Það ætti að lóga mér núna
Man ekki hvort ég var búin að tala um það en ég missteig mig heiftarlega á hægri fæti í apríl. Síðan þá hef ég verið stirð í fætinum þegar ég fer fram úr á morgnana og þegar ég hef setið í einhvern tíma. Nú er ég farin að fá verki ökklann þegar ég er að ganga eða keyra. Held að það sé orðið tímabært að fara að tala við bæklunarlækni eins og fasti doktorinn minn var að tala um. Það er víst ekki hægt að fresta þessu mikið meir, þetta er bara að versna.
Eins og það sé ekki nóg þá er bakið að gera illa vart við sig aftur. Ég fékk brjósklos þegar ég var 21 árs. Hef verið þokkaleg í bakinu eftir 5 mánaða sjúkraþjálfun á sínum tíma. Hef fengið verki annað slagið og næstum fests nokkrum sinnum síðan þá en það hefur alltaf sloppið. Nú er hins vegar eins og það sé eitthvað að ganga út úr bakinu á mér. Mjög andstikilegt og ógeðslega vont. Er líka komin með verk í mjöðmina og bíð spennt eftir að það fari að leiða niður eftir fætinum.
Var líka að átta mig á því að það hefði verið síðasti séns fyrir mig að taka þátt í Idolinu núna í ár. Ekki það að ég geti sungið eða hafi hugsað mér að taka þátt yfir höfuð. Þetta er bara eitt af þessu sem ég er orðin of gömul til að taka þátt í.
Mér líður bara gamalt og gagnslaust. Var ekki viðbúin því að ég yrði of gömul til að gera eitthvað. Það er strax hitt og þetta farið að gefa sig, hvernig verður þetta ef ég tóri í einhver ár í viðbót. Það ætti bara að lóga mér núna.