Monday, July 23, 2007


Hefring frá Reykjavík

Loksins komin með myndirnar í tölvuna. Hér er mynd af litla dýrinu daginn sem hún fæddist. Faðir er Glampi frá Vatnsleysu.

|

Thursday, July 19, 2007

Ái, það skall á mér heill áratugur...
Já, litla blessunin hún ég er þrítug í dag. Einhverra hluta vegna hafa þessi tímamót ekki verið neitt tilhlökkunarefni. Mér líður samt ekkert öðruvísi í dag en í gær. En allt í einu er ég ekki lengur 20 og eitthvað heldur 30. Það fer einhver hrollur um mig og brúnin sígur. Ég jafna mig samt líklega á þessu eins og flestu öðru.
Það verður bara kvöldmatur með fjölskyldunni í kvöld og ekkert annað er planað í nánustu framtíð. Svo það er ekki verið að skylja ykkur út undan ef þið eruð að spá í hvers vegna ykkur hefur ekki verið boðið í afmæli.

|

Saturday, July 07, 2007

07.07.07
Ég er að fara í brúðkaup, hvað annað. Eru ekki bara allir að fara í brúðkaup í dag, alla vega eitt? Ég er því heima að sturta mig og snyrta, auðvitað. Enda eyði ég miklum tíma í það eins og allir vita, hehe.
01.07.07
Var samt skemmtilegri dagur að mínu mati. Haldið þið að hún Kvika mín hafi ekki ákveðið að gefa mér rauðblesótta hryssu undan honum Glampa. Litla daman fékk snarlega nafnið Hefring, sem þýðir alda og er nafn á dóttur Ægis sjávarguðs í norrænni goðafræði. Kvika þýðir nebbla undiralda og ég gaf einni dóttur hennar, sem ég á ekki, nafnið Brák sem þýðir lítil alda við landsteina. Þar með var ákveðið að þemað í nöfnunum skildi vera sjórinn en alda og bára finnst mér bara ekki nógu spennandi svo ég þarf að finna eitthvað flottara, t.d. Hefring og Hlér, nafn á sækonungi, og nafnið á tveggja vetra syni Kviku sem ég á. Auðvitað gleymdi ég myndavélinni upp í bústað svo þið fáið ekki að sjá dömuna strax.
Ég er sem sagt bara upp í bústað. Búin að sólbrenna og verða brún líka þessa sólardaga. Rigningin er því vel þegin. Enda veitir gróðurinn ekki af.
En nú verð ég víst að fara að klæða mig. Ekki má ég verða of sein í brúðkaupið.

|