Wednesday, September 14, 2011

Formaður húsfélags eða húsvörður?
Mér var troðið í starf formanns húsfélagsins. Það var eiginlega ekki hjá því komist því meðaldur íbúa húsins er frekar hár, leigjendur í einhverjum íbúðum og aðrir eru með mér í stjórninni.
Það hefur verið leiðinlega mikið að gera hjá mér sem formanni ekki síst vegna þess að margir virðast halda að sem formaður þá eigi ég líka að sjá um alls konar viðhald sem fellur til. Nú síðast var það stíflaður vaskur.
Nú tel ég mig femínista (aka. jafnréttissinna). Það fór svolítið fyrir brjóstið á mér að það var eini karlmaðurinn undir sextugu í húsinu sem ætlaðist til þess að ég losaði stífluna svo hann gæti skúrað þvottahúsið. Nú finnst mér í góðu lagi að hann skúri en ég skildi ekki alveg hvernig hann gat beðið konu um að losa stífluna fyrir sig. Það var ekki flókið mál. Það þurfti að skrúfa í sundur vatnslásinn og hreinsa úr drulluna. Vatnslásinn var þar að auki úr plasti og ég gat skrúfað hann í sundur með höndunum. Mér hefði fundist allt í lagi að losa stífluna fyrir hvern sem er af eldri íbúm húsins eða ef það hefði verið kona sem hefði beðið mig um það. Það pirraði mig að fullfrískur fertugur karlmaður skildi ekki geta gert þetta sjálfur.
Ég hef nú alltaf vitað að ég væri ekki fordómalaus en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég þarf greinilega að bæta eigin þankagang þegar kemur að jafnrétti.

|