Eftir eins tíma sundferð hefur þú komist í snertingu við hálfan lítra af þvagi.
Á meðaldegi kemst þú í óbeina snertingu við 15 tippi, t.d. við að taka í hurðarhúna.
Árleg neysla meðalmanneskju á skyndibitamat inniheldur 12 skaphár
Á einu ári gleypir þú 14 skordýr í svefni.
Á einu ári heilsar þú með handabandi 11 konum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar.
Á einu ári heilsar þú með handabandi 6 körlum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar.
Flestir karlmenn þvo alls ekkert á sér hendurnar eftir að hafa verið á klósettinu. Veltu því fyrir þér næst þegar þú ert á barnum og færð þér hnetur úr skálinni á barborðinu.
Í meðalbrúðkaupi hefur þú hundrað möguleika á að smitast af frunsu frá einum gestanna.
Þú andar daglega að þér hálfum lítra af endaþarmsgasi frá öðrum.
Tannlæknar telja að tannburstar verði að vera í a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá klósettskálinni til að sýklar í loftinu frá skálinni festist ekki á burstunum.
Þú eyðir sex mánuðum lífs þíns á klósettinu.
Ef þú nagar neglurnar innbyrðirðu meira magn sýkla en ef þú sleiktir hreina klósettskál.
Þessar skemmtulegu upplýsingar voru birtar á heimasíðu saumklúbbsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé þennan lista og ég hef ýmislegt við hann að athuga.
Þvag er sterilt. Það er t.d. notað sem fyrsta hjálp ef einhver brennir sig á marglyttu. Námuverkamenn sem hafa lokast inni í námum hafa haldið lífi við það að drekka sitt eigið þvag þar til hjálp barst. Mér finnst bara ekkert hræðilegt að synda í smá þvagi. Ég fer líka í sturtu á eftir.
Hvað er svona hræðilegt við að komast í snertingu við typpi? Ég hugsa að karlmenn almennt séu með færri bakteríur á typpinu en höndunum, svona í ljósi þess hvað hendurnar komast í snertingu við mun fleira á hverjum degi en typpið.
Ég leyfi mér að efast um þessa staðreynd með skapahárin. En er það í raun eitthvað verra en annað hár? Hugsa að skapahárin séu svipað hrein og önnur hár á líkamanum, svona miðað við það að fólk baði sig annað slagið.
Held nú að ég yrði vör við það að ég gleypti skordýr. En hvaða máli skiptir það nákvæmlega? Skordýr eru mjög próteinrík, þeir sem eru að eyða morðfjár í próteinstykki ættu kannski að athuga það. Veit ekki um að neinn hafi beðið skaða á því að gleypa eins og eina flugu.
Ég kalla það nú gott ef ég næ að heilsa með handarbandi að meðaltali einni manneskju á mánuði. Auðvitað fer það kannski eftir því við hvað fólk starfar en heilsið þið fólki mikið með handarbandi? Þar fyrir utan so what! Held að hér eigi það sama við og með typpi, kynfæri fólks hafi í raun færri bakteríur á sér að staðaldri en hendin sem það notaði til að fróa sér með. Hvers vegna er það eitthvað hræðilegra að einhver hafi klórað sér í klofinu en á bakinu? Þetta eru bara líffæri. Grow up!
Hef aldrei skilið þetta með barhneturnar. Hver borðar hnetur sem standa í skál á borði og allir geta káfað á? Ekki ég. Fyrir utan það að þetta er eitthvað Amerískt fyrirbæri, hef aldrei séð þetta hér á skerinu.
Ég smitaðist af frunsu af fyrrverandi kærasta, svo ég er komin með það. En þar fyrir utan. Ef þið viljið ekki smitast af frunsu, sleppið því þá bara að vera smella kossi á allt þetta lið. Ég heilsa engum með kossi ef ég kemst hjá því.
Meðal manneskjan, bæði konur og karlar, leysa vind fjórtán sinnum á dag. Þú átt líklega meirihlutan af endaþarmsgasinu sem þú andar að þér. Hverjum er líka ekki skítsama?
Tannburstinn minn er EKKI tvo metra frá klósetskálinni. Ég hins vegar dreg stórlega úr sýklum sem koma frá klósetskálinni með mjög einfaldri athöfn. Ég loka klósetinu áður en ég sturta niður og hef klósetið lokað þegar það er ekki í notkun. Kannarnir sanna að það minnkar sýkla í loftinu um meira en helming.
Við eyðum meira en þriðjungi ævinnar í að sofa. Sex mánuðir á klósettinu er nú ekki svo mikið.
Ég naga ekki neglurnar.