Saturday, May 21, 2005

Jæja, ég verð bara hafa svona vikulega pistla. Ekki að það sé að sjá að neinn hafi saknað mín.

Það sem ber kannski hæst þessa vikuna (ég á svo spennandi líf) er líklega frammistaða okkar í Eurovision. Hún var nú ekki glæsileg. Ekki það að við höfum átt mikla möguleika, vorum ekki með trommur. Fannst söngurinn alls ekki nógu kraftmikill, skilst nú reyndar að liðið hafi eitthvað verið að kvarta yfir tækniörðuleikum. En aðrar þjóðir skiluðu kraftmikilli frammistöðu. Búningarnir voru hörmung. Svona sumarútgáfa af jólasveinabúningi. Mér er alveg sama þótt það hefði ekki skilað okkur lengra, þeir voru ljótir.

Ég fór á nett eyðslufyllerí í dag. Það voru þvílík opnunartilboð í gangi í Húsasmiðjunni í Grafarvogi. Ég straujaði þangað rétt fyrir hádegi, áður en barnaskemmtanirnar byrjuðu. Gerði þvílíkt góð kaup. Fyrir rúmar þrettánþúsund krónur fékk ég: hjólsög, bútsög, stingsög og höggborvél. Og hvað ætla ég að gera við þessi ósköp gætuð þið spurt. Oh, well. Ég ætla að breyta í hlöðunni svo hjólsögin kemur að góðum notum. Bútsögina ætla ég að nota þegar ég fer að parketleggja heima hjá mér. Já, mikið rétt. Ég er orðin illa þreytt á að bíða eftir þessum blessaða smið. Svo þegar ég er búin að fá sýnikennslu í parketlögn, þess vegna er ég enn að bíða, þá ætla ég að gera þetta sjálf. Þótt ég hafi sjálf lagt parketið á kaffistofunni þá er ég ekki alveg sátt við hvað mér fannst þetta smelluparket mikið vesen. Vil fá það á hreint hvort þetta hafi verið rétt gert hjá mér eða hvort það sé eitthvað trix sem mér yfirsást. Stingsögina getur verið gott að grípa til enda kostaði hún svo til ekkert og höggborvél get ég töluvert notað. Get þá hætt að hanga a gömlu litlu vélinni sem ég hef notast við hingað til.

Ég er búin að bera á. Þvílíkt öflug. Keypti 160 kíló af áburði og skveraði þessu af á tveimur og hálfum tíma. Bara smá hluti sem ég á eftir en það verður ekki beitt strax svo það er í góðu. Fór frekar í Húsasmiðjuna að kaupa verkfæri en að kaupa girðingarstaura. Geri það í vikunni. Þá get ég farið að hólfa beitina niður.

Þetta er gott í bili. Ég ætla að fara að fylgjast með hver vinnur Eurovision.

|

Monday, May 16, 2005

Eins og þið hafið frétt þá er tölvan biluð. Fer að henda þessu drasli. Búin að endast í tæp tvö ár með viðgerðum. Ég er ekki sátt. Er farin að venjast tölvuleysinu upp að vissu marki. Ákvað samt að skella mér í heimsókn til tvibbans og tók það fram að ég væri aðallega að heimsækja tölvuna.

Það er búið að vera yndislegt veður og ég er búin að vera sporta mig úti. Það verður bara að viðurkennast að ég er mikið náttúrubarn.
Ég keypti fræ til að fá kryddjurtir. Þau eru byrjuð að koma upp. Það gengur ekki jafn vel með sumarblómin. Þetta er allt í sólríkum glugga. Ég er ekki búin að setja niður kartöflurnar. Veit ekki alveg hvenær ég á að setja þær niður. Má ég setja þær niður strax?
Fór að skoða hrossabeitina í dag. Er að spá í að bera á. Um að gera að fá góða sprettu. Þarf líka að fara í smá girðingavinnu. Ætla setja upp betri hlið til að geta skipt beitinni upp. Þarf líka að laga aðeins girðinguna. framkvæmdagleðin að drepa mig.

Það sama er ekki hægt að segja um smiðinn. Það eru líklega komnar þrjár vikur síðan ég hringdi í hann til að spyrja um parketlögn. Hann sagði að það væri mikið að gera og ég ætti að hringja nokkrum sinnum. Ég er búin að hringja þrisvar. Ætla að hringja einu sinni enn á morgun. Vil fara að fá þetta parket á gólfið. Ég er búin að vera þolinmóð.

Skil ekki hvað er í gangi með neglurnar á mér. Þær eru farnar að losna frá að ofan. Var að klippa þær til að vera ekki með þessa ljótu skítaskán sem var of vont að skafa undan. Nú líta þær út eins og ég sé brjálaður naglanagari. Skil þetta ekki, ég er að taka lýsi og kalk. Og líka b-vítamín.

Er einhver séns að ganga um fótbrotinn í fjórar vikur?
Er eitthvað mjög undarleg í ökklanum. Finn til þvert yfir ökklann. Er verst þegar ég geng upp og niður stiga. Finn líka til ef það er ýtt við löppinni á mér þótt ég sé ekki að beita fætinum. Finn líka til þegar ég ligg upp í rúmi eftir mikinn göngudag. Þetta er alls ekki eins og var með þá vinstri. Finnst bara svo asnalegt að fara á slysó eða til læknis eftir svona langan tíma. Ef þetta er ekki brot, þá er þetta bara eitthvað sem lagast með tímanum og til hvers þá að fara til læknis?

Ég er orðin dagmamma. Þið lásuð rétt. En nei. Ég er ekki að passa börn. Ég er með Doggy-Daycare. Ég er farin að vera með hundaskvísu með mér á daginn í hesthúsinu. Hún heitir Heba og er ógjó sæt. Mamma hennar, vinkona mín, var að byrja í nýrri vinnu og hefur minni tíma á daginn. Mér finnst bara ágætt að vita af henni með mér. Er ekki eins mikið ein. Hún nennir líka að arka með mér um allt.

|