halda hita í húsinu og þar af leiðandi get ég ekki haft viftuna í gangi sem aftur veldur óþarfa raka og frosnum rúðum.

Svo er Jósefína (kötturinn minn) svo eymdarleg því hún þarf að vera með skerm. Lét tannhreinsa hana í síðustu viku. Það þarf að svæfa ketti til að láta gera það. Lét taka eitt ber af kviðnum á henni í leiðinni. Því fylgdu þær fréttir að þetta væri farið dreifa sér í vöðvann fyrir aftan. Hún greindist með júguræxli fyrir nokkrum árum (sambærilegt við brjóstakrabbamein). Það er búið að halda þessu niðri í nokkur ár með því að fjarlægja nokkra spena og æxli. Nú borgar sig ekki að reyna meir og bara spurning hvernig þetta þróast. Hún er nú samt ótrúlega hress miðað við þetta allt saman, og þá staðreynd að hún verður fimmtán ára 3. febrúar. En hún er voða sár að vera með skerminn og liggur hjá mér eins mikið og hún getur. Mér finnst þetta samt mjög erfið tilhugsun. Það er líka annað. Finnst eitthvað svo tilgangslaust að fara í hesthúsið, Saga og Sleipnir eru ekki þar. Fer ósjálfrátt að hugsa um hvenær kemur að því að ég þurfi að gera það sama við Jósefínu og ég þurfti að gera við þau.

Ég gæti alveg þegið að eitthvað jákvætt gerðist, svona til tilbreytingar.

|

Saturday, January 08, 2005

Karlmaður óskast
Var að lesa aðra bloggsíðu þar bloggarinn (karlmaður) skýrði frá því að nýársheitið hans væri að verða betri maður. Alltaf göfugt markmið og gott mál að bæta sjálfan sig. Á kommentakerfinu var svo rætt um það hvernig ætti að meta það að ári liðnu hvort hann hefði haldið heitið og væri orðinn betri maður. Hugmyndir um hlutlausan aðila sem tæki stöðuna núna og svo eftir ár komu upp. Eiginkona bloggarans tók undir þetta en bætti svo við að henni fyndist hann hafa skánað mikið á þeim árum síðan hún tók við uppeldi hans.
Þetta hef ég aldrei skilið. Ég ef oft heyrt konur tala um þetta "að ala upp karlmenn" en aldrei skilið.
Það er óumflýjanlegt að í hvert skipti sem nýtt fólk fer að umgangast hvert annað verður að laga sig aðeins að hvort öðru. Þetta á ekki bara við um fólk í sambandi eða sambúð. Ég akta ekki 100% eins innan um alla. Ég er auðvitað alltaf trú sjálfri mér en tek tilit til mismunandi skoðana og þarfa ólíkra aðila. Ég tala ekki um sömu hluti við alla. Nota oft aðeins fágaðra málfar og orð innan um sumt fólk en annað. Ég hef hins vegar ekki þörf fyrir að ala neinn upp og ef einhver ætlaði að fara ala mig upp myndi ég snarlega hætta samskiptum við viðkomandi. Ég ætlast til að fólk taki sama tilit til mín og ég tek til þess en ef mér líkar ekki við það eða hegðun þess þá reyni ég ekki að breyta henni. Það er ekki mitt að ala upp fullorðið fólk.

En þetta er kannski einmitt eitt af mörgu sem ég er að gera rangt í samskiptum mínu við hitt kynið.
En ef það er karlmaður þarna úti sem hefur áhuga á að komast í kynni við sjálfstæða konu sem hefur engan áhuga á að ala hann upp. Þá getur hann sett sig í samband við mig.
Það er hægt að kynna sér þessa síðu til að sjá hvernig persónuleika ég kynni best við.

Aðrar kröfur eru mjög fáar:
Verður að hafa náð lögaldri en ekki vera kominn á eftirlaun. (frekar samt vera nær lögaldrinum en eftirlaunaaldrinum)
Þarf að vera lágmark 161cm á hæð (yfir 170cm væri samt æskilegra)
Má ekki vera svo fráhrindandi ljótur að ég geti ekki horft á hann

Hvert tilfelli verður auðvitað metið út af fyrir sig.

|

Friday, January 07, 2005

Er almennt verið að rembast við að hafa söguþráð í klámmyndum?
Ég hef ekki séð margar klámmyndir. Held raunar að meirihlutinn af þessu litla sem ég hef séð flokkist sem soft-porn. En hvað um það. Mér hefur sýnst menn vera að reyna hafa einhvern söguþráð. Er það í alvöru?
Man eftir að hafa verið að flakka á milli stöðva á hótelherbergi erlendis. Það var eitthvað lélegt úrval svo ég stoppa á mynd sem lítur ekki kunnulega út. Ég var búin að vera að horfa á myndina í 2-3 mínútur og spá í hvað þetta væri hryllilega illa leikið. Þá er skipt yfir í þetta netta klámatriði með leggangnaskoðun og öllu. Það útskýrði snarlega lélegu leikframmistöðuna.
Hef líka séð brot úr nokkrum svona með engri leggangnaskoðun og engri reisn og þá er í alvöru verið að eyða tíma í eitthvað set-up? Klámmyndastjörnur að tala, er það ekki tímasóun?
Nú eru ástarsögur með mjög svo litríkar lýsingar af kynlífi aðalpersónanna. Ástarsögur eru í raun kvenna-klám. Eða það hélt ég. Hef alltaf heyrt að konur þurfi meira svona set-up. Svo þær lesa kiljubækur þar sem myndarlegir karlmenn táldraga konur og færa þær svo hæstu kynlífshæðir. Klámmyndir eru meira karlmiðaðar og ég hélt að það væri líka fólgið í því að þar væri bara raw sex og ekkert kjaftæði. Hélt í raun að þetta væru bara mismunandi stellingar og stöður. My bad.
Vilja karlmenn fá eitthvað svona set-up? Garðyrkjumaðurinn sem leiða en flotta húsmóðirin bíður inn í meira en kaffi. Eða gærulegi einkaritarinn sem liggur á hnjánum undir skrifborðinu.
Það er kannski ekki svo mikill munur á kynjunum eða hvað?

|

The last fuck
Ég hef heyrt að sumir karlmenn hafi þann sið að fá síðasta drátt áður en þeir slíta samböndum. Mér hefur alltaf fundist þetta undarleg hegðun. Ef þetta er ekki til að strá salti í sárin þá veit ég ekki hvað.
Nú auglýsir DV fjálglega eitthvað bréf frá dæmdum morðingja. Þar kemur víst fram að morðinginn hafði "notið ásta" með fórnarlambinu (sambýliskona morðingjans) stuttu áður en hann barði hana með kúbeini í höfuðið, fjórum sinnum, og þegar það dugði ekki ákvað hann að ljúka verkinu með því að kyrkja hana. Ok, við megun kannski þakka fyrir að hann ákvað riðlast á konu greyinu áður en hann drap hana en ekki eftir, en í alvöru?
Það var nokkuð ljóst frá upphafi að þessi maður væri hálfviti auk þess að vera aumingi. Ég er bara með fordóma gagnvart mönnum sem fá sér mail-order-bride og skammast mín ekkert fyrir það.

Allt í lagi, ég skal fara að snúa mér að því sem ég ætlaði að tala um.
Ég er yfir mig hneiksluð á DV. Ég hélt að ekkert sem þeir gerðu gæti komið mér á óvart en ég hafði rangt fyrir mér. Þeir eru búnir að mjólka þetta dæmi núna í nokkra daga. Svo á að birta viðtal eða eitthvað núna um helgina. Ég vona að ég þurfi þess ekki en ég ætla nú samt að hvetja fólk til kaupa EKKI þetta blað.
Undarlegast af öllu finnst mér að enginn hefur sett neitt út á þetta. Kannski er öllum sama. Kannski er málið það að fórnarlambið var af erlendum uppruna. Ef umrædd kona hefði verið skyld mér hefði ég gert allt brjálað. En fjölskylduna skortir líklega tungumálakunáttu ofl. til að geta tjáð sig um málið. Þetta hefði ekki verið gert ef fórnarlambið hefði verið íslenskt.
DV hefur hér með lagst lægra en ég hélt að hægt væri.

|

Wednesday, January 05, 2005

Smile at the world and the world will smile back
Var orðin illa þreytt í neðri hluta andlitsins eftir að vera með uppgerðarbrosið frosið á andlitinu. Þegar leið á daginn var þetta meira farið að vera svona samanbitnar tennur, eins og þegar hundur er að urra á fólk. Ákvað að það væri betra að vera með lokaðan munninn.

Ok, mómentið farið. Tamningarmaðurinn sem fékk að stinga inn hrossum hjá mér var að hringja til að væla yfir festingunum á hliðunum. What! Þetta er búið að vera svona í fleiri ár án vandkvæða. Það sem fólk nennir að væla yfir. Hrossið hjá honum rakst í járnið sem tekur á móti lásnum og slasaðist EKKI. Svo yfir hverju er verið að væla. Þoli ekki svona væluskjóður.
En mómentið er farið. Er í engu stuði til að skrifa meir.

|

Tuesday, January 04, 2005

Fake it untill you make it
"Tvibbinn" ákvað að taka mig á eintal í gær.
Ég er víst farin að verða eitthvað einum of agressive. Þetta "Are you talking to me?" viðhorf er víst ekkert að slá í gegn. Ég er búin að vera með horn og hala svo og yggldar brúnir. Ef þið hafið lennt í konu sem þessi lýsing passar við og litið út fyrir að vera tilbúin að vaða í ykkur af minnsta tilefni, þá er það líklega ég. Ef þið hafið fengið bíl í rassgatið sem hefur keyrt ógnandi nálægt ykkur og farið svo fram úr með hörðum sveigjum og látum, þá hefur það líklega verið ég líka, hehe. "Tvibbinn" sagði líka að Sívar hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að ég væri bitur. Ég!!! Bitur??? Ok, það fýla ég ekki. Allt hitt er í lagi, en bitur??? Það gengur ekki.
Svo hér með er tekin upp ný stefna. Ég ætla ekki að láta eins og mér líður, ég ætla að fake it untill I make it. Byrjaði strax í gær á því að reyna að taka dálítið til í kringum mig. Get víst ekki neitað að drasl út um allt er pínulítið niðurdrepandi. Tókst ekki alveg að vera eins morgunhress og ég ætlaði en ég svaf ekki í 10-12 tíma eins og ég hef verið að gera. Það er framför.
Svo næstu daga ætla ég að reyna að vera á aðeins léttari nótum. Ég ætla ekki að fara út í neina sunshine vitleysu, það væri bara to much. Wish me luck, I need it.

|

Saturday, January 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár
Er það ekki það sem er við hæfi að segja?

Mér líklega tekist að móðga alla sem ég þekki á einn eða annan hátt hér á blogginu síðustu daga nýliðins árs. Það verður að hafa það. Þeir sem þekkja mig sjá hvað er í gangi, hinir fara í fýlu.

Ég er guðs lifandi fegin að þetta jóla- áramótastúss allt er búið. Var bara engan veginn í stuði fyrir þetta einmitt núna. En það þýðir víst lítið að segja það. Time marches on, all over your face.

Gamlárskvöldið var með hefðbundnu sniði. Eytt í "faðmi" fjölskyldunnar. Að vísu með nokkrum ferðum í hesthúsið til að tryggja allt yrði í lagi svo og að tékka á liðinu og ganga frá eftir miðnætti. Þó að ég taki virkan þátt í flest öllu sem tengist undirbúningi og framkvæmd jóla og áramóta halds fjölskyldunar þá er eitt sem ég geri ekki. Ég tek ekki þátt í að skjóta upp flugeldum. Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Mér er sérstaklega annt um hendurnar á mér. Vil helst ekki halda á neinu sem gæti sprungið. Mér er líka mjög illa við að brenna mig. Ég þoli illa háa hvelli, sérstaklega nálægt mér. Ég hata innibombur. Síðast en ekki síst þá hef ég verið mjög fráhverf flugeldum síðan að "tvibbinn" var að skjót upp ílum hér um árið og ein gölluð endaði í hálsinum á mér. Ég var með svartan brunablett í nokkra daga á eftir.
Mér finnast gamlárskvöld frekar bitter sweat. Ég hef alltaf lúmskt gaman af að horfa á flugeldana úr öruggri fjarlægð en þeir vekja oft upp trega hjá mér. Merki um glötuð tækifæri sem brenna upp fyrir augum mér. Nú árið er liðið í aldanna skaut, er ekki mikið skárra. Ég man alltaf um leið og það byrjar að það vantar forsöngvarann. Þetta lag og jarðafarir, hell on earth.

Það er annars fátt sem stendur upp úr frá árinu 2004. Skilur lítið eftir sig. Kannski 2005 verði betra.
I'll keep you posted.

|